Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 30
8. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR26 folk@frettabladid.is 250 Hljómsveitin Útidúr kemur fram á tónleikum á Faktorý annað kvöld ásamt Sóleyju, Jóni Þór og hljómsveitinni Nolo. Þúsund krónur kostar inn á tónleikana, en allur ágóðinn rennur í ferðasjóð Útidúrs sem kemur fram á fern- um tónleikum í Þýskalandi í júní. Ferðalag Útidúrs hefst í München 22. júní. Þaðan ligg- ur leiðin til Halle daginn eftir. Hljómsveitin kemur svo fram á tónlistarhátíðinni Umsont und Draussen í Würsburg 24. júní, en Útidúr lokar kvöldinu á aðalsviði hátíðarinnar. Síðustu tónleikarn- ir verða svo í Hamborg 25. júní. Sem sagt, fernir tónleikar á fjór- um dögum. Þetta verða fyrstu tónleikar Úti- dúrs utan landsteinanna. Styrktar- tónleikarnir á Faktorý á morgun hefjast klukkan 22, en húsið opnar klukkutíma fyrr. - afb Útidúr safnar fyrir ferð til Þýskalands Á FERÐ OG FLUGI Hljómsveitin Útidúr kemur fram á fernum tónleikum á fjórum dögum í Þýskalandi í júní og hyggst safna fyrir ferðalaginu með tónleikum á Faktorý annað kvöld. Freyr Eyjólfsson, útvarps- maðurinn góðkunni á Rás 2, segist eiga ýmislegt sam- eiginlegt með hinum skraut- lega Viggó viðutan og leitar nú logandi ljósi að bókum um myndasöguhetjuna sem Freyr segir vera hálfgerðan tvífara sinn. Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson auglýsti í gær á flóamarkaði Andra Freys og Gunnu Dísar á Rás 2 eftir Viggó-bókum og býðst til að kaupa þær. Freyr fer ekki í neinar graf- götur með það að Viggó sé andleg- ur leiðtogi hans. „Viggó lætur sér aldrei leiðast, hefur gaman af lífinu, spilar á asnalegt hljóðfæri, gerir ekkert í vinnunni, truflar aðra og pirrar yfirmenn sína óendanlega án þess þó að vera rekinn. Alveg eins og ég,“ segir Freyr. „Ekki skemm- ir heldur fyrir að sætasta stelpan í bókunum, hinn nafnlausi ritari, er nauðalík konunni minni.“ Freyr las Viggó-bækurnar þegar hann var yngri en þegar aldurinn færðist yfir missti útvarpsmaður- inn sjónar af snilldinni. „Ég gaf frænda mínum allar Viggó-bæk- urnar mínar þegar ég var tólf ára en hef svo verið að reyna að eignast þær aftur.“ Hann lýsir því yfir að þetta séu einfaldlega sígildar bókmenntir. „Þrjár myndasögur virðast hafa staðist tímans tönn, það er Tinni, STARFSMÖNNUM DISNEY verður sagt upp í næstu viku segja bandarískir fjölmiðlar. Ástæðan ku vera minni tekjur og almennar skipulagsbreytingar. Ástríks-bækurnar og svo Viggó,“ útskýrir Freyr og bætir því við að síðasttalda persónan sé í eftirlæti hjá sér sökum þess að þær bækur skarti skemmtilegum aukapersón- um, séu vel teiknaðar og einfaldlega ótrúlega fyndnar. Freyr hefur ekki haft erindi sem erfiði við að hafa upp á Viggó-bók en í þeim töluðu orðum röltir frétta- maðurinn Ingólfur Bjarni Sigfús- son fram hjá og skýtur því að Frey að hann eigi flestar ef ekki allar Viggó-bækurnar, þær séu kyrfilega geymdar ofan í kassa. „Og viltu ekki selja mér þær?,“ spyr Freyr, vongóður um að Ingólfur kenni í brjósti um sig og Viggó-leysi sitt. En svar Ingólfs reynist vera nei- kvætt. „Ég vil bara hvetja bókaút- gefendur til að gefa þessar bækur aftur út. Og þeir sem eiga þess- ar bækur og vilja losa sig við þær mega endilega hafa samband við mig,“ segir Freyr. freyrgigja@frettabladid.is EIGA MARGT SAMEIGINLEGT Freyr Eyjólfsson segir að þeir Viggó viðutan eigi ýmislegt sameiginlegt. Útvarpsmaðurinn leitar nú logandi ljósi að fólki sem vill selja honum Viggó-bækur. Sér sjálfan sig í Viggó viðutan 600.00 ÞÚ TALDIR RÉTT: 600 MILLJÓNIR F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.