Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 10
14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR EVRÓPUMÁL Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópu- sambandinu sé skárri en EES-sam- starfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðana- töku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallar- hagsmuna þjóðarinnar, auðlind- anna og þá sérstaklega sjávarauð- lindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorð- ur en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusamband- inu og í vaxandi mæli með efa- semdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samning- urinn setur á lýðræðið og mögu- leika okkar til að stýra okkar nær- umhverfi,“ segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í fram- haldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þing- manni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins“ með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi,“ sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþing- inu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan,“ segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmun- um Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli,“ segir Össur. klemens@frettabladid.is VELKOMIN Á BIFRÖST – áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarf Alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Boðið er upp á allar helstu greinar viðskiptafræðinnar, fjármál, stjórnun og markaðsmál, auk almennra námsgreina. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumar- nám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári. Háskólinn á Bifröst býður einnig tvær námslínur í viðskiptafræði í fjarnámi. Nánari upplýsingar á bifrost.is. Nánari upplýsingar á bifrost.is Viðskiptafræði BS-BBA Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is ESB er í senn betra og mun verra en EES Innanríkisráðherra er mjög andvígur inngöngu í ESB en sér ákveðna kosti þar, sem ekki eru í EES. Utanríkisráðherra vill að þingmenn taki þátt í starfi Evrópuþingsins til að styrkja stöðuna innan EES. „Í samningaviðræðunum um EES náðu Íslendingar nær öllum kröfum sínum fram. Það sama var uppi á teningnum við gerð fríverslunarsamnings við Evrópu- sambandið 1972 og við aðildina að Schengen. Ríkisstjórn Íslands náði einnig fram samningsmark- miðum sínum þegar við gengum í EFTA á sínum tíma 1970. Það er í rauninni stórmerkilegt hve vel til tókst í þessum tilfellum. Það sýnir okkur hvers lítil þjóð er megnug þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og heldur fast á sínu. Í dag er mikilvægast af öllu að stjórnmálamenn […] standi í meginatriðum saman um að tryggja góðan aðildarsamning við Evrópusambandið. Í því eru hags- munir Íslands fólgnir. Hinn ólýð- ræðislegi EES-samningur tilheyrir fortíðinni.“ Úr þingræðu Baldurs Þórhalls- sonar um úttekt á EES. Náðu sínu fram Á ÞINGI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram fyrirspurn um EES og Össur hélt því fram að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni á fertugs- aldri, sem var dæmdur í sex mán- aða fangelsi í héraðsdómi fyrir manndráp af gáleysi á síðasta ári. Hæstiréttur þyngdi dóminn yfir honum í níu mánaða fangelsi. Manninum var gefið að sök manndráp af gáleysi og umferðar- lagabrot. Hann ók bifreið, sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og án aðgæslu, yfir á rangan vegar- helming miðað við akstursstefnu með þeim afleiðingum að bifreið- in lenti þar í árekstri við aðra bif- reið, sem kom úr gagnstæðri átt, og ökumaður þeirrar bifreiðar lést við áreksturinn. Maðurinn gekkst við sök undanbragðalaust og játaði þær sakir sem bornar voru á hann í ákæru. Við ákvörðun refsingar leit Hæstiréttur til þess að með stór- kostlega háskalegri háttsemi sinni hefði maðurinn valdið dauða ann- ars manns, en hinn dæmdi var mjög ölvaður þegar áreksturinn varð. Þá var einnig litið til saka- ferils hans en hann hafði áður verið dæmdur fyrir að aka ölvaður og án ökuréttar. Hann hlaut sjálfur töluverða áverka við slysið. - jss Ók ölvaður og olli banaslysi í umferðinni: Hæstiréttur þyngir dóm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.