Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011
Þriðjudagur
skoðun 12
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Allt
14. júní 2011
136. tölublað 11. árgangur
Guðinn sem brást
Nú geisar orrustan um
söguna. Hvernig hrunið skal
túlkað, skrifar Guðmundur
Andri Thorsson.
umræða 13
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
2
Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun í
læknadeild Háskóla Íslands fara fram í dag og á morg-
un. Nærri 400 manns þreyta prófið sem er mesti
fjöldi frá upphafi en þetta er í níunda sinn sem inn-
tökuprófið er haldið.
V ið viljum fá til okkar sem flesta fót-boltakrakka, bæði stráka og stelpur, á aldrinum 13 til 17 ára,“ segir Mar-grét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu. Hún, ásamt einkaþjálfaranum Silju Úlfarsdóttur, byrjar með afreksskóla í Sporthúsinu þann 20. júní. „Mikill hugur er í krökkum í dag. Margir vilja ná langt og verða jafnvel atvinnumenn. Við viljum hjálpa þeim að ná sem lengst,“ segir hún.
Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona og Silja Úlfarsdóttir einkaþjálfari opna afreksskóla
Huga að
heildinni
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál
Opnunartími:mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 LOKAÐ LAUGAR
ÚTSALA
MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUMFATNAÐI FYRIR 17. JÚNÍ
VOR OG SUMARLISITI
2011
Skemmtilegur ferðafélagi
viðarparket
Verðdæmi:
Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
w w w. f o r l a g i d . i s
NÝ
KILJA
Skáldverk og ljóð 01.06.-07.06.11
FÓLK „Ég þurfti að vinna á móti
ákveðnu hugtaki sem nú er orðið
þekkt í samfélaginu og kallast
Gnarrismi. Það fannst mér mjög
óréttlátt því ekkert sem ég sagði
eða gerði í kosningabaráttunni var
tengt því sem hann gerði,“ segir
Haraldur Freyr Gíslason Polla-
pönkari og nýkjörinn formaður
Félags leikskólakennara, um við-
brögð við framboði sínu.
Haraldur tekur starfið með
trompi og nú fer fram atkvæða-
greiðsla um boðun verkfalls leik-
skólakennara sem kemur til fram-
kvæmda 22. ágúst. „Ég fyrirgerði
ekki rétti mínum til að berjast
fyrir bættum kjörum, þótt ég hafi
ákveðið að mennta mig í þessu
fagi,“ segir Haraldur.
- fsb / sjá síðu 14
Nýr formaður leikskólakennara:
Sakaður um
Gnarrisma
HARALDUR FREYR GÍSLASON Polla-
pönkarinn er orðinn formaður Félags
leikskólakennara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÉTTIR TIL Í dag verður hæg
N-læg átt en hvassara á NV-landi.
Einhver væta NA-lands og á Vest-
fjörðum í dag. Von á skúrum SV-
lands seinni partinn.
VEÐUR 4
4
10
4
5
10
Vinnur með Nilla
Gísli Örn Garðarsson leikur
í stuttmynd netstjörnunnar
Nilla.
fólk 26
Verða að ná í stig í dag
Íslenska U21 landsliðið
spilar annan leikinn sinn á
EM þegar liðið mætir Sviss.
sport 22
ÁNÆGÐUR MEÐ FENGINN Mikill fjöldi fólks reyndi fyrir sér í veiði við Reynisvatn í gærdag og
fram á kvöld. Þrátt fyrir góðar aðstæður voru ekki allir eins heppnir og Tindur Ingólfsson, sjö ára veiðimaður, sem
fékk þennan myndarlega þriggja punda regnbogasilung. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
DANMÖRK Danskir háskólanemar
eyða einungis um 28,5 klukku-
stundum á viku í nám sitt. Það
kemur fram í niðurstöðu könnun-
ar við Árósaháskóla.
Alls tóku um 11 þúsund stúd-
entar þátt í könnuninni, en í sam-
anburði við könnun sem gerð var
árið 2008 virðast ungmennin nú
eyða hálfri klukkustund minna á
viku í fyrirlestra og undirbúning.
Þessi niðurstaða er áfall að sögn
talskonu samtaka atvinnulífsins í
Danmörku. Afleiðingarnar gætu
orðið þær að í framtíðinni muni
dönsk fyrirtæki frekar leita að
hæfu starfsfólki erlendis. - þj
Latir stúdentar í Danmörku:
Námið rúm-
lega hálf vinna
VEÐUR Veðurspár gera ráð fyrir
talsvert hlýrra veðri á Suðvestur-
landi á næstu dögum en annars
staðar á landinu. Hiti gæti farið
niður í þrjár gráður á Austur- og
Norðurlandi í vikunni.
„Það er gert ráð fyrir því að það
sé meira eða minna norðaustanátt,
svo sem ekkert mjög kalt loft,
en meðan það blæs af svölu haf-
inu fyrir norðan þá verður aldrei
neitt verulega hlýtt,“ segir Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Hann segir þó ekkert í umhverf-
inu benda til þess að hret sé yfir-
vofandi, þó líkur séu á að norðaust-
anáttin ríki fram að helgi.
„Þessi norðaustanátt er fremur
óhagstæð að sumarlagi. Bæði er
svalt loft oft vætusamt og sólar-
lítið.“ Þetta eigi sérstaklega við á
Norður- og Norðausturlandi. Þar
sé hitinn í ökkla eða eyra á þess-
um tíma sumars. Ef vindur sé af
landi og loft að sunnan sé miklu
hlýrra. „Hins vegar er þetta hag-
stæð vindátt á höfuðborgarsvæð-
inu, sem gefur bæði að það verði
léttskýjað og sól og ágætis hiti.“
- þeb
Norðaustanátt veldur kulda á Norður- og Norðausturlandi næstu daga:
Verður hlýjast á Suðvesturlandi
NEYTENDUR Framleiðendur ýmiss
konar neytendavöru á alþjóða-
markaði hafa undanfarin misseri
tekið á það ráð að minnka innihald
neytendapakkninga en halda verði
óbreyttu. Þetta kemur fram í frétt
breska ríkisútvarpsins BBC, en
fjölmargar vörur af þessu tagi eru
fluttar inn hingað til lands og hafa
því bein áhrif á íslenska neytendur.
Til dæmis nefnir BBC að sápu-
stykki hafi minnkað sem og sæl-
gætisstykki. Þannig hafi súkku-
laðistykki frá Cadbury‘s minnkað
um 20 grömm og Toblerone hafi
minnkað um einn þríhyrning.
Fyrirtækin bera við stórhækkuðu
hráefnisverði á heimsmörkuðum
og þetta sé eina leiðin til að forð-
ast hækkanir, en neytendafrömuðir
segja þetta fela í sér hækkun og sé
villandi fyrir almenning.
Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, segir í samtali við Frétta-
blaðið að þótt þess háttar mál hafi
ekki komið inn á borð samtakanna
nýlega, sé ástæða til þess að brýna
fyrir neytendum að fylgjast með
magneiningaverði.
„Þegar fólk er að bera saman
verð almennt, skiptir máli að bera
saman verð í samræmi við magn,
til dæmis lítraverð eða kílóverð
frekar en stykkjaverð.“
Finnur Geirsson, forstjóri sæl-
gætisgerðarinnar Nóa Siríus, segir
svona nokkuð ekki hafa viðgengist
hjá sínu fyrirtæki þó vissulega hafi
hráefni hækkað í verði. Framleið-
endur erlendis séu eflaust að bregð-
ast við þeirri þróun.
„Við höfum verið að samræma
okkar pakkningastærðir, en það
hefur verið til að auka hagkvæmni í
framleiðslu, en ekki verið í þeim til-
gangi að hækka útsöluverð miðað
við magn.“ - þj
Pakkningar minnka
en verð helst óbreytt
Víða erlendis hafa framleiðendur neytendavöru mætt hækkandi hráefnisverði
með því að minnka vöruna en halda verði óbreyttu. Neytendasamtökin hvetja
íslenska neytendur til að vera á varðbergi og fylgjast vel með magneiningaverði.