Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 18
18 10. júní 2011 FÖSTUDAGUR Það var athyglisvert að fylgjast í návígi með umræðum í Nor- egi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild að Evrópusambandinu (ESB), sem fram fór 28. nóvember 1994. Formaður norska Miðflokks- ins, Senterpartiet, Anne Enger Lahnstein var í fararbroddi and- stæðinga aðildar. Miðflokknum svipar um sumt til íslenska Fram- sóknarflokksins, enda þótt ekki sé vitað til að sá flokkur eigi sér nokk- ur pólitísk alsystkin í veröldinni. Umræðan í Noregi var mjög á nótum tilfinninga og þjóðernis, fremur en rætt væri um beina kosti og ókosti aðildar. Formaður Mið- flokksins nefndi ævinlega þrennt á fyrstu hálfu mínútunni eða svo í sjónvarps- og útvarpsviðtölum. Hún talaði um sjálfsákvörðunar- rétt (selvråderett), fullveldi (suvæ- renitet) og sambandið (Union en). Í hugum margra Norðmanna vekur orðið ,,unionen“ sem notað var um konungssamband Noregs og Sví- þjóðar fram til 1905 upp afar nei- kvæðar tilfinningar. En þá lá við að borgarastyrjöld brytist út milli landanna áður en Norðmenn hlutu fullt og endanlegt sjálfstæði 1905. Þessa plötu spilaði formaður Mið- flokksins dag eftir dag og átti áreiðanlega ríkan þátt í því að í atkvæðagreiðslunni sögðu 52,2% nei en 47,8% já. Umræðan risti í rauninni aldrei mjög djúpt, þegar slagorð af þessu tagi réðu ferðinni. Hér á landi er mikilvægt að umræðan um væntanleg samnings- drög um aðild Íslands að þessum samtökum Evrópuþjóðanna verði hófstillt, menn haldi sig við rök, forðist róg og beiti ekki innantóm- um slagorðum. Tali til dæmis ekki um hugtakið fullveldi eins og enn sé árið 1918, en ekki 2011. Umræð- an verður að taka mið af veröld sem er, ekki veröld sem var og hún má ekki byggjast á innihaldslaus- um upphrópunum. Það veldur áhyggjum í hvaða farveg andstæðingar ESB aðild- ar eru að beina umræðunni. Þeir sækja sér í vaxandi mæli slagorð til Hitlers tímans og nasista. Það hlýtur að vera merki um rökþrot og að menn eru ekki vandir að með- ulum. Þetta er slæmt, að ekki sé meira sagt. Skulu nú nefnd nokkur nýleg dæmi þessu til staðfestingar. Á vefsíðu Heimssýnar, málgagns ESB andstæðinga var sagt: ,, Deil- an um Icesave dregur fram að á bakvið hannaðan pólitískan veru- leika eru grjótharðir hagsmun- ir Evrópuríkja, sem munu bryðja íslenska hagsmuni mélinu smærra ef helför Jóhönnustjórnarinnar með lýðveldið til Brussel verður ekki stöðvuð í tíma.“ Öll þekkjum við merkingu orðsins helför, sem notað var um útrýmingarherferð Hitlers og félaga gegn gyðingum. Er þetta sæmandi orðanotkun? Styrmir Gunnarsson fyrrum rit- stjóri, einn harðasti andstæðing- ur ESB aðildar hér á landi, leit- aði nýlega fanga í orðaforða þýska hersins er hann sagði: „Hin ástæð- an fyrir þögn aðildarsinna er sú, að þeir eru bersýnilega sáttir við að Evrópusambandið sjái um þessa baráttu fyrir þá, ESB sjálft og bandamenn þess í íslenzka utan- ríkisráðuneytinu. Þeir treysta á það að ,,skriðdrekar“ ESB í Brussel ryðjist yfir allt án nokkurrar mót- spyrnu og leggi Ísland undir sig á skömmum tíma. Þeir sjá fyrir sér eins konar ,,blitzkrieg“ af hálfu ESB á Íslandi. Þá er rétt að rifja upp, að þótt stundum hafi stundarsigrar unn- izt með þeim hætti hafa þeir hinir sömu tapað að lokum.“ Þeir sem eru eldri en tvævet- ur í pólitík muna hvernig vopnin snerust í höndum Morgunblaðsins fyrir vetrarkosningarnar sem svo voru kallaðar 1979, þegar blaðið birti með stríðsletri að nú ætti að hefja leiftursókn gegn verðbólgu. Andstæðingar blaðsins og flokks- ins kölluðu þetta leiftursókn gegn lífskjörunum og þar með var slag- orðið dautt. Ögmundur Jónasson, innanrík- isráðherra og harður andstæðing- ur aðildar Íslands að ESB, talar í grein í Morgunblaðinu 6. ágúst um ,,lífsrými“. Hann vitnar í grein eftir talsmann ESB og segir að þar vanti bara kröfuna um „lífsrými“ (Lebensraum). Ögmundur segir herskáa Evrópusinna líta hýru auga til Festung Island. Lebens- raum og Festung Norwegen (sem Þjóðverjar notuðu óspart eftir her- nám Noregs) eru kunn hugtök úr orðabúri nasista á Hitlerstímanum. Um hvað er ráðherrann að dylgja? Hugtökum á borð við „blitzkrieg“, lífsrými og helför er ofaukið í umræðunni og ekki þeim til sóma sem þau nota. Þeir sem svona tala og svona skrifa eru í raun að segja skil- ið við umræðuna eða „skrifa sig út úr umræðunni“ eins og Björn Bjarnason sagði svo prýðilega af skyldu tilefni í Silfri Egils 3. febrúar 2008. Þar sagði Björn orð- rétt: „… Sigurður Líndal skrifaði þannig um þetta að hann skrifaði sig út úr umræðunni með því að fara að líkja gjörðum Árna Mathie- sens við nasisma. Það var verið að víkja þingmanni á Evrópuþinginu, Daniel Hannan, úr EPP eða hægri flokknum, þingflokknum á Evrópu- þinginu, af því að hann í þingræðu fór að vísa til þess að þingflokks- forsetinn væri að beita einhverjum nasískum aðferðum. Af því að það er nefnilega staðreynd að þegar menn fara út í þann forarpytt að líkja andstæðingum sínum við nas- ista þá eru þeir komnir út af borð- inu, þá er þeim vikið úr þingflokk- um og þá er eiginlega ekki hægt að ræða sjónarmið þeirra leng- ur. Þetta gerði Sigurður Líndal í Fréttablaðinu.“ Sá sem þessar línur skrifar gerir þessi orð Björns Bjarnasonar að sínum og biður andstæðinga ESB aðildar þess lengstra orða að hlífa þjóðinni við þessum nasistalíking- um. Þeir eiga að nota rök, en ekki róg og dylgjur. Það veldur áhyggjum í hvaða farveg andstæðingar ESB aðildar eru að beina umræðunni. Ég legg alltaf við hlustir þegar varað er við bannáráttunni, enda tel ég að helst allt sem ekki skaðar aðra eigi að vera leyfilegt. Þess vegna las ég af athygli grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu um boð og bönn – og áfengisauglýsingar. Ég hef jafn- framt lesið margar greinar hans um ágæti Evrópusambandsins, en þar er ég honum sjaldnast sammála. Ein megin ástæðan fyrir and- stöðu minni við inngöngu Íslend- inga í Evrópusambandið er einmitt sú, að ég vil ekki stíga inn í það miðstýrða reglugerðarvirki frek- ar en við þegar höfum gert með aðild að EES og þeim boðum og bönnum sem því samkomulagi fylgja. Þykir mér nóg um vistina þar. Virðum lýðræðislega niðurstöðu Við sem hér búum mynd- um eflaust af fúsum og frjálsum vilja gera sumt af því sem ESB fyrir- skipar. En við viljum ráða okkar örlögum sjálf eins og framast er kost- ur; gera upp málin í nær- umhverfinu og komast þar að lýðræðislegri nið- urstöðu. Einmitt þarna liggur veikleiki Evrópu- sambandsins. Það er stórt og miðstýrt og setur strangar ófrávíkjanlegar reglur um flest sem snýr að markaðsmálum. Þegar lýðræðis- legur vilji stangast á við þessi lög- mál verður hann að víkja. Um þetta höfum við ótal dæmi. Allt þetta hef ég margoft rætt og meðal annars átt orðastað við Guð- mund Andra á síðum þessa blaðs þar sem ég hef vakið sérstaka athygli á afstöðu minni til miðstýr- ingar og valdboðs annars vegar og lýðræðis hins vegar. Nú bregður svo við að undirritaður, sem taldi sig andstæðing bannstefnunnar, er sagður vera sjálfur merkisberi hennar. Hann er semsagt „bann- maður“ og bannfærður sem slík- ur: „Ögmundur er bannmaður … kannski að hann sé að hugsa um að banna aftur bjórinn? Kannski að stjórnin sé að gæla við þær hug- myndir að láta læknana skrifa út lyfseðla fyrir áfengi?“ Guðmundur Andri og fordómarnir Þetta er óneitanlega sérstök nálg- un í rökræðu en vissulega í ætt við þá tilhneigingu að alhæfa um skoð- anir fólks í fordæmingaskyni, en sú tilhneiging hefur ekki síst verið ríkjandi í umræðu um Evrópumál. Þannig verða til ákveðnar form- úleringar í texta. Fyrst er heimur- inn smættaður niður í Íslendinga annars vegar og Útlendinga hins vegar. Síðan er farið að lýsa pers- ónueinkennum Íslendinga, stundum uppnefnd þjóðarsálfræði. Útlend- ingum er þá lýst sem þjóðflokki sem er ólíkur Íslendingum. Þannig eiga Kínverjar, Indverjar, Banda- ríkjamenn og allir hinir Útlend- ingarnir það sameiginlegt að vera ólíkir Íslendingum. Þó telja ýmsir að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu. En auð- vitað er þetta ósköp þægileg form- úla. Hún er að vísu eins forheimsk- andi og flestar skilgreiningar sem byggja á einnar breytu jöfnum. En fyrir þá sem byggja alla sína texta á því að velta fyrir sér hvort ekki sé best að haska sér í ESB, þá er eigin- lega ekki pláss fyrir blæbrigði. Ekki frekar en tölvan sem les bara einn eða núll, já eða nei, svart eða hvítt. Það sem Guðmund- ur Andri hefur umfram flesta þjóðarsálfræð- inga er að geta yfirfært almenna fordóma sína yfir á fleiri en eitt svið. Í samræmi við það verð ég auðveldlega afgreidd- ur sem bannmaður. Guð- mundur Andri er þá væntanlega ekki-bann- maður. Ísland er bann- land og Útlönd eru ekki- bannlönd. Keyptum áróðri settar skorður Í þágu stílbragðs og áróðurs snýr Guðmund- ur Andri út úr frum- varpi, sem gengur út á að styrkja löggjöf um bann við áfengisauglýs- ingum, með því að flétta það saman við allt ann- ars konar þingsályktunartillögu um herta baráttu gegn reykingum. Það gerir mig að bannmanni að vilja ekki að áfengissalar geti keypt pláss í fjölmiðlum til að hafa í frammi áróður fyrir áfengi. Þetta er ekki nýtt viðhorf. Áfengisaug- lýsingar hafa aldrei verið leyfðar á Íslandi. Auglýsendur hafa hins vegar getað skriðið í gegnum göt í lögunum og þannig virt anda þeirra að vettugi. Búnar hafa verið til létt- ölstegundir gagngert til að auglýsa áfenga framleiðslu. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki. Það er ekki fyrr en nú, að hillir undir að tekið verði á lögbrotum þeirra, að framleiðend- ur og auglýsendur tala um mikil- vægi samkomulags. Foreldrasam- tök gegn áfengisauglýsingum eru á sama máli og ég. Þau telja áfeng- issala ganga á frelsi sitt og barna sinna. Frelsi eins getur þannig verið ofríki gagnvart öðrum. Þannig er heimurinn. Ekki svarthvítur eins og skilja mætti af skrifum Guðmund- ar Andra Thorssonar. En ég veit að hugsun hans getur náð lengra, þótt svo hafi ekki verið í þessum skrifum. Um bönn og bannfæringu Rök en ekki róg og dylgjur ESB-aðild Eiður Svanberg Guðnason fyrrverandi sendiherra Boð og bönn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Nú bregður svo við að undirritaður, sem taldi sig andstæðing bann- stefnunnar, er sagður vera sjálfur merkisberi hennar. ÚR ERLENDUM LEIÐURUM Þrýsta þarf á konungdæmið í Sádi-Arabíu Sádi-arabískar konur eru ekki bara án kosningaréttar. Þeim er einnig bannað að aka bíl og vera á ferð utanhúss án karlkyns fylgdarmanns. Akstursbannið virðist æ fáránlegra í samfélagi þar sem aukinn fjöldi kvenna menntar sig og starfar utan heimilis. Þess vegna gera sádi-arabískar konur uppreisn með því að taka sjálfar sig upp á myndband þegar þær aka bíl. Myndskeiðin setja þær síðan á netið. Það er augljóst að breytingin – ef einhver verður – kemur að neðan. hbl.fi /opinion/ledare Úr leiðara Huvfudsstadsbladet Látið dómstólana tala Hvað er verst? Að vera nauðgað heima hjá sér af fyrrverandi eiginmanni, af manneskju sem maður hefur drukkið með á bar eða af algjörlega ókunn- ugum manni á dimmum stíg? Það er ekki hægt að svara þessari spurningu en stjórnmálamennirnir í Christiansborg hafa sent bæði gerendum og fórnarlömbum þau skilaboð að það sé alvarlegri glæpur að nauðga ókunnugri manneskju, heldur en þeirri sem maður þekkir meira eða minna. www.kristeligt-dagblad.dk Úr leiðara Kristeligt Dagblad Stilling hf. | Sími 520 8000 www.stilling.is | stilling@stilling.is Sjá nánar á: stil l ing.is/hjolafestingar ÞÚ SPARAR 2.595 TILBOÐ 11.400 VERÐ ÁÐUR 13.995 AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Hjólafestingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.