Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 4
14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 10.06.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,6298 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,43 114,97 186,28 187,18 165,35 166,27 22,168 22,298 21,048 21,172 18,201 18,307 1,4283 1,4367 183,35 184,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 23° 24° 18° 23° 21° 19° 19° 23° 21° 27° 20° 36° 17° 23° 19° 18°Á MORGUN Fremur hægur vindur en hvassara NV-lands 5 FIMMTUDAGUR Fremur hægur vindur en hvassara NV-lands 10 7 4 7 5 4 4 7 10 9 9 6 4 6 3 2 4 5 5 712 13 7 9 8 10 6 3 7 3 2 STUTT VINNUVIKA Fremur hægur vindur um mest allt land næstu daga en 8-13 m/s NV-lands. Hiti 4-13 stig í dag og á morgun en ætti að þokast örlítið upp á við á fi mmtudag. Rigning eða súld á köfl um víða, helst NA-til Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður VÍETNAM, AP Aukinn stirðleiki gæti hlaupið í samskipti Kína og Víetnams eftir að síðarnefnda ríkið stóð fyrir heræfingum á umdeildu hafsvæði í Suður-Kína- hafi í gær. Með æfingunum vöktu Víetnamar athygli á meintum brotum Kínverja á svæðinu. Þeir eru sakaðir um skemmd- arverk í sambandi við olíuleit Víetnama á svæðinu. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um málið, en í blaðagrein kínverska kommúnistaflokksins er minnt á þúsund ára yfiráð Kína yfir Víet- nam og þeir síðarnefndu beðnir að lesa sögubækurnar á ný. - þj Æfingar Víetnama á Kínahafi: Kínverjar ósáttir við heræfingar MÓTMÆLI Æfingar hersins koma í kjölfar almennra mótmæla gegn meintum yfir- gangi Kínverja á yfirráðasvæði Víetnama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND Hægt verður að bjarga meira en fjórum milljónum mannslífa á næstu fjórum árum með auknum fjárframlögum til bólusetninga. Tilkynnt var á ráðstefnu í Bret- landi í gær að 4,3 milljörðum Bandaríkjadala, tæplega fimm hundruð milljörðum íslenskra króna, verði varið í bólusetningar gegn sjúkdómum eins og lungna- bólgu og niðurgangi á næstu árum. Bretar ætla að eyða 1,3 milljarði í verkefnið og Bill Gates milljarði. Noregur, Bandaríkin, Ástralía og fleiri Evrópulönd hafa lofað framlögum. Gates sagði í gær að í fyrsta skipti í sögunni myndu börn í þróunarríkjum fá sömu bólusetn- ingar gegn þessum sjúkdómum og börn í ríkari löndum. - þeb Milljarðar í bólusetningar: Mun bjarga milljónum lífa SPÁNN Vefur spænsku ríkislög- reglunnar lá niðri í klukkutíma eftir árás tölvuhakkarahópsins Anonymous. Árás netþrjótanna kom í beinu framhaldi af hand- töku þriggja manna sem taldir eru vera höfuðpaurar hópsins. Yfirvöld á Spáni vilja ekki stað- festa að hópurinn Anonymous sé á bak við árásina en hópurinn sjálfur hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu þess efnis. Miklu efni var hlaðið niður á vefsíðuna sem gerði það að verkum að hún kikn- aði undir álaginu. Í yfirlýsingu frá tölvuhakkara- hópnum segir að árásin hafi verið friðsamleg mótmæli en hópurinn hefur áður gert árásir á vefsíður tyrkneskra yfirvalda til að mót- mæla ritskoðun á netinu. - áp Skipulögð árás netþrjóta: Vefur spænsku lögreglunnar hakkaður DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tveggja ára fangelsisdóm yfir rúmlega fertugri konu. Hún var einnig svipt ökurétti í tvö og hálft ár. Konan var sakfelld fyrir fjöl- mörg brot. Hún stal fjármunum, skartgripum, snyrtivörum, áfengi og matvælum úr verslunum. Hún sveik jafnframt út vörur og þjón- ustu með stolnu greiðslukorti. Konan játaði brot sín fyrir dómi og var það virt henni til refsimildunar. - jss Stal öllu sem hönd á festi: Í fangelsi og svipt ökuleyfi ÞJÓÐKIRKJAN Baldur Kristjáns- son, sóknarprestur í Ölfusi, tekur undir gagnrýni rannsóknarnefnd- ar kirkjuþings á gerðir hans, sem koma fram í skýrslunni um bisk- upsmálið. Þá segist hann sjá eftir að hafa ekki sjálfur haft samband við konurnar sem sökuðu biskup um kynferðisbrot. Í skýrslunni er meðal annars gerð athugasemd við þá ákvörðun Baldurs að sitja stjórnarfundi Prestafélags Íslands þegar ræddar voru ásakanir um kynferðisbrot Ólafs Skúlason- ar biskups, en Baldur var þá biskupsritari. Þar segir að „í ljósi trúnaðarsambands síns við biskup“ sé þess ekki að vænta að hann hafi getað litið óhlutdrægt á málið. Í yfirlýsingu frá Baldri í gær, gengst hann við mistökunum. „Þetta er alveg hárrétt athuga- semd“, segir Baldur þar og játar að hafa verið vanhæfur til að fjalla um málefni yfirmanns síns. „Ég hefði auðvitað átt að segja mig frá þessu strax. […] Þegar ég lít til baka yfir þetta tímabil sé ég eftir að hafa verið þarna og iðr- ast þess að hafa ekki einfaldlega sagt mig úr stjórn Prestafélagsins. Þarna var ég, í febrúar og mars 1996, einfaldlega of nálægur mál- inu og of háður biskupi og lögfræð- ingum hans.“ Baldur bætir því við að hann hafi sagt sig frá kirkjuþingi, sem hefst í dag, og segist telja að við- brögð þess við skýrslunni verði trúverðugri eftir því sem færri þátttakendur í atburðunum, sem skýrslan tekur til, taki þar þátt. Þess má geta að Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands, sem er í skýrslunni sagður hafa gert mis- tök í starfi, á sæti á kirkjuþingi og mun væntanlega tjá sig þar um niðurstöðu skýrslunnar. Í niðurlagi yfirlýsingarinnar ítrekar Baldur afsökunarbeiðni til kvennanna þriggja, sem sök- uðu Ólaf biskup um kynferðisbrot á sínum tíma. Í samtali við Fréttablaðið segir Baldur að hann hafi fljótlega áttað sig á vanhæfi sínu, sem og því að ásakanir kvennanna gegn biskupi gætu átt við rök að styðjast. Hann bætir við, aðspurður, að hann vonist til að þátttaka hans í stjórnarstörfum Prestafélagsins hafi ekki breytt gangi mála. En telur Baldur að hann hafi getað hagað sínum verkum á annan hátt en úr varð? „Ég sé eftir því að hafa ekki sjálfur haft samband við konurnar og kynnt mér þeirra mál betur, heldur látið mér nægja umsagnir annarra.“ Baldur segist að lokum ætla að bíða niðurstöðu kirkjuþings áður en hann tjáir sig frekar, en von- ast til að þar fari fram hreinskilið uppgjör. thorgils@frettabladid.is Baldur játar vanhæfi sitt í biskupsmálinu Séra Baldur Kristjánsson segist hafa verið vanhæfur í meðferð Prestafélagsins á biskupsmálinu. Iðrast að hafa ekki sagt sig úr stjórn Prestafélagsins. Trúði frásögnum kvennanna. Vonast eftir hreinskilnu uppgjöri á kirkjuþingi í dag. BALDUR KRISTJÁNSSON UPPGJÖR Á KIRKJUÞINGI Kirkjuþing kemur saman í Grensáskirkju í dag þar sem þessi mynd var tekin árið 2008. Á þinginu verður niðurstaða rannsóknarnefndar um meint kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar til umfjöllunar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÞJÓÐKIRKJAN Rannsóknarnefnd kirkjuþings telur sig ekki geta skorið úr um það sem fram fór á fundi Sigrúnar Pálínu Ingvars- dóttur með þeim Karli Sigur- björnssyni, núverandi biskupi, og Hjálmari Jónssyni, núverandi dómkirkjupresti, í Hallgríms- kirkju þann 3. mars 1996 sökum þess að orð standi þar gegn orði. Þegar ásakanirnar gegn Ólafi biskupi komust aftur í hámæli á síðasta ári var mikið fjallað um þennan fund og sáttayfirlýsingu sem átti þar að undirrita. Bar Sigrún Pálína, að eftir að samkomulag hefði tekist um orða- lag yfirlýsingar, hefði Karl prent- að textann út, en þá hefði vantað setningu inn í, þar sem Sigrún Pálína sagðist standa við sína frásögn af samskiptunum við Ólaf biskup. Því hafi fundinum lokið án þess að nokkur yfirlýsing væri undirrituð. Karl og Hjálmar þver- tóku fyrir slíkt í svörum sínum til rannsóknarnefnd- arinnar. Þar sem engin vitni eru um framvind- una nema þau sem eiga aðkomu að málinu, seg- ist nefndin ekki hafa for- sendur til að fjalla frekar um þessa hlið málsins. Það var þó niðurstaða nefndarinnar að þátt- taka Karls í þessari sáttamiðlun hafi verið mistök af hans hálfu, sökum fyrri aðkomu hans að málinu. - þj ENGIN VITNI Karli, Hjálmari og Sigrúnu Pálínu ber ekki saman um hvað fram fór á fund- inum í Hallgrímskirkju. Rannsóknarnefnd um sáttafund presta með Sigrúnu Pálínu í Hallgrímskirkju: Orð gegn orði um yfirlýsinguna TYRKLAND, AP Flokkur Receps Tayyips Erdogan, forsætisráð- herra Tyrklands, sigraði í þing- kosningum í landinu í gær. Flokk- urinn bætti við sig fylgi og heldur völdum þriðja kjörtímabilið í röð. Eitt helsta kosningaloforð flokks ins var um breytingar á stjórnarskrá. Til að ná þeim fram þarf Erdogan stuðning annarra flokka þar sem hann vantar fjögur þingsæti upp á þau 330 sem þarf til að koma breytingartillögum beint í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá jók hreyfing Kúrda fylgi sitt. - þeb Þingkosningar í Tyrklandi: Sigur dugði ekki til breytinga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.