Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 10. júní 2011 29 Benny Medina, umboðsmaður söng-og leikkonunnar Jennifer Lopez, vísar því á bug að honum og bílstjóra Lopez hafi sinn- ast með þeim afleiðingum að bílstjórinn hafi sagt upp og strunsað í burtu. Sjónar- vottar sáu Med- ina og bílstjór- ann hnakkrífast og setti rifrildið nokkuð ljótan blett á kvöldið, samkvæmt banda- ríska blaðinu New York Post. Atburðurinn á að hafa átt sér stað þegar Lopez mætti ásamt manni sínum og systur og áður- nefndum umboðsmanni á góð- gerðarsamkomu í New York. „Allt gekk mjög vel, kvöldið var mjög jákvætt og það safnaðist mjög mikið af peningum,“ segir Medina í samtali við slúðursíðu New York Post, PageSix. Engin fýla hjá Lopez Cheryl Cole hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og hyggst selja marga af sínum frægustu kjólum á upp- boði til styrktar góðu mál- efni. Cole, sem hefur verið á milli tannanna á fólki í Bretlandi eftir brott- reksturinn úr amer- íska X-Factor, hefur gefið tuttugu kjóla, en andvirðið rennur í sjóð góðgerðarsam- taka sem bera nafn hennar. „Ég veit að svona uppboð á kjólum á eftir að safna heilum hell- ing af peningum sem hægt er að nota til góðra verka en ég er líka heppin að eiga marga flotta kjóla sem eiga eftir að nýtast einhverjum öðrum.“ Meðal þeirra eru kjól- ar frá Herve Leger og Roberto Cavalli auk kjóls úr fatalínu Siennu Miller. Cole selur kjólana GEFUR AF SÉR Cheryl Cole hyggst selja tuttugu kjóla til styrktar góðu málefni. Kjólar frá Herve Leger og Roberto Cavalli verða til sölu. Það fór um marga aðdáendur Josh Groban þegar hann frestaði tónleikum sínum í Suður-Kar- ólínu á þriðjudag. Í ljós kom að Groban hafði fengið heiftar- lega matareitr- un en söngv- arinn sýndi af sér fádæma hörku og mætti strax aftur til leiks degi seinna í Duluth í Georgiu. Groban, sem hefur haldið tónleika hér á Íslandi, upplýsti áhorfendur í Duluth um að hans hefðu beðið handskrifuð skilaboð frá bandarísku súperstjörnunni Katy Perry inni í búningsher- bergi í Duluth. Perry hafði verið að spila á sama stað kvöldið áður. Groban birti mynd af skilaboð- unum, sem voru frekar einföld: „Hæ J.G. Gangi þér vel. K.P.“ Allt í lagi með Groban Paris Hilton hefur skamm- að stjórnendur umræðuþáttar- ins The View fyrir að vera illa undirbúnir. Hilton mætti í þátt- inn nýverið til að kynna nýjasta raunveruleikaþáttinn sinn, The World According to Paris, og er óhætt að fullyrða að hún hafi fengið óblíðar viðtökur. Whoopi Goldberg sagði þáttinn vera yfir- borðskenndan og hin goðsagna- kennda Barbara Walters hellti sér yfir Hilton fyrir að fara niðrandi orðum um þá samfélagsþjónustu sem hún þurfti að sinna árið 2010. Bandarískir fjölmiðlar gerðu því síðan skóna að Hilton hefði nánast fengið taugaáfall eftir þáttinn og hefði ausið úr skálum reiði sinnar yfir framleiðend- urna. Hún vísar því hins vegar á bug í samtali við E!. „Ég hef þekkt Walters í mörg ár og ég virði hana sem blaðakonu. Hún verður auðvitað að spyrja sinna spurninga en hún hefði átt að horfa á þáttinn. Þær höfðu bara séð eina klippu, þar sem ég kvarta vissulega yfir samfélags- þjónustunni. En ég var líka bara að segja sannleikann. Það var hins vegar engin uppákoma eftir þáttinn, þær fréttir eru algjörlega úr lausu lofti gripnar.“ Hilton skammar The View REIÐ Hilton er ósátt við stjórnendur The View og segir þá ekki hafa kynnt sér nýjasta þáttinn hennar. JOSH GROBAN JENNIFER LOPEZ BS nám í náttúrufræði og skógfræði/ landgræðslu Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um BS nám í náttúrufræði annars vegar og skógfræði/ landgræðslu hins vegar. Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands. www.lbhi.is Umsóknarfrestur er til 15. júní bmvalla.is BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð! Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is Opið mánud.-föstud. 8-17 Terra nýr valkostur fyrir veröndina Terra er nýtt og fallegt verandarefni úr slípuðum hellum sem fæst í hvítu, gráu og svörtu. Terra er hagkvæm og endingargóð lausn á veröndina, laus við umstang og viðhald sem fylgir hefðbundnum pallaefnum. Ekki eyða sumarfríinu í viðhald. Komdu á sýningarsvæði okkar í Fornalundi og skoðaðu Terra-hellurnar eða hafðu samband við söludeildir okkar. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 11 16 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.