Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 46
14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 SJÓNVARPSÞÁTTURINN Gísla leist vel á þetta allt saman, enda algjör toppnáungi. NÍELS THIBAUD GIRERD „Japanski þátturinn One Piece eða Ástríkur og þrautirnar 12, ef ég fer langt til baka.“ Heimir Héðinsson, tónlistarmaður og grafískur hönnuður. Nýtt! Hvað ætlar þú að hafa í matinn? „Myndin fjallar um fíkniefna- neytanda og hugarheim hans,“ segir Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, en hann leik- stýrir sinni fyrstu stuttmynd í sumar. Nilla ættu einhverjir að kann- ast við, en hann er maðurinn á bak við frasann: „Sælir, Nilli, og ég var að banga chicks.“ Frasann rappaði hann óvænt fyrir töku- vélar mbl-sjónvarpsins í fyrra, þegar Iceland Airwaves-hátíðin stóð sem hæst. Í kjölfarið fékk hann sinn eigin þátt á mbl.is sem notið hefur mikilla vinsælda, en þar tekur hann einlæg viðtöl við marga þjóðþekkta Íslendinga. Með aðalhlutverk stuttmyndar- innar fer enginn annar en stórleik- arinn Gísli Örn Garðarsson sem nýlega lék í Hollywood-myndinni Prince of Persia. Nilli segir að hann hafi tekið vel í hugmyndina. „Gísla leist vel á þetta allt saman, enda algjör topp náungi.“ Nilli er bæði leikstjóri og höf- undur myndarinnar, en vinur hans, Daníel Gylfason, aðstoðaði við handritsgerð og verður aðstoðar- leikstjóri. „Hugmyndin að mynd- inni er búin að blunda í mér síðan í janúar. Þetta er kannski ófrumlegt efni, en ég ætla að gera mitt besta til þess að gera myndina skemmti- lega og góða,“ segir Nilli, sem er nýkominn í sumarfrí og getur því farið að huga að tökum með Gísla. „Ég ákvað að klára önnina mína í MH og kýla svo á þetta.“ kristjana@frettabladid.is NÍELS THIBAUD GIRERD: SEST Í LEIKSTJÓRASTÓLINN Nilli leikstýrir Gísla Erni í stuttmynd um fíkniefni „Það var kominn tími á að gera eitt- hvað almennilegt fyrir Hafnfirð- inga,“ segir Arnar Þór Gíslason, eigandi English Pub í Austurstræti. Um miðjan júlí opnar hann sama pöbb í Flatahrauninu í Hafnarfirði. Hann segir útlit og stærð staðarins vera svipað þeim stöðum sem finna má í miðbæ Reykjavíkur. „Okkur finnst að þeir sem búa í Hafnar- firði og nágrenni megi njóta þess að spara sér tíu þúsund krónur í leigubíl fram og til baka og koma frekar á pöbbinn til okkar.“ Arnar Þór rekur þrjá skemmti- staði í miðbæ Reykjavíkur, English Pub, Dönsku krána og Café Oliver, en hann hlakkar mikið til þess að fá alvöru pöbb í heimabæinn sinn. „Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að opna pöbb hér í Hafnar- firði en ekki alltaf gert með heil- um hug. Það eru komin rúm þrjú ár síðan ég opnaði English Pub í bænum og kúnnarnir eru duglegir að láta mann vita ef þeir vilja sjá breytingar eða nýjungar. Maður reynir þá að koma til móts við þær,“ segir Arnar Þór, en fleiri ástæður liggja þó að baki opnunarinnar. „Konan mín er að fara að fæða hérna í heita pottinum í þessum töl- uðu orðum svo það er nýr Gaflari á leiðinni. Við erum harðir Hafnfirð- ingar,“ segir Arnar Þór, verðandi faðir og bareigandi. - ka Opnar English Pub í Hafnarfirði LÍKA Í HAFNARFIRÐI Arnar Þór Gíslason, eigandi English Pub í Austurstræti, stendur í framkvæmdum en hann ætlar að opna sama pöbb í Flatahrauni í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Danshljómsveitin Steed Lord var aðalnúmer raftónlistarhátíðarinn- ar Electronica Festival sem fram fór í Istanbúl um síðustu helgi. Að auki var tónlistarmyndband sveit- arinnar notað til að auglýsa hátíð- ina á sjónvarpsstöðinni MTV. Electronica Festival er haldin á þriggja ára fresti og fer fram á fallegri strönd skammt fyrir utan Istanbúl. Hljómsveitin Daft Punk var aðalnúmer hátíðarinnar árið 2008 og því þurfti Steed Lord að fylla í stór spor. Að sögn Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu sveit- arinnar, höfðu meðlimir hljóm- sveitarinnar aldrei komið til Tyrk- lands áður og því þáðu þau boðið á hátíðina með þökkum. „Við erum með góðan aðdáendahóp hérna en vissum ekkert af því. Við spiluð- um á besta tíma og fannst ótrúlega gaman enda er mikið lagt í hátíð- ina,“ segir Svala. Meðlimir Steed Lord lögðu á sig þrettán klukkustunda flug- ferð frá Los Angeles, þar sem þau eru búsett, til Istanbúl og viður- kennir Svala að tímaskyn þeirra hafi ruglast talsvert við ferða- lagið. Sveitin flaug svo aftur til Bandaríkjanna daginn eftir tón- leikana þar sem þeirra beið vinna í tengslum við sjónvarpsþáttinn So You Think You Can Dance. „Við þurftum að mæta í upptöku í sjón- varpssal fyrir So You Think You Can Dance því lagið Vanguardian verður notað í atriði sem Sonya Tayeh semur. Atriðið er sýnt í fyrsta þætti og við erum mjög spennt að sjá útkomuna. Annað lag eftir okkur verður svo notað í einum lokaþættinum,“ segir Svala og bætir við: „Þetta er mikill heið- ur fyrir okkur því það horfa marg- ar milljónir á þættina og lögin sem hljóma undir dansatriðunum fá mikla athygli.“ - sm Í fótspor Daft Punk Á FERÐINNI Steed Lord var aðalnúmerið á tyrkneskri raftónlistarhátíð og fetaði þar með í fótspor Daft Punk. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið vesen það er að gera eina bíómynd,“ segir Sverr- ir Þór Sverrisson. Hann er byrj- aður á þriðju Sveppa-myndinni en hinar tvær hafa slegið rækilega í gegn hjá yngstu kynslóðinni. Í síð- ustu mynd prófaði Sverrir að gera myndina með hinni vinsælu þrí- víddar-tækni en mynd númer þrjú verður unnin á hefðbundinn hátt. „Við erum búnir með þrívíddina.“ Sverrir var nýkominn niður af Langjökli þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þar var hann ásamt leikurum og leikstjóranum Braga Hinrikssyni í nánast heilan sólar- hring að taka upp eina senu. „Það svífur svolítill James Bond-andi yfir vötnum í því atriði, við Bragi höfum heldur aldrei verið feimnir við að vísa í aðra myndir.“ Sverr- ir segir tökurnar hafa verið hreint ævintýri þótt þær hafi vissulega tekið á enda voru þeir uppi á jökli í tæpa tuttugu klukkutíma með snjótroðara og snjósleða í fullri vinnu. Dularfullur og fljúgandi töfra- skápur leikur lykilhlutverk í myndinni en vondi karlinn, leikinn af Halli Ingólfssyni, ásælist hann mjög og vill selja hann til útlanda. „Vondi karlinn er ekkert það vondur ef maður les milli línanna, hann er góður að upplagi en hefur bara villst af braut,“ segir Sverr- ir sem lofar mikilli og spennu og miklu fjöri. „Þetta er mikið ævin- týri.“ - fgg Sveppi í sólarhring uppi á jökli TÖKUR UPPI Á JÖKLI Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri Sveppa-myndanna, leiðbeinir þeim Guðjóni Davíð, Sveppa og Vilhelm Antoni fyrir tökur. MYNDIR/ÆGIR J. GUÐMUNDSSON LEIKSTJÓRINN NILLI Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, leikstýrir sinni fyrstu stuttmynd í sumar. Með aðalhlut- verkið fer Gísli Örn Garðarsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.