Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 50

Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 50
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR34 FÓTBOLTI Blikinn Kristinn Stein- dórsson er markahæsti leik- maður Pepsi-deildar karla þegar deildin fer í EM-fríið en hann skoraði sitt sjötta mark í sjö umferðum í 1-1 jafntefli á móti Blikum í fyrrakvöld. Það vekur athygli að Kristinn hefur skorað öll mörkin sín í sumar á Kópavogsvellinum þar sem hann vinnur einmitt dags daglega. Kristinn hefur verið á markaskónum í öllum fjórum heimaleikjum Blika en hann hefur ekki enn náð að skora í útileikjum liðsins sem eru nú orðnir þrír talsins. Þetta er mikil breyting frá því í fyrra þegar hann skoraði 8 af 12 mörkum sínum utan Kópavogs. Kristinn er því þegar búinn að gera betur en í fyrra þegar hann skoraði 4 mörk í 11 leikjum Blika á Kópavogsvelli. - óój Blikinn Kristinn Steindórsson: Markheppinn á vinnustaðnum FÓTBOLTI FH-ingar töpuðu 0-2 á KR- vellinum á þriðjudagskvöldið og hafa því aðeins náð í 8 af 18 mögu- legum stigum í fyrstu sex leikjum sínum í sumar. Þetta er því annað árið í röð sem FH tapar tíu stigum í fyrstu sex leikjum sínum en í fyrra var það dýrkeypt fyrir lærisveina Heimis Guðjónssonar sem töpuðu titlinum á markatölu síðasta haust. FH-ingar höfðu til samanburð- ar aðeins tapað samtals 9 stigum og náð í 81 stig af 90 mögulegum í fyrstu sex leikjunum sínum á árun- um 2005 til 2009. - óój FH í fyrstu sex leikjunum: Tíu töpuð stig tvö ár í röð KRISTINN STEINDÓRSSON Markahæstur í Pepsi-deild karla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lið 7. umferðarinnar Fréttablaðið hefur valið eftirtalda leikmenn í lið umferðarinnar sem að þessu sinni spilar leikkerfið 4-4-2. Lið 7. umferðar:* Hannes Þór Halldórsson KR Gísli Páll Helgason Þór Ak. Grétar Sigfinnur Sigurðarson KR Jón Guðni Fjóluson Fram Guðmundur Reynir Gunnarsson KR Andrés Már Jóhannesson Fylkir Daníel Laxdal Stjarnan Ásgeir Börkur Ásgeirsson Fylkir Gunnar Már Guðmundsson Þór Ak. Ingimundur Níels Óskarsson Fylkir Kjartan Henry Finnbogason KR * Leikur Keflavíkur og Vals er ekki með þar sem hann fer ekki fram fyrr en í lok júlí. FÓTBOLTI Hannes Þór steig sín fyrstu skref á knattspyrnuvellin- um í svörtum og hvítum búningi KR. Hann hefur komið víða við síðan en segist að hluta líða eins og hann sé kominn aftur heim. „Að vissu leyti. Ég byrjaði að æfa fótbolta í Vesturbænum. Ég var mikill KR-ingur á yngri árum og fór á völlinn fram á unglings- aldur. Það er sérstök tilfinning að vera kominn aftur á KR-völl- inn og spila reglulega. Litli KR- ingurinn í mér hatar það ekki. Það er mjög ánægjuleg tilfinning að spila fyrir KR. Tilfinning sem ég stefndi á að upplifa.“ Hannes Þór kom til liðs við KR frá Fram fyrir tímabilið og hefur þótt standa sig vel. Hann segist vita af pressunni sem fylgi því að standa á milli stanganna hjá KR en hann hugsi ekki um hana. „Á mínum tíma hjá Fram gekk ég í gegnum alls konar tíma. Upp og niður, hóla og hæðir. Ég þekki að það getur gengið á ýmsu. Ég er vel undirbúinn í dag og læt það ekki á mig fá þó að eitthvað sé ekki eins og maður vill hafa það. Ég held ég hafi náð að bægja pressunni í Vesturbænum ágæt- lega frá mér. Ég einbeiti mér bara að því að spila. Það hefur gengið vel til hingað til en það er ekkert í hendi. “ KR hefur farið vel af stað á tímabilinu og er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinn- ar. Hannes segir leikinn gegn FH hafa verið ákveðið próf fyrir liðið. „Þetta var stærsti leikur ársins hingað til og við stóðumst prófið. Það gekk þó erfiðlega að landa þessu. Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik sem ég held að hafi verið okkar lélegasti hálfleikur í sumar. FH-ingar pressuðu okkur og létu okkur finna fyrir því en þrátt fyrir allt vorum við þéttir varnarlega. Eftir vítið kviknaði í liðinu. Við vorum skeinuhætt- ir fram á við, gáfum ekki færi á okkur og vorum mjög sannfær- andi.“ Vítaspyrnuvarsla Hannesar Þórs frá Matthíasi Vilhjálmssyni hefur ekki farið framhjá nein- um. Áttunda árið í röð stefndi allt í FH sigur í Vesturbænum þegar Matthías steig á punktinn en Hannes Þór las spyrnu Matth- íasar. Hann þakkar varamark- verðinum Atla Jónasar fyrir góð ráð. „Atli vissi nákvæmlega hvað myndi gerast ef Matti tæki víti. Hann útskýrði það fyrir mér í smáatriðum. Ég fylgdi því bara og mætti honum í hornið. Ég gef honum þakkir fyrir það. “ Þrátt fyrir flotta frammistöðu hjá Hannesi Þór í fyrstu lotu tíma- bilsins segist hann aldrei fullkom- lega sáttur við frammistöðu sína. „Það kemur eitthvað upp í hverjum leik sem maður er ósátt- ur við. Mér fannst ég ekki vera að verja nógu mikið í fyrstu leikjun- um. Þótt mörkin væru ekki skrif- uð á mig hefði ég viljað taka meira í stöðunni maður gegn manni. Heilt yfir hef ég verið ánægður en það hefur reyndar ekki verið mikið að gera í fyrstu leikjunum. Það lítur oft út fyrir að maður sé ekki að gera neitt þó svo að það sé fullt af atriðum sem þurfa að vera í lagi. Ef maður hittir ekki sendingu til baka eða tekur ekki auðvelda fyrirgjöf endar boltinn inni. Maður þarf að gera einföldu hlutina líka og skila þeim. Það eru ekki bara skotin sem maður ver. En það er erfitt að líta vel út í markinu ef vörnin er götótt og við vinnum þetta saman. “ Þriggja vikna hlé hefur verið gert á Íslandsmótinu vegna þátt- töku U-21 landsliðs Íslands á Evr- ópumótinu í Danmörku. „Þetta er bara skemmtileg til- breyting að fá svona sumarfrí. Maður veit ekki hvernig maður á að snúa sér í þessu. Maður reynir bara að slaka á þrátt fyrir sólar- leysið. Svo þurfum við að halda einbeitingu, megum ekki tapa okkur í gleðinni þó að það sé gaman á toppnum. Við verðum að mæta á æfingu á mánudaginn og gíra okkur upp í næsta leik.“ - ktd VIÐ STÓÐUMST PRÓFIÐ Hannes Þór Halldórsson var besti leikmaður 7. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti frábæran leik þegar KR-liðið vann 2-0 sigur á FH-ingum. Hannes Þór segir ánægjulega tilfinningu að spila fyrir KR. FAGNAR SIGRI MEÐ FÉLÖGUNUM Í KR Hannes Þór Halldórsson sést hér fagna eftir sigurleik á móti Stjörnunni í bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hannes búinn að verja víti fimm ár í röð Gengi Hannesar í vítum í úrvalsdeildinni: 2011 KR 1 af 2, 50% 2010 Fram 1 af 3, 33% 2009 Fram 1 af 5, 20% 2008 Fram 1 af 2, 50% 2007 Fram 1 af 4, 25% Samtals: 5 víti varin af 16, 31% FÓTBOLTI KR-ingar hafa byrjað frábærlega í Pepsi-deild karla og verða með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar í EM-fríinu. KR-ingar hafa fengið 11 stigum meira en á sama tíma síðasta sumar og það þarf að fara alla leið til ársins 1996 til að finna betri byrjun hjá Vesturbæjarliðinu. - óój KR-ingar byrja vel í sumar: Með 11 stigum meira en í fyrra FRÁBÆR BYRJUN KR-ingar hafa fagnað mörgum sigrum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mörk Kristins Steindórs Sumarið 2011 Leikir/Mörk: 7/6 Heima-Úti: 6-0 Sumarið 2010 Leikir/Mörk: 22/12 Heima-Úti: 4-8 Töpuð stig hjá FH í fyrstu sex leikjunum 2011 10 stig Óklárað 2010 10 stig 2. sæti 2009 3 stig Íslandsmeistari 2008 2 stig Íslandsmeistari 2007 2 stig 2. sæti 2006 2 stig Íslandsmeistari 2005 0 stig Íslandsmeistari 2004 9 stig Íslandsmeistari Flest stig KR í fyrstu 7 leikjunum frá 1996: 1996 19 stig (Mt.: 22-5) 2011 17 stig (14-6) 1999* 14 stig (14-6) 2009 14 stig (14-6) 2000* 14 stig (10-6) 2002* 13 stig (9-7) * KR varð Íslandsmeistari þetta sumar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.