Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 27. maí 2011 29 Leonardo DiCaprio og Blake Lively hafa sést saman nokkr- um sinnum undanfarnar vikur, bæði í Cannes og ítalska bænum Portofino. Samkvæmt bandarísk- um fjölmiðlum hafa þau verið að draga sig saman síðan í janúar. DiCaprio og Lively sáust fyrst daðra í janúar á þessu ári og síðan þá hafa þau sést æ oftar saman, nú síðast í fríi á Ítalíu. „Leo byrjaði að senda Blake smá- skilaboð í nóvember, þegar sam- band hans og Bar Rafaeli var að fjara út. Honum finnst Blake gullfalleg og hún er sjálf mjög hrifin af honum. Titanic er ein af hennar uppáhaldskvikmyndum,“ var hafði tímaritið US Weekly eftir innanbúðarmanni. „Leo gengur á eftir Blake með grasið í skónum. Þetta gæti vissulega verið upphafið að sambandi.“ Hrifin af Leo HRIFIN Leikkonan Blake Lively er orðuð við stórleikarann Leonardo DiCaprio, sem skildi við Bar Rafaeli fyrir stuttu. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er okkar Harpa,“ segir tónlistarmaðurinn KK sem spilar með Magga Eiríks á Café Rosenberg í kvöld kl. 22. KK og Maggi eru báðir heiðursmeðlimir Blúsfélags Reykjavíkur og hafa gefið út sex plötur saman, þar á meðal þrjár vinsælar Ferðalaga-plötur. Þeir hafa spilað reglulega á Rosenberg um árin enda líður þeim ákaflega vel þar. „Við eigum heima þarna en ekki í Hörpu. Ég efast um að við eigum eftir að spila í fína salnum þar. Hann er fyrir fína fólkið og ég hef aldrei átt réttu búningana til að vera þar,“ segir KK. „Ég veit ekki hvort mér yrði hleypt inn, ég efast um það. Ég á heldur ekki nógu mikið af gimsteinum sem rjátlar í.“ Hann nefnir Austurbæ einnig sem skemmtilegri tónleikastað en Hörpuna, sem var opnuð nýverið með pompi og prakt. „Vladimir Ashkenazy, The Kinks og Louis Armstrong spiluðu þar. Ég held við pössum betur inn í innréttinguna þar,“ segir hann um Austur- bæ. - fb Ekki nógu fínir fyrir Hörpuna SPILA Á ROSENBERG KK og Maggi Eiríks spila á Café Rosen- berg á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikarinn Ryan Reynolds er ekki búinn að jafna sig á skilnaðinum við leikkonuna Scarlett Johans- son. „Það er sársaukafullt fyrir alla að ganga í gegnum skilnað en hlutirnir lagast á endanum. Ég er ekki búinn að jafna mig sjálfur, alls ekki,“ sagði Reynolds. Hann er ánægður með að skilnaðurinn við Scarlett, sem er nú í sam- bandi með leikaran- um Sean Penn, var á góðu nótunum. Hinn 34 ára Reynolds ætlar að vera laus og liðugur á næst- unni. „Ég hef engan áhuga á að fara á stefnumót. Ég hef verið í sambönd- um sam- fleytt síðan í mennta- skóla og það er fínt að slaka aðeins á núna.“ Ekki búinn að jafna sig AÐ JAFNA SIG Ryan Reynolds er ekki búinn að jafna sig á skilnaðinum við Scarlett Johansson. Pippa Middleton, yngri systir hertogynjunnar af Cambridge, er sjóðheit um þessar mundir. Ljós- myndarar elta hana á röndum og vikulega birtast nýjar fréttir af stúlkunni. Þær nýjustu herma að sjónvarpsdrottningarnar Oprah Winfrey og Barbara Walters séu báðar á höttunum eftir Middle- ton. „Þegar Kate Middleton hætti um stund með Vilhjálmi reyndi Barbara að fá hana til starfa í sjónvarpsþættinum The View. Núna vill Barbara fá systur henn- ar, Pippu, til að ganga til liðs við The View. Pippa er ung, fögur og mun án efa auka áhorf þáttarins,“ var haft eftir heimildarmanni. Pippa eftirsótt VINSÆL Pippa Middleton, litla systir Kate Middleton, hefur slegið í gegn og nú rignir starfstilboðunum yfir hana. NORDICPHOTOS/GETTY E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 9 15 Úrval gjafabóka fyrir merk tímamót Svo lengi lærir sem lifir! Ritröðin Leiðsögn í máli og myndum er tilvalin gjöf handa nýútskrifuðu menntafólki. Í Eymundsson býðst þér fjölbreytt úrval annarra útskriftargjafa. Ú T S K R I F T A R G J A F I R Í E YMU N DSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.