Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 31
vinnuvélar ● kynning ●ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 3 Fyrsta skóflustungan að nýrri fjögur þúsund fermetra verk- smiðju Lýsis var tekin á föstudag. Nýja verksmiðjan mun standa við hlið núverandi verksmiðju á Fiski- slóð og í henni verður búnaður sem mun tvöfalda núverandi afkasta- getu fyrirtækisins. Ástæða stækkunarinnar er aukin eftirspurn á vörum Lýsis um allan heim en um níutíu pró- sent afurða fyrirtækisins eru seld til annarra landa. Núverandi verk- smiðja var byggð árið 2005 en er nú að mestu fullnýtt. Héðinn annast hönnun og upp- setningu verksmiðjunnar, Ark- þing hannar bygginguna og aðal- verktaki er J.E.Skjanni. Auk nýju verksmiðjunnar verður skrif- stofurými tvöfaldað og rými fyrir tanka og vörugeymslur. Búnaður- inn kemur til landsins í nóvember og hefja tæknimenn þá upp- setningu, samhliða byggingu hússins. Áformað er að þessi nýja viðbót verði tekin í notk- u n næsta vor. - mmf Getur náð 100 metra upp í loftið. Gert er ráð fyrir að varnarvirkin verji 28 íbúðarhús. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stækkun verk- smiðjunnar mun tvöfalda núverandi afkastagetu fyrirtækisins. Framkvæmdir við síðari hluta snjó- flóðavarna undir Traðarhyrnu við Bolungarvík eru að hefjast. Bygg- ingarfulltrúinn í Bolungarvík hefur gefið út leyfi fyrir verkið. Snjóflóðavarnargarðurinn mun liggja austan við þann sem nú er í byggingu og stendur norðan við götuna Stigahlíð í Bolungarvík. Nýi garðurinn mun liggja sunnan Stiga- hlíðar og því verður gatan á milli garðanna þegar þeir verða tilbúnir. Gert er ráð fyrir að varnarvirkin verji um 28 íbúðarhús á svæðinu. Deiliskipulagsbreyting vegna framkvæmdanna var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 29. mars og hún síðan auglýst. Athugasemda- frestur rann út þann 25. maí en engar athugasemdir bárust. Fram- kvæmdin telst því samþykkt. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- um verið lokið í ágúst 2012. - mmf Snjóflóðavarnir í Bolungarvík Ný verksmiðja eykur afköst ÍS LE NS KA SI A. IS A RI 55 21 6 06 /1 1 Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér. Torfi G Yngvason Arctic Adventures Það skiptir máli fyrir ævintýrafyrirtæki eins og Arctic Adventures að geta millifært erlendar greiðslur án milligöngu á þægilegan, öruggan og hagkvæman hátt. Þess vegna bjóðum við hjá Arion banka upp á sérstakt gjaldeyrisviðskiptakerfi í netbankanum auk fj ölda annarra lausna sem einfalda starfsemi fyrirtækja. Það skiptir máli. Komdu í næsta útibú og ræddu við fyrirtækjaráðgjafa, hringdu í síma 444 7000 eða kynntu þér rafræna þjónustu fyrir fyrirtæki á arionbanki.is „ Að hafa góða yfi rsýn yfi r erlendar greiðslur í netbankanum.“ Gjaldeyrisviðskiptakerfi – Rafræn þjónusta fyrir fyrirtæki Hvað skiptir þig máli? „ Að bankinn skilji mikilvægi þess að skapa gjaldeyristekjur.“ „ Að allar aðgerðir séu á rauntíma í gjaldeyrisviðskipta- kerfi netbankans og að bókhaldið uppfærist samdægurs. “ „ Að fá tilkynningu í tölvupósti þegar erlendar greiðslur berast.“ „ Að geta sent kvittanir á 14 tungumálum í gegnum gjaldeyris- viðskiptakerfi .“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.