Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 55

Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 55
FIMMTUDAGUR 23. júní 2011 43 ÓLYMPÍUDAGURINN ER Í DAG – LAUGARDALNUM Ólympíudagskráin: 19:00 Setning við bílastæðin. 19:00–22:00 Akstursíþróttanefnd verður með sýningu á fjórum til fimm keppnis- bílum, allt frá kvartmílu til gókart, á bílastæðinu hjá Þrótti/Ármanni. 19:00–21:30 Skylmingar. 19:00–22:00 Keila, borðtennis, skotíþróttir, krakkablak og strandblak, tennis, og rathlaup (sjá nánar á www.rathlaup.is). 21:00–21:40 Dans – sýning og létt kennsla. 22:00 Miðnæturhlaupið. Skráning á www.maraþon.is Fylgstu með nýjum atriðum sem óðum bætast inn á dagskrána á fésbókarsíðu okkar: Ólympíudagurinn 23. júní. Komdu í Laugardalinn á Ólympíudaginn og taktu þátt í fjörugri dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Taktu fjölskylduna með og prófaðu spennandi íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í skylmingum, tennis, skotíþróttum, blaki, borðtennis, keilu og dansi. Komdu og gerðu þér glaðan dag. Gerðu þitt besta FÓBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær um áframhaldandi samstarf við 365 miðla um útsendingar á Íslandi frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni. Samningur- inn er til ársins 2015. Stöð 2 Sport mun sem fyrr sinna Meistaradeildinni af alúð með fjölda útsendinga sem og með samantektarþætti. Aukið verður við þjónustuna enn frekar á næstu leiktíð. Áætlaður fjöldi útsendinga frá þessum keppnum er um 300 talsins. 365 semur um útsendingar: Meistaradeildin á Stöð 2 Sport BARCELONA Sigurvegari Meistaradeildar- innar í ár. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Sigurbergur Sveins- son, áður leikmaður Hauka, er genginn til liðs við sviss- neska félagið RTV 1879 Basel og gerði hann eins árs samning við félagið. Sigurbergur lék í þýsku úrvals- deildinni á síðustu leiktíð, fyrst með Rheinland og svo Hann- over-Burgdorf. Sigurbergur fór frá fyrrnefnda félaginu vegna fjárhagserfiðleika þess en átti í harðri samkeppni um stöður hjá Hannover-Burgdorf. Fram kemur á heimasíðu Basel að það eru utanaðkomandi aðilar sem munu greiða laun Sigur- bergs en honum er ætlað að fylla skarð svissneska landsliðsmanns- ins Ruben Schelbert sem gekk í sumar til liðs við Kadetten Schaffhausen. Björgvin Páll Gústavsson hefur orðið meistari með Shaffhausen síðustu tvö árin en hann er nú genginn til liðs við Magdeburg í Þýskalandi. Basel varð í níunda sæti deildarinnar á síðustu leik- tíð. Hann á að baki 35 leiki með A- landsliði Íslands. - esá Sigurbergur Sveinsson: Samdi við Basel í Sviss SIGURBERGUR SVEINSSON Söðlar um og fer til Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Það varð ljóst í gær að Spánn og Sviss mætast í úrslita- leik EM U-21 árs landsliða í Dan- mörku. Báðir undanúrslitaleik- irnir í gær fóru í framlengingu. Spánn vann Hvíta-Rússland 3-1 en Sviss dugði 1-0 sigur á Tékk- um. Leikur Hvít-Rússa og Spán- verja var heldur betur drama- tískur. Flestir spáðu því að Spánn myndi vinna öruggan sigur. Spán- verjar réðu lögum og lofum í leiknum en það voru Hvít-Rússar sem komust óvænt yfir á 37. mín- útu er Andrei Voronkov skoraði með laglegu skoti í teignum er hann snéri bakinu í markið. Rússarnir lágu í vörn í síðari hálfleik og Spánverjum gekk ágæt- lega að skapa sér færi. Það var svo allt annað mál að nýta færin. Rúss- arnir virtust vera að landa sigri er Adrian Lopez jafnaði leikinn einni mínútu fyrir leikslok. Hann skor- aði þá úr þröngu færi á nærstöng. Það varð aldrei spurning hvern- ig leikar færu í framlengingunni. Lopez skoraði aftur rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar og Jeffren bætti þriðja markinu við áður en yfir lauk. Spánverjar í úrslit en Hvít-Rússar létu þá hafa hraustlega fyrir hlutunum. Leikur Tékka og Svisslendinga var ekki eins skemmtilegur. Bæði lið voru mjög varfærin í sínum leik en sóknarlotur Sviss voru þó beitt- ari. 0-0 í hálfleik í hrútleiðinleg- um leik. Síðari hálfleikur var litlu skárri og leikurinn virkaði eins og gott svefnmeðal. Varð því að fram- lengja. Í framlengingunni skoraði Admir Mehmedi glæsilegt mark með skoti utan teigs sex mínútum fyrir leikslok og það mark dugði til sigurs. - hbg Báðir undanúrslitaleikirnir á EM U-21 árs landsliða voru framlengdir í gær: Spánn og Sviss mætast í úrslitum HETJAN Adrian Lopez fagnar hér jöfnunarmarki sínu sem kom á elleftu stundu. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.