Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 34
8. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Eyðimerkurgöngu KR gegn FH á heimavelli lauk í gær. Eftir sjö tapleiki í röð á heima- velli voru álögin rofin og KR vann sigur. Lokatölur 2-0 en lengi vel benti fátt til sigurs KR og þá hélt markvörður þeirra, Hann- es Þór Halldórsson, liðinu inni í leiknum. FH var með frumkvæðið fyrsta klukkutímann. Skapaði sér ágæt færi en Hannes varði allt sem á markið kom. Sóknarleikur KR á sama tíma var í molum en liðið átti ekki skot að marki fyrsta klukkutímann. Vendipunktur leiksins varð þegar Hannes varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar frá- bærlega eftir tæpan klukkutíma og í kjölfarið tók KR Guðjón Bald- vinsson af velli. Gunnar Örn kom inn og Kjartan Henry fór á topp- inn. Við það breyttist allt hjá KR sem skyndilega tók öll völd á vell- inum. Viktor Bjarki kom þeim yfir og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. FH-ingar voru lam- aðir eftir markið og ógnuðu ekki af neinu viti. KR fullkomnaði svo góðan dag með marki úr skyndi- sókn í lokin. „Ég held að heppnin hafi verið með okkur í ár. Fyrri hálfleikur var dapur og sem betur fer var markalaust í hálfleik. Hannes kveikir svo í liðinu með því að verja vítið. Hann er frábær og markmenn þurfa stundum að skila stigum. Það gerði Hannes í dag. Hann á þessi þrjú stig og er búinn að vera frábær í allt sumar,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, himinlifandi með markvörðinn sinn og mátti vera það. „Gunnar Örn kom frábær inn í liðið og það var meiri kraftur í Kjartani Henry er hann fór fram. Hann hljóp meira þar en á vængn- um. Það stigu allir upp þennan síðasta hálftíma,“ sagði Rúnar sem vildi ekkert ræða titilvonir KR en hann er líklega hundfúll að þurfa að fara í frí þegar hans lið er á sífelldri uppleið og í fínni stöðu í deildinni. Það var enginn uppgjafartónn í Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, þrátt fyrir að vera kominn níu stigum á eftir KR. „Við vorum betri í 60 mínút- ur og við hættum að spila okkar leik eftir vítið. Ég vil ekki meina að við séum að gefa eftir því við lékum vel lungann úr þessum leik. Auðvitað eru vonbrigði að vera ekki komnir með fleiri stig en það er nóg eftir,“ sagði Heimir. henry@frettabladid.is Þórsvöllur, áhorf.: 765 Þór Ak. ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–16 (4–10) Varin skot Srdjan 8 – Guðjón 2 Horn 5–14 Aukaspyrnur fengnar 11–10 Rangstöður 4–3 ÍBV 4–3–3 Guðjón Orri Sigurjón. 4 Kelvin Mellor 5 Eiður Aron Sigurbj. 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 5 Þórarinn Ingi Valdim. 6 Finnur Ólafsson 5 (77., Denis Sytnik -) Arnór Eyvar Ólafsson 5 (65., Bryan Hughes 6) Ian Jeffs 6 (77., Guðm. Þórarins. -) Andri Ólafsson 6 Tryggvi Guðmundss. 6 *Maður leiksins ÞÓR 4–3–3 *Srdjan Rajkovic 8 Gísli Páll Helgason 7 Þorsteinn Ingason 6 Janez Vrenko 6 Ingi Freyr Hilmarsson 7 Sveinn Elías Jónsson 7 (61., Sigurður Marínó 6) Aleksandar Linta 7 (77., Hallgrímur Már -) Atli Sigurjónsson 6 Gunnar Már Guðm. 7 Ármann Pétur Ævars. 6 David Disztl 7 (66., Pétur Heiðar 6) 1-0 David Disztl (5.), 2-0 Sveinn Elías Jónsson (31.), 2-1 Ian Jeffs (37.) 2-1 Magnús Þórisson (7) KR 2-0 FH 1-0 Viktor Bjarki Arnarsson (70.), 2-0 Baldur Sigurðsson (88.) KR-völlurinn, áhorf.: 1.432 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–13 (5–7) Varin skot Hannes 7 – Gunnleifur 3 Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 15–13 Rangstöður 2–3 KR 4–3–3 *Hannes Þór Halldórsson 9 - Guðmundur Reynir Gunnarsson 8, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7, Skúli Jón Friðgeirsson 6, Dofri Snorrason 3 (46., Magnús Már Lúðvíksson 6) - Baldur Sigurðsson 7, Bjarni Guðjónsson 6, Viktor Bjarki Arnarsson 7 (79., Ásgeir Ólafsson -) - Óskar Örn Hauksson 6, Kjartan Henry Finnbogason 8, Guðjón Baldvinsson 3 (61., Gunnar Örn Jónsson 7) FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Viktor Örn Guðmundsson 6, Tommy Nielsen 5, Pétur Viðarsson 7, Guðmundur Sævarsson 6 - Björn Daníel Sverrisson 5, Hólmar Örn Rúnarsson 6 (75., Ásgeir Gunnar -), Matthías Vilhjálmsson 5 - Atli Viðar Björnsson 3 (86., Einar Karl -), Atli Guðnason 6, Hannes Sigurðsson 5. VERKFALL FLUGVIRKJA mun setja ferðaáætlun íslenska 21 árs landsliðsins eitthvað úr skorðum en íslenska 21 árs landsliðið átti að fljúga út til Danmerkur snemma í morgun. „Við getum ekkert gert því það er ekkert annað flug í gangi. Fluginu seinkar bara aðeins,” sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, í gær en ekki er víst hvort að íslenska liðið missi af framhaldsflugi til Álaborgar þar sem liðið hefur aðsetur á meðan á mótinu stendur. Ég held að heppnin hafi verið með okkur í ár. Fyrri hálfleikur var dapur og sem betur fer var marka- laust í hálfleik. Hannes kveikir svo í liðinu með því að verja vítið. RÚNAR KRISTINSSON, ÞJÁLFARI KR Kópavogsvöllur, áhorf.: 1003 Breiðablik Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (5–5) Varin skot Ingvar 3 – Ögmundur 3 Horn 3–6 Aukaspyrnur fengnar 6–6 Rangstöður 4–5 FRAM 4–5–1 Ögmundur Kristinss. 5 Alan Lowing 4 Kristján Hauksson 6 *Jón Guðni Fjólus. 7 Samuel Lee Tillen 7 Halldór Hermann J. 6 Jón Gunnar Eysteins. 4 Kristinn Ingi Halld. 4 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 4 (60., Tómas Leifsson 6) Arnar Gunnlaugsson 5 *Maður leiksins BREIÐAB. 4–3–3 Ingvar Þór Kale 5 Arnór Sveinn Aðalst. 5 Elvar Freyr Helgason 6 Finnur Orri Margeirs. 6 Kristinn Jónsson 4 (79., Kári Ársælsson -) Jökull Elísabetarson 5 Guðm. Kristjánsson 6 Rafn Andri Haraldss. 5 (65., Andri Rafn 4) Kristinn Steindórsson 7 Tómas Óli Garðarss. 5 (79., Árni Vilhjálmss. -) Arnar Már Björgvins. 4 1-0 Kristinn Steindórsson (17.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson (76.) 1-1 Þorvaldur Árnason (6) Pepsi-deild karla - staðan KR 7 5 2 0 14-6 17 ÍBV 7 4 1 2 9-5 13 Fylkir 7 4 1 2 12-10 13 Valur 6 4 0 2 7-3 12 Stjarnan 7 3 2 2 11-11 11 FH 6 2 2 2 9-6 8 Keflavík 6 2 2 2 9-8 8 Breiðablik 7 2 2 3 10-13 8 Grindavík 7 2 1 4 9-11 7 Víkingur R. 7 1 3 3 4- 8 6 Þór 6 2 0 4 5-11 6 Fram 7 0 2 5 4-11 2 1. deild karla BÍ/Bolungarvík-ÍA 0-6 Hjörtur Júlíus Hjartarson 2, Stefán Þór Þórðarson 2, Gary Martin, Mark Doninger. Haukar-Fjölnir 0-0 Þróttur R.-KA 1-0 Hjörvar Hermannsson. ÍR-Grótta 0-0 STAÐAN ÍA 5 4 1 0 13-2 13 Haukar 5 3 1 1 8-4 10 Þróttur R. 5 3 1 1 7-4 10 Selfoss 5 2 1 2 11-8 7 KA 5 2 1 2 7-6 7 Fjölnir 5 2 1 2 8-8 7 ÍR 5 2 1 2 6-9 7 Grótta 5 1 3 1 3-5 6 BÍ/Bolungarvík 5 2 0 3 6-11 6 Leiknir R. 5 0 4 1 3-5 4 Víkingur Ó. 5 0 3 2 3- 6 3 HK 5 0 1 4 7-14 1 Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Strákarnir okkar eru úti í Lettlandi þar sem þeir mæta heimamönnum klukkan 16.35 í dag að íslenskum tíma í næst- síðasta leik sínum í undankeppni EM. Íslenska liðið þarf að vinna tvo síðustu leiki sína og treysta á hagstæð úrslit til þess að komast í úrslitakeppina sem fer fram í Serbíu í janúar 2012. Austurríki og Þýskaland geta tryggt sér farseðilinn til Serbíu í dag en liðin eru í baráttu við Ísland um tvö efstu sæti riðilsins sem skila sæti í úrslitakeppninni. Austurríki er með 7 stig, Þjóð- verjar hafa 5 stig og Ísland er með 4 stig. Austurríkismenn komast til Serbíu vinni þeir Þýskaland í dag. Íslenska liðið er úr leik tap- ist Lettaleikurinn og Þjóðverj- ar ná í stig eða að íslenska liðið nái aðeins jafntefli og Þjóð- verjar vinni Austurríki. Ísland vann nauman 28-26 sigur í fyrri leiknum á móti Lettum í Höllinni. Þjóðverjar eiga síðan eftir leik á móti Lettum á heimavelli á sama tíma og Austurríkismenn mæta í Laugardalshöllina. - óój Undank. EM í handbolta: Verða að vinna Lettana í dag ARON PÁLMARSSON Er meiddur og verður ekki með í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson er ekki 22 manna landsliðshópi Peters Öqvist fyrir Norðurlandamótið í Sundsvall í sumar. Magnús Þór hefur verið fyrirliði liðsins í sex ár og hefur ekki misst úr lands- leik síðan árið 2002. Fimm nýliðar eru í hópnum: Emil Jóhannsson, Guðmundur Jónsson, Jón Orri Kristjánsson, Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Ólafsson. Allan hópinn má sjá á Vísi.is. - óój Peter Öqvist velur landsliðið: Fyrirliðinn ekki valinn í hópinn HANNES HETJA KR-INGA Hannes Þór Halldórsson fór á kostum í marki KR í gær er liðið vann sinn fyrsta leik á heimavelli gegn FH síðan 2003. Það fellur allt með KR-ingum þessa dag- ana og þeir fara í EM-fríið á toppnum. MAÐUR LEIKSINS Hannes Þór Halldórsson varði frábærlega í leiknum í gær og hér hefur hann handsamað boltann einu sinni sem oftar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Þór og Fram enduðu bæði þriggja leikja taphrinur sínar í Pepsi-deild karla í gærkvöldi, Þór með því að vinna óvæntan 2-1 sigur á sjóðheitu Eyjaliði og Framarar með því að taka stig af Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavoginum. Þ ór s a r a r u n nu f y r s t a heimaleikinn sinn þegar lánlausir Eyjamenn komu í heimsókn. 2-1 sigur Þorpara sýndi karakter Þórsliðsins. David Disztl skoraði gott skallamark og Sveinn Elías Jónsson kom Þór í 2-0. Ian Jeffs minnkaði muninn af stuttu færi fyrir ÍBV. Það lá gríðarlega á Þór í seinni hálfleik en Srjdan Rajkovic var maðurinn á bak við sigurinn. Markmaðurinn varði virkilega vel, nokkur dauðafæri auk þess sem hann greip vel inn í fjöldamarg- ar hornspyrnur ÍBV. Þór bjarg- aði einnig á línu en ÍBV var fyrir- munað að skora þrátt fyrir nokkur dauðafæri. Þórsarar börðust vel fyrir sigr- inum og uppskáru ríkulega. „Við höfum talað upp heimavöllinn og það er ánægjulegt að standa undir því,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálf- ari Þórs. „Auðvitað vorum við heppn- ir, það lá gríð- arlega mikið á okkur en mér er alveg sama, stigin þrjú gilda.“ Tryggvi Guðmundsson hrósaði Þórsliðinu í hástert. „Þeir tóku okkur bara á baráttunni. Við fengum færi til að vinna leikinn og áttum að skora fleiri mörk en eitt, alveg klárlega. Stundum er þetta svona,“ sagði Tryggvi. Breiða- blik og Fram ski ldu jöfn á Kópavogs- v e l l i 1 -1 . Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik en Fram jafn- aði metin korteri fyrri leikslok og þrátt fyrir mjög fjörugar og opnar lokamínútur urðu mörkin ekki fleiri og sanngjarnt jafntefli stað- reynd. „Við tökum stigið sátt- ir en þau hefða getað og mátt vera þrjú í dag. Þeir fá kannski færi líka til að klára þetta þann- ig að ég held að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði Jón Guðni Fjóluson sem var mögulega að leika sinn síðasta leik fyrir Fram. „Ég veit það ekki endanlega, það er eitthvað sem liðin ráða og ég geri bara eins og mér er sagt,“ sagði Jón Guðni aðspurður hvort hann hefði verið að leika kveðju- leik sinn fyrir félagið. Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var ekki sáttur við spilamennsku síns liðs. Ég sætti mig við stigið en ég er ekki sáttur við frammistöðu okkar í leiknum. Mér fannst við ekki gefa nægi- lega mikið í þegar við vorum með forystuna í leiknum. Við náum ekki að setja annað mark til að láta þá koðna. Á meðan stað- an var 1-0 var von fyrir þá og í seinni hálfleik vorum við í fyrsta gír,“ sagði Ólafur. - hþh, gmi Þórsarar unnu Eyjamenn 2-1 fyrir norðan og Fram tók stig af Íslandsmeisturum Blika í Kópavoginum: Langþráð stig í húsi hjá báðum botnliðunum SRDJAN RAJKOVIC Átti mjög góðan leik í marki Þórsara í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.