Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 2
8. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR2 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega tvítugan mann fyrir ofbeldi og grófar hótanir gegn lögreglu og starfsmanni á meðferðarheimili. Atvikin áttu sér stað í júní á síðasta ári. Manninum er gefið að sök að hafa skallað starfs- manninn og stappaði á háls hans inni í bíl. Maðurinn linnti ekki látum þegar lögreglan kom á vettvang. Því hann er einnig sakaður um að hafa kýlt lögreglumann í and- litið sem og að hafa sparkað í handlegg hans og andlit. Hann reyndi einnig að bíta lögreglu- manninn. Ofbeldismaðurinn náði einnig að sparka í læri annars lögreglu- manns og slá hann með kreppt- um hnefa í andlitið, að því er segir í ákæru. Í lögreglubílnum á leiðinni á lögreglustöð hótaði hann svo báðum lögreglumönnunum og fjölskyldum þeirra ítrekað lífláti og jafnframt að beita dóttur ann- ars þeirra kynferðislegu ofbeldi. Þá hrækti hann ítrekað í and- lit og á búninga beggja lögreglu- mannanna. - jss GEKK BERSERKSGANG Í LÖGREGLUBÍL Ungur maður hefur verið ákærður fyrir gróf ofbeldisbrot og hótanir gagnvart starfsmanni á meðferðarheimili og tveimur lögreglumönnum. Gekk berserksgang gagnvart lögreglu og starfsmanni meðferðarheimilis: Hótaði dóttur lögreglumanns ofbeldi KJARAMÁL Ríkissáttasemjari sleit viðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair í gær og ekki hafði verið boðað til nýs fundar þegar Fréttablaðið fór í prentun á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Því tekur vinnustöðvun flug- virkja gildi í dag og stendur frá sex til tíu. Hún nær einnig til fimmtudags og föstudags á sama tíma semjist ekki. Maríus Sigurjónsson, varafor- maður Félags flugvirkja, segir ekkert liggja fyrir um frekari fundi, en það sé ákvörðun sátta- semjara hvenær það verður. Hann var ekki sammála mati sáttasemjara um að tilgangslaust hafi verið að halda viðræðum áfram í gær. - shá Flugvirkjar leggja niður störf: Slitnaði upp úr kjaraviðræðum SPURNING DAGSINS HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 2.990 kr. GILDIR Í 24 TÍMA 5.218 kr. Verð 43% Afsláttur 2.228 kr.Afsláttur í kr. 6.260 kr. Verð 43% Afsláttur 2.670 kr.Afsláttur í kr. Fólksbíll 3.590 kr. Jeppi Edda, ertu búin að skipta um skrá? „Já, einnig kennitölu og síma- númer.“ Edda Hauksdóttir er móðir Steinþórs Helga Arnþórssonar sem var loks að flytja að heiman í fyrsta skipti, 27 ára gamall. Þau tímamót í lífi mæðginanna urðu eftir áralangan þrýsting frá Eddu að því er Steinþór sagði í Fréttablaðinu í gær. UMHVERFISMÁL Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxín- mengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísa- firði þurfa ekki að óttast heilsufars- leg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis. Díoxínmagn í blóði þeirra sem unnu í Funa eða bjuggu næst sorp- brennslunni er hæst 60 prósent yfir viðmiðunargildum sem voru feng- in frá tuttugu manns á Ísafirði og í Reykjavík. Í marsmánuði var safnað blóð- sýnum og mjólkursýni frá íbúum á Ísafirði, í Skutulsfirði, Reykja- vík, Vestmannaeyjum og á Kirkju- bæjarklaustri, eftir að í ljós kom að sorpbrennslur í Skutulsfirði, Eyjum og á Klaustri höfðu um árabil mynd- að díoxín yfir mörkum fyrir sorp- brennslur sem tóku til starfa eftir 2003. „Þetta er léttir, það verður að við- urkennast,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Spurður um niður- stöðu mælingarinnar, og við hvað sé miðað, segir Haraldur að heilsu- verndarmörk séu ekki vel skil- greind. „Þetta er ekki vel skilgreint, ég verð að játa það. En menn telja að þetta magn ógni ekki heilsu manna að neinu leyti.“ Haraldur segir að í Bandaríkjunum sé miðað við 25-30 píkógrömm (pg/g) sem heilsuvernd- armörk. „Það er heldur ekki hægt að fullyrða að þó að gildin færu í 50 að það ógni heilsu og okkar vísinda- menn telja sig fullvissa um að þetta magn sé skaðlaust.“ Hæstu gildi úr blóðsýnum starfs- manna og íbúa í Skutulsfirði voru 16,2 pg/g. Viðmiðunargildi voru í kringum tíu pg/g sem er ámóta og þekkist á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu Engin heilsufarsógn staðfest í mælingum Blóðsýni starfsmanna sorpbrennslunnar Funa og íbúa í næsta nágrenni sýna að díoxín er undir þeim mörkum sem talin eru hafa áhrif á heilsu. Slík mörk eru hins vegar óskilgreind. Hæst mælist díoxín 60 prósent yfir viðmiðunarhópi. ■ Rannsakað var díoxínmagn í blóði frá tíu heilbrigðum einstaklingum frá Ísafirði og tíu frá Reykjavík. ■ Niðurstöður þessara blóðmælinga voru til viðmiðunar fyrir þá sem sér- staklega voru útsettir fyrir reyk frá brennsluofnunum. ■ Magnið er gefið upp sem pg/g (píkógramm) fitu: pg/g einn billjónasti úr grammi. (WHO-TEQ 1998). ■ Engin heilsuverndarmörk hafa verið skilgreind á Íslandi yfir díoxín. ■ Viðmiðunargildið frá Ísafirði reyndist vera 10,2 pg/g fitu. ■ Viðmiðunargildið frá Reykjavík reyndist vera 9,7 pg/g fitu. ■ Díoxínmagn í blóði starfsmanna við sorpbrennslurnar og ábúendur í námunda við þær mældist á bilinu 2,7-16,2 pg/g. Heilsufarsrannsókn sóttvarnalæknis SORPBRENNSLAN FUNI Þrátt fyrir að engin heilsuverndarmörk hafi verið skil- greind um díoxín er talið öruggt að íbúar í nágrenni Funa þurfi ekki að óttast heilsutap vegna mengunar. MYND/HALLDÓR mælir sóttvarnalæknir engu að síður með að allir sem starfa við sorpbrennslur noti hlífðarbúnað og öndunargrímur við störf sín. „Ég mæli með því að menn verji sig vel og vonandi heyra þessir brennslu- ofnar bráðum sögunni til,“ segir Haraldur. Enn er unnið að blýmælingum hjá þeim sem voru rannsakaðir með til- liti til díoxíns. Niðurstöður þeirra mælinga verða væntanlega gerð- ar kunnar síðar í þessum mánuði. Þær mælingar gefa til kynna hvort annars konar mengun hafði áhrif á fólk á þeim svæðum þar sem sorp- brennslur störfuðu. svavar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Vegagerðin bendir á í tilkynningu að allur akstur er bannaður á nær öllum hálendis- vegum vegna aurbleytu. Hætta er á að ökutæki skemmist og er þeim sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið ráðlagt að kynna sér hvar umferð er leyfð áður en haldið er af stað. Þá vekur Vegagerðin jafn- framt athygli á framkvæmdum á Reykjanesbraut við Grænás í Reykjanesbæ og við tvöföldun Vesturlandsvegar, milli Álafoss- vegar og Þingvallavegar í Mos- fellsbæ. Þar eru vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu aðgát og fylgja merkingum. - þj Færð á vegum landsins: Hálendisvegir flestir lokaðir SKIPULAGSMÁL ÁTVR má byggja við vínbúð sína við Gránufélags- götu á Akureyri samkvæmt sam- þykkt skipulagsnefndar bæjarins. Fjölmargir íbúar og húseig- endur í nágrenninu eru óánægðir með stækkunina. Þeir óttast aukið ónæði og að eignir falli í verði. „Verðmæti eignanna ætti að aukast við breytinguna á deiliskipulaginu þar sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir algerri uppstokkun og niðurrifi reitsins,“ segir í tillögu sem samþykkt var í skipulags- nefndinni. - gar Umdeild stækkun samþykkt: Má stækka vín- búð á Akureyri DÓMSMÁL Gunnlaugur M. Sig- mundsson, fyrrverandi alþingis- maður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Til- efnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjar- bull í gölnum manni þannig að það er ekk- ert annað að gera,“ segir Gunnlaug- u r u m stefn- una. Bloggfærsl- an var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknar- f lokksins og hræðslan“ en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrett- án ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO,“ segir Gunnlaugur um blogg- færsluna, en hann er faðir Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er,“ segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þing- fest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lög- mann hans í gær. - sh Gunnlaugur M. Sigmundsson stefnir bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði: „Eitt allsherjarbull í gölnum manni“ GUNNLAUGUR M. SIGMUNDSSON TEITUR ATLASON NÁTTÚRA Lítið sem ekkert hefur sést til geitunga í sumar. Ástæð- una segir skordýrafræðingur vera óvenju kalt vor. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur fylgst vel með geitungum síðustu árin en þetta vorið sést ekkert til þeirra. Erling segir erf- itt að segja til um hvort geitung- arnir geti náð sér á strik síðar í sumar. Kuldi líkt og nú hafi ekki þekkst síðustu árin. Þá hafi veðrið verið jafnara og geitungastofninn haldist svipaður ár frá ári. - lvp, shá Ekkert sést til geitunga: Kalt vor fer illa með geitunga GEITUNGABÚ Óvíst hvort flugan nær sér á strik í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR ELDGOS Ætla má að gróður á lág- lendi muni víðast hvar standa af sér öskufallið frá Grímsvatna- gosinu. Fer það þó mjög eftir tíðarfari á komandi vikum. Nei- kvæð áhrif á smádýr geta orðið veruleg, einkum á jarðvegsdýr af ýmsu tagi og smádýr. Þetta er niðurstaða sérfræð- inga frá Náttúrufræðistofnun sem fóru í skoðunarferð um ösku- svæðið í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem hugað var að gróðri, smádýra- og fuglalífi. Lítið varð vart við varpatferli fugla í ferðinni, en kalt veður á rannsóknatímanum er talið geta ráðið miklu þar um. - shá Gróður ekki í hættu: Smádýr gætu liðið fyrir ösku BIRKIHRÍSLA Búið að grafa frá birki við Lómagnúp. MYND/SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.