Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 10
8. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR10 HEILBRIGÐISMÁL Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjöl- miðlum að undanförnu um mis- notkun rítalíns og annarra metýl- fenídat lyfja og telja hana einhliða. Ellen Calmon, framkvæmda- stjóri samtakanna, segir fólk með ADHD (ofvirkniröskun) farið að finna fyrir auknum fordómum í sinn garð og sumir séu jafnvel hættir að þora út í apótek eftir lyfj- um. Börn neiti að taka lyfin sín af ótta við að verða álitin dópistar og fíklar. „Eitt dæmi er drengur í fram- haldsskóla í borginni sem hefur nú ekki tekið lyf í tvær vikur því hann vill ekki verða dópisti. Skól- inn er að fara í vaskinn hjá honum því lyfin halda honum við efnið,“ segir Ellen og undirstrikar að langstærsti hluti fólks noti lyfin til lækninga. Þau tilvik þar sem misnotkun á sér stað séu vissu- lega meira áberandi og mjög sorg- leg eins og sést hefur í fjölmiðlum að undanförnu. Ríkið greiddi um 550 milljón- ir króna í fyrra vegna rítalíns og var um helmingi lyfjanna ávís- að á fullorðna. Kostnaður ríkis- ins vegna rítalíns hefur aukist um 70 til 100 milljónir á ári hverju undanfarin ár, eins og fram kom í harðorðri grein Gunnars Smára Egilssonar, nýs stjórnarformanns SÁÁ. Í grein sinni, sem birtist á vef SÁÁ um síðustu helgi, gagn- rýnir Gunnar Smári meðal ann- ars starfsaðferðir geðlækna hér á landi og segir greiningu á ADHD oft byggja á tæpum grunni. Hann bendir á að fyrir fjórtán árum hafi ADHD meðal fullorðinna verið nær óþekkt vandamál hér á landi en nú sé fjöldi greindra orðinn eins mikill og raun ber vitni. Ellen undrast mjög skrif Gunn- ars Smára og segist hafa brugðið mikið þegar hún las greinina. „Hann segir nánast að ADHD sé hugarburður. Ég er stórhneyksl- uð á framburði hans,“ segir hún. „Geðlæknar eru líka margir hverj- ir gapandi yfir þessum skrifum.“ Í grein í Læknablaðinu frá árinu 2005 kemur fram að talið sé að 5 til 10 prósent barna og unglinga séu með ADHD hér á landi og um 4,5 prósent fullorðinna. Ellen segir lyf vera einu opinberu úrræðin sem fullorðnir geti nýtt sér, geð- læknar og sálfræðimeðferðir kosti mikið. Þá sé úrræðum fyrir fram- haldsskólanemendur með ADHD verulega ábótavant og brottfall þeirra hátt. Samtökin kalla eftir betri úrræðum frá stjórnvöldum. sunna@frettabladid.is Eitt dæmi er drengur í framhaldsskóla í borginni sem hefur nú ekki tekið lyf í tvær vikur því han vill ekki verða dópisti. ELLEN CALMON FRAMKVÆMDASTJÓRI ADHD SAM- TAKANNA Mikið úrval af tjöldum. Fjölskyldutjöld með 3000 mm vatnsheldni Áfastur botn, pöddufrí tjöld lÍs en kus Faxafen i 8 / / 108 Reyk jav ík / / S ím i 534 2727 / / e -ma i l : a lpa rn i r@a lparn i r . i s / / www.a lparn i r . i s TJALDASALUR - VERIÐ VELKOMIN KÚLUTJÖLD - FJÖLSKYLDUTJÖLD - GÖNGUTJÖLD FULLORÐINSPOKI Kr. 10.995 UNGLINGAPOKI 165CM Kr. 9.995 KRAKKAPOKI 130 CM Kr. 6.995 BARNAPOKI 100 CM Kr. 5.995 Börn vilja ekki taka rítalín og fólk þorir ekki út í apótek Formaður ADHD samtakanna segir umræðuna um misnotkun rítalíns kynda undir fordómum. Börn með ADHD vilja ekki taka lyfin sín og fólk þorir ekki út í apótek. Hún er hneyksluð á skrifum formanns SÁÁ. ELLEN CALMON Formaður ADHD-samtakanna segir fjölda félaga ósátta við að lyfjunum hafi nær eingöngu verið lýst sem dópi í fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Brynjar Emilsson sálfræðingur er að rannsaka ADHD meðal full- orðinna á Íslandi og kynnti fyrstu niðurstöður sínar á alþjóðlegri ráð- stefnu í Berlín í maí síðastliðnum. Rannsóknin er doktorsverkefni hans við King‘s College í London og byggir á hugrænni atferlismeð- ferð (HAM) og áhrifum hennar á ADHD- sjúklinga. Þátttakendur í rannsókninni voru fyrst 54 en eru nú orðnir mun fleiri. Allir sjúklingarnir nota lyf samhliða meðferðinni, sem fer fram í litlum hópum, og Brynjar segir gefast mjög vel. Slíkt væri eitthvað fyrir stjórnvöld að skoða að fjármagna þar sem kostnaðurinn er lítill miðað við aðrar sálfræðimeðferðir. „Við erum að vonast til þess að þessi meðferð minnki hamlandi einkenni ADHD og viljum að hún hjálpi með þunglyndi, kvíða, tilfinningastjórnun, sam- skiptavandamál og félagsfærni. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að hún skili árangri,“ segir Brynjar. Flest fylgieinkenni ADHD virðast minnka eftir að meðferð lýkur. Brynjar telur að á Íslandi séu á bilinu 9 til 12 þúsund fullorðnir einstaklingar með ADHD. HAM – meðferð við ofvirkniröskun BRYNJAR EMILSSON Í HVÍTA HÚSINU Vel fór á með Barack Obama Bandaríkjaforseta og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, eftir sam- eiginlegan blaðamannafund þeirra í Hvíta húsinu í Washington í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP IÐNAÐUR Útflutningur á áli Alcoa í Reyðarfirði dróst saman um þrjú þúsund tonn í fyrra frá árinu 2009. Á sama tíma jókst verðmæti útflutningsins. Fyrirtækið flutti út í fyrra 346 þúsund tonn af áli fyrir tæpa 790 milljónir Bandaríkjadala, jafn- virði í kringum níutíu milljarða íslenskra króna. Árið 2009 nam útflutningurinn hins vegar 349 þúsund tonnum og nam verðmæt- ið tæpum sex hundruð milljón- um dala, jafnvirði 74 milljörðum króna á þávirði. Í nýbirtu stað- reyndaskjali Fjarðaáls um starf- semi fyrirtækisins um helstu lykiltölur um starfsemina og samfélagsleg áhrif fyrirtækis- ins kemur fram að heildartekjur af útflutningi áls frá landinu hafi numið um 220 milljörðum króna í fyrra. Það jafngildir fjórðungi af útflutningstekjum þjóðarinnar. Fjarðaál átti sautján prósenta hlut í heildarvöruútflutningi. Útflutningur Fjarðaáls saman- stendur af hreinu gæðaáli, álblöndu og álvírum. Heimsmark- aðsverð á áli sveiflaðist talsvert frá 2009 til 2010. Það fór úr 1.300 dölum við upphaf árs 2009 í rúma 2.300 dali ári síðar. Til saman- burðar stóð álverðið í rúmum 2.500 dölum nú um mánaðamótin. - jab RÝNT Í ÁLIÐ Útflutningur hjá Fjarðaáli dróst lítillega saman í fyrra miðað við árið á undan. Útflutningur Alcoa í Reyðarfirði á áli dróst saman milli ára en verðmætið jókst: Verðið hækkaði um 100 prósent EVRÓPUMÁL Fiskveiðikafla aðildar- viðræðna Króata og ESB var lokað á mánudag og eru fjórir kaflar eftir. Ungverjar, núverandi for- ysturíki ESB, stefna að því að ljúka viðræðum innan tveggja vikna. Eftir standa kaflar um fram- lagsmál, samkeppnismál, dómsmál og einn opinn kafli, um hvað eina sem út af kann að standa. Reuters hefur eftir embættis- manni að framkvæmdastjórn ESB ætli jafnvel að samþykkja að loka þessum köflum á föstudag. Króatar hafa í viðræðunum helst áhyggjur af ríkisstyrktum skipa- iðnaði sínum en ESB af spillingu á æðstu stöðum í Króatíu. - kóþ Fiskveiðikafla lokað: ESB-viðræðum Króata að ljúka SIGLT Í KRÓATÍU Eftir að gengið var frá fiskveiðikaflanum í aðildarviðræðum Króata og ESB gæti styst í að viðræðum ljúki. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúr- skurð héraðsdóms sem úrskurð- að hafði síbrotamann í gæslu til 1. júlí. Maðurinn hefur hlotið dóma hér á landi fyrir þjófnaðarbrot. Þá er til rannsóknar líkamsárás- armál þar sem hann er grunaður um að hafa ráðist á mann og að hafa ásamt tveim öðrum sparkað ítrekað í höfuð fórnarlambsins. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hefur dvalið hér á landi frá árinu 2008. - jss Úrskurður felldur úr gildi: Síbrotamaður látinn laus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.