Fréttablaðið - 22.06.2011, Síða 31

Fréttablaðið - 22.06.2011, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2011 Endless Dark leggur af stað í tón- leikaferð til Evrópu á fimmtudag- inn. Strax um kvöldið verður rokk- sveitin eitt af aðalnúmerunum á tónleikum í O2 Academy í Islington-hverfinu í London. Eftir það spilar hún á hátíðinni Graspop í Belgíu og heldur síðan aftur til Englands vegna tvennra tónleika. „Þetta verður mjög spennandi. Böndin sem spila á undan okkur eiga mun fleiri fylgjendur úti. Það verður gaman að „heddlæna“ þá tónleika,“ segir Atli Sigursveins- son, gítarleikari Endless Dark, um tónleikana í O2 Academy. „Daginn eftir förum við til Belgíu og spilum á Graspop. Við verðum örugglega orðnir mjög þreyttir.“ Strákarnir héldu vel heppnaða styrktartónleika vegna fararinnar á heimaslóðum sínum í Ólafsvík 17. júní og aðrir slíkir verða á Sódómu Reykjavík í kvöld kl. 21. Þar er aðgangseyrir 1.000 krónur. Þrátt fyrir að hafa fengið 700 þúsund króna styrk frá styrktar sjóðnum Kraumi á dögunum veitir Endless Dark ekki af meiri peningum enda er afar dýrt að koma sér á fram- færi erlendis. Sveitin er byrjuð að taka upp sína fyrstu stóru plötu og er hún væntan leg í lok þessa árs eða byrj- un þess næsta. - fb Endless Dark til Evrópu Á LEIÐ TIL EVRÓPU Rokkararnir í Endless Dark eru á leiðinni til Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sumarsýningin FLUG Sumarsýning TRYGGVASAFNS hefur verið opnuð í Safnahúsinu Neskaupstað. Sýningin verður opin frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga í sumar. Meginuppistaðan í sýningunni í ár eru myndir sem tengjast flugi af ýmsum toga, fuglar, flugvélar, flugur o.fl. Því ber sýningin heitið FLUG. Einnig eru á sýningunni einstakar og litríkar myndir Tryggva Ólafssonar sem tengjast börnum og leikföngum þeirra. Listaverkabók um Tryggva Myndskreytt póstkort Grafíkmyndir Til sölu í Safnahúsinu eru:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.