Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 12
8. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR12 VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári. ÞÝSKALAND, AP Evrópskir bænd- ur sem orðið hafa fyrir búsifjum vegna E.coli-bakteríunnar munu fá samtals 150 milljónir evra í styrki frá Evrópusambandinu, sam- kvæmt tillögu frá framkvæmda- stjórn sambandsins. E.coli-faraldurinn sem nú geis- ar hefur orðið 24 að bana auk þess sem 2.400 manns hafa veikst. Far- aldurinn hefur orðið til þess að sala á grænmeti hefur hrunið, þar sem ekki er vitað í hverju og hvar faraldurinn hófst. Spánverj- ar hafa krafist bóta frá Þýska- landi vegna ásakana um að sökin lægi hjá spænskum agúrkum, sem reyndist ekki rétt. Spænskir ávaxta- og grænmetisútflytjendur telja að tapið sé 225 milljónir evra á viku. Á Ítalíu er rætt um 100 milljónir evra í tap, 50 milljónir í Hollandi og 30 milljónir í bæði Þýskalandi og Frakklandi. Bæt- urnar sem framkvæmdastjórnin lagði til eru því aðeins lítill hluti af tapinu. Landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna hittust á neyðar- fundi í Lúxemborg í gær og hafa ráðherrar Spánar og Frakklands báðir lýst því yfir að þeim þyki bæturnar ekki fullnægjandi. Ekki var rætt um bætur til fórnarlamba í gær, enda fundurinn um landbún- að. Einnig var rætt um faraldurinn á Evrópuþinginu í gær. Spænski þingmaðurinn Francisco Sosa- Wagner var meðal þeirra sem tóku þátt í umræðum um málið. Þar hélt hann agúrku á lofti og sagði nauð- synlegt að endurheimta heiður agúrkunnar. Dacian Ciolos, yfirmaður land- búnaðarmála hjá ESB, sagðist í gær vonast til þess að yfirvöld í Þýskalandi gætu greint frá upp- runa bakteríunnar innan skamms. „Án svars verður erfitt að endur- heimta traust neytenda, sem er nauðsynlegt til að markaðurinn nái sér á strik.“ Þá hefur Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin sagt að finna verði upp- runa faraldursins fljótt. Sérfræð- ingur hjá stofnuninni hefur sagt að rannsóknir Þjóðverja á málinu hafi verið handahófskenndar. Erf- itt sé að komast til botns í máli sem þessu, en það sé hægt. Nú er beðið eftir niðurstöðum úr baunaspírum af lífrænu býli suður af Hamborg, en talið er að þær geti legið fyrir í dag. thorunn@frettabladid.is Bændur fái E.coli bætur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í gær til 150 milljónir evra í bætur til bænda vegna E.coli- faraldursins sem nú geisar. Landbúnaðarráðherrar hittust á neyðarfundi í Lúxemborg vegna málsins. EVRÓPUÞINGIÐ Francisco Sosa-Wagner hélt agúrkunni á lofti á Evrópuþinginu í gær og sagði nauðsynlegt að endurheimta heiður hennar. Bændur á Spáni hafa orðið fyrir 200 milljóna tapi á viku vegna E.coli-faraldursins sem nú geisar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÁRVOTUR ÞINGMAÐUR Anthony Weiner, þingmaður New York-ríkis í Bandaríkjunum, viðurkenndi klökkur í gær að hafa sent nektarmynd af sjálfum sér til ungrar konu. Hann hafði neitað því í marga daga áður en hann hélt blaðamannafund um málið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing EVRÓPUMÁL „EES-samningurinn er einn sá ólýðræðislegasti alþjóða- samningur sem nokkurn tíma hefur verið gerður af sjálfstæðri þjóð,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinn- ar, á Alþingi í gær. Baldur beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðismanna, og spurði hann hversu lengi flokkurinn ætlaði að sætta sig við það að íslensk stjórn- völd hafi nær enga möguleika til að hafa áhrif á þá löggjöf sem þjóðin tekur upp vegna EES-samningsins. Flokkurinn hafi forðum verið „mikil- vægasti hlekkurinn í tengingu lands- ins við vestræna samvinnu“, sagði Baldur og bætti við: „Hvað gerðist?“ Bjarni Benediktsson svaraði engu um stefnu flokks síns, en sagði að Alþingi hefði ekki nýtt öll tækifæri EES-samstarfsins til að hafa áhrif, svo sem að taka þátt í nefndastarfi í Brussel. Bjarni sagði að Evrópuþingið væri svo fjölmennt að Íslendingar gætu ekki haft þar áhrif sem máli skipta. Hann sagði íslenskt samfélag hafa þróast í átt til beinna lýðræðis og telur að ESB-aðild myndi færa völd- in fjær fólkinu. - kóþ Baldur Þórhallson rukkar Sjálfstæðisflokkinn um Evrópustefnu og EES: Ólýðræðislegasti samningurinn BALDUR ÞÓRHALLSSON Varaþingmaður- inn telur Ísland geta orðið að stórveldi í sjávarútvegsmálum innan ESB. MYND/ÚR SAFNI REYKJAVÍKURBORG Vináttufélagið Hákon, sem hefur það markmið að vinna að viðhaldi og viðgangi skógarins við Hákonarlund hjá Bústaðakirkju, vill taka skóginn og umhverfi hans í fóstur. Samkvæmt tillögu sem sam- þykkt var í hverfisráði Háleit- is og Bústaða myndi félagið sinna því verki í samræmi við skilgreiningar í kaupsamningi Reykjavíkurborgar og Hákon- ar Guðmundssonar, fyrrverandi yfirborgardómara. Málið hefur verið sent til umhverfissviðs. - gar Lundur austan Bústaðakirkju: Vináttufélag vill fóstra skóg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.