Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Miðvikudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 8. júní 2011 132. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Vefsíðan triptrotting.com er sniðug fyrir fólk á leið til útlanda. Þar er hægt að komast í samband við fólk af svipuðu reki með svipuð áhugamál á áfangastað og mynda þannig vinatengsl við heimamenn áður en haldið er af stað. Elvar Þór Karlsson er nýkominn heim frá Bretlandi eftir sögulegan árangur í Evrópukeppni í CrossFit. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavélog þurrkari Heilsuhlaupið endurvakið Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir Heilsuhlaup- inu í tuttugasta sinn í dag. tímamót 18 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR SEX VERSLANIR- ALLTAF BETRA VERÐ SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT - ht.is BÆKLINGUR FYLGIR BLAÐINU BÆKLINGUR FYLGIR Í DAG ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag FÓLK Stórmyndin Prometheus eftir Ridley Scott verður að hluta til tekin upp hér á landi í næsta mánuði. Óskarsverðlaunaleik- konan Charlize Theron og Guy Pearce eru væntanleg til lands- ins til að leika í myndinni en tökurnar standa yfir í um viku. Umfangið verður svipað og þegar tökur á kvikmyndinni Lara Croft fóru fram við Jökulsárlón fyrir rúmum áratug en alls munu 350 starfsmenn koma að þessu verkefni. Framleiðslustjóri my nd a r i n n a r, S a m Breckman, hefur hreiðr- að um sig á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins True North, sem hefur veg og vanda af tökunum hér á landi. Breckman er mikill reynslubolti í Hollywood og vann meðal annars með Chris Nolan þegar hann tók upp nokkrar senur fyrir Batman Beg- ins við rætur Svínafells- jökuls árið 2005. Starfs- fólk True North er hins vegar þögult sem gröfin og Leifur Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, vildi ekkert tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. - fgg / sjá síðu 34 Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron væntanleg til landsins í júlí: Stórmynd Scotts tekin á Íslandi CHARLIZE THERON Umtöluð forsíða Þrýstnar fyrirsætur prýða forsíðu nýjasta heftis ítalska Vogue. fólk 27 BJART VESTANLANDS NA-átt, 3-12 m/s. Bjart með köflum vestan til. Þykknar upp með úrkomu austanlands í kvöld. VEÐUR 4 8 8 6 3 6 DÓMSMÁL Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, krafðist þess fyrir lands- dómi í gær að meirihluti dóms- ins, sem kjörinn er af Alþingi, viki sæti í málinu þar sem ástæða væri til að draga hlutlægni þeirra í efa. Þeir hefðu í raun verið hand- valdir af ákæruvaldinu – Alþingi – þegar ákveðið var að framlengja skipunartíma þeirra eftir að málið var hafið í maí. Saksóknarinn mótmælti þess- um málatilbúnaði sem rökleysu og sagði framlenginguna einfaldlega hafa verið skynsemi. Með þessu sé verjandinn einungis að reyna að setja málið í uppnám. Ákæran á hendur Geir var þing- fest eftir hádegi í gær. Geir var studdur af fjölskyldu sinni – eigin- konu, börnum og tengdabörnum – sem sátu á fremsta bekk í dómn- um. Geir neitaði öllum sakargiftum og sagðist í ríkisstjórnartíð sinni ævinlega hafa lagt sig fram um að taka ákvarðanir með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. „Aldrei hefði mig órað fyrir því að eiga eftir að standa í þessum sporum hér í dag,“ sagði hann. Síðdegis í gær héldu stuðnings- menn Geirs fund í Hörpu. Um 400 manns mættu á fundinn og hlýddu á ávarp Geirs og ræðu Kristrúnar Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoð- armanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og núverandi aðstoðar- manns Árna Páls Árnasonar, efna- hags- og viðskiptaráðherra. Þar sagði Geir að sumir sem samþykkt hefðu málshöfðun á hendur honum létu nú eins og ekk- ert hefði hefði breyst. „Þau eru búin að krefjast tveggja ára fang- elsis yfir mér og þau halda að þau geti bara komið að mér og kysst mig og knúsað eins og ekkert sé. „No sir,“ segi ég bara við þær konur sem það reyna.“ - sh / sjá síðu 4 Vill þingkjörna dómara frá Verjandi Geirs H. Haarde segir meirihluta landsdóms hafa verið handvalinn af Alþingi til að dæma í máli Geirs. Átta dómarar þurfi að víkja. Geir kvaðst saklaus af öllum ákæruatriðum við þingfestinguna í gær. Aldrei hefði mig órað fyrir því að eiga eftir að standa í þessum sporum hér í dag. GEIR H. HAARDE FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA „ÉG LÝSI MIG SAKLAUSAN AF ÁKÆRUEFNUNUM“ Geir stóð upp frammi fyrir landsdómi við þingfestinguna í Þjóðmenningarhúsinu í gær og gerði grein fyrir afstöðu sinni til sakarefnisins. Afstaða hans var skýr: hann lýsti sig saklausan af öllum ákæruatriðum. Verjandi hans fór því næst fram á að meirihluti dómsins viki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Níu stigum á undan FH KR-ingar unnu 2-0 sigur á FH-ingum á KR-vellinum í gærkvöldi. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.