Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 8
14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 1 -0 5 5 1 Stórstjarna Mercedes-Benz GLK Kraftmikill sportjeppi gæddur skynvæddu fjöðrunarkerfi (Agility Control) og 4MATIC fjórhjóladrifsbúnaði. Verð frá 8.250.000 kr. í veglegri afmælisútgáfu. 1 Hver var formaður rannsóknar- nefndar þjóðkirkjunnar? 2 Hver er forseti ESA, eftirlitsstofn- unar EFTA? 3 Hver leikstýrir gamanþættinum Tríói sem sýndur er í ríkissjón- varpinu? SVÖR FRÉTTASKÝRING Hvernig er opinberum forvörnum við kynferðisofbeldi gegn börnum háttað? Í nýútkominni skýrslu Unicef um stöðu barna á Íslandi var orðum vikið að kynferðisofbeldi gegn börnum. Í skýrslunni segir meðal annars að í þessum málaflokki sé ekkert formlegt forvarnastarf skipulagt af opinberum aðilum, heldur sé það á forræði ýmissa félagasamtaka. Blátt áfram og Stígamót eru sérstaklega nefnd í því tilliti. Margrét Héðinsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, segir það hins vegar ekki rétt. Öll börn í 6. bekk grunnskóla fái kynþroskafræðslu og heilsugæslan hafi um árabil staðið fyrir fræðslu fyrir foreldra fjögurra ára barna um kynferðislegt ofbeldi. „Nú erum við einnig að vinna að því að efla þessa fræðslu og stefnum að því að ljúka því starfi næsta vetur,“ bætir Margrét við. Heilsugæslan hóf í janúar síðast- liðnum forvarnarverkefnið Líkam- inn minn, fyrir nemendur í fyrsta bekk grunnskóla landsins. „Tilgangur fræðslunnar er að upplýsa börnin um ofbeldi og hvetja þau til að segja frá, en það er ekki okkar hlutverk að gerast með- ferðaraðilar eða yfirheyra börnin um einstök mál,“ segir Margrét. Fræðslan fer fram með þeim hætti að tveir hjúkrunarfræðing- ar vinna með fimm til sjö börnum í einu. „Við skoðum saman bókina Þetta er líkaminn minn, sem öll fjögurra ára börn fá frá Barnaheillum, og lesum svo dæmisögu. Þar nota börnin sértilbúna púða til að tjá ákveðanar tilfinningar sem koma fram í sögunni.“ Lykilmarkmið með verkefninu er að gera börnunum ljóst að þau eigi sinn líkama sjálf og misnotk- un sé alltaf röng og ekki þeirra sök. Þau megi segja nei og eigi að segja frá ef þau verða fyrir óþægilegri reynslu. Verkefnið á sér átta ára for- sögu og segir Margrét að það hafi mælst afar vel fyrir jafnt hjá fag- fólki sem foreldrum og börnum. Alls hafi nú 120 skólahjúkrunar- fræðingar frá skólum um allt land sótt námskeið hjá heilsugæslunni vegna þess. „Við höfum fengið afar góðar móttökur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu. Ég veit meðal annars til þess að í mörgum skól- um hafa hjúkrunarfræðingar farið með efnið í yngstu þrjá bekki grunnskóla. Svo hef ég líka fengið fyrirspurnir um hvort hægt sé að Börnin hvött til að segja frá Nýtt verkefni heilsugæslunnar upplýsir grunnskólabörn um kynferðislega misnotkun. Áhersla á að börn viti að misnotkun sé röng, þau geti sagt nei og eigi að segja frá. Verkefnið hefur fengið jákvæð viðbrögð. ■ Samkvæmt nýjustu rannsóknum eiga tæplega 13 prósent íslenskra stúlkna undir 18 ára aldri á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og 2,8 prósent drengja á sama aldri. ■ 430 tilkynningar varð- andi kynferðisofbeldi bárust barnaverndar- nefndum árið 2010. Það er viðlíka fjöldi og hefur verið síðustu fjögur árin. ■ Síðustu fimm ár lauk 71 máli sem varðaði kynferðisofbeldi gegn börnum, með sakfell- ingu fyrir dómi. Ofbeldi á Íslandi TILFINNINGAPÚÐAR Margrét Héðinsdóttir með púðana sem börn nota til að tjá tilfinningar í forvarnaverkefninu Líkaminn minn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI nota efnið í leikskólum. Þannig að fólk sér tvímælalaust kosti efnis- ins.“ Margrét segist viss um að verk- efnið Líkaminn minn verði héðan í frá að föstum liði í heilbrigðis- fræðslu í öllum bekkjum grunn- skóla. thorgils@frettabladid.is 1. Róbert R. Spanó 2. Per Sanderud 3. Gestur Valur Svansson SAMFÉLAGSMÁL Áfengisneysla 15 til 16 ára íslenskra unglinga hefur minnkað mikið síðustu sextán árin. Árið 1995 neytti meirihluti nemenda í 10. bekk áfengis en árið 2011 drakk minnihlutinn áfengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri um niðurstöður evrópsku vímuefna- rannsóknarinnar ESPAD. Rann- sóknin náði til rúmlega 80 pró- senta íslenskra skólanema í ár. Árið 1995 höfðu 64 prósent ung- linga á þessum aldri orðið drukk- in en í ár er hlutfallið komið niður í 24 prósent. Árið 1995 höfðu 56 prósent drukkið áfengi á síðustu 30 dögum en hlutfallið er komið niður í 18 prósent í ár. Aðgengi nemenda að áfengi hefur minnkað en viðhorfið til daglegrar áfengis- neyslu mildast. Unglingar virð- ast hafa mun minna aðgengi að áfengi nú en áður, en virðast eiga mun auðveldara með að nálgast bjór en aðrar áfengistegundir. Á þessu sextán ára tímabili hefur aðgengi unglinga breyst frá því að árið 1995 töldu sex af hverjum tíu það mjög auðvelt að verða sér úti um bjór, en á þessu ár töldu aðeins þrír af hverjum tíu á þessu ári. - sv Miklar breytingar á unglingadrykkju síðan árið1995 samkvæmt nýrri rannsókn: Mun færri unglingar drekka áfengi UNGLINGAR Um 75 prósent unglinga í 10. bekk hafa aldrei orðið drukkin. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DANMÖRK Nær allar, eða 94 pró- sent, kvennanna sem stunda götu- vændi í Danmörku vilja hætta því. Þær sem stunda vændi á sér- stökum vændisstofum og þær sem eru fylgdarkonur vilja flest- ar halda starfsemi sinni áfram, samkvæmt nýlegri könnun. Í fyrra var nær helmingur þeirra sem stunda götuvændi beittur ofbeldi en erlendar konur eru í meirihluta götuvændis- kvennanna. Helmingur vændis- kvennanna segist þjást af þung- lyndi og svefntruflunum. - ibs Vændiskonur eru þunglyndar: Nær allar vilja hætta störfum DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot á reglu- gerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Annar mannanna er ákærður fyrir að hafa farið með rúmlega tonn af skötusel í tveimur fiski- körum fram hjá hafnarvog án þess að láta vigta aflann sem var úr skipinu Svölu Dís KE29. Í hús- næði Slægingarþjónustu Suður- nesja skildi hann 575 kíló eftir en lét síðan vigta afganginn. Skipstjóri skipsins er ákærður fyrir að hafa ekki tryggt að ofan- greindur afli færi á hafnarvogina í Sandgerðishöfn. - jss Tveir menn ákærðir: Tonni landað fram hjá vigt ÞORSKUR Úr löndunarbala í Reykjavík, en aflinn var þorskur, skötuselur og karfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.