Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 2
27. júní 2011 MÁNUDAGUR2 UMFERÐARMÁL Meirihluta brúa í þjóðvegakerfi landsins er enn einbreiður, en unnið er að fækk- un þeirra samkvæmt umferðar- öryggisáætlun. Alls eru 1.206 brýr í þjóðvegakerfi landsins og af þeim eru 722 einbreiðar. Ef aðeins er litið til stofn- og tengi- vega eru 423 einbreiðar brýr á landinu. Einar Magnús Magnússon, hjá Umferðarstofu, segir að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af ein- breiðum brúm. Í kynningarmynd- bandi ætluðu erlendum ferðar- mönnum er þeim sérstaklega bent á hætturnar samfara akstri um einbreiðar brýr. „Það er ekkert launungarmál að menn hafa haft áhyggjur af þessu, enda eru einbreiðar brýr miklir slysavaldar,“ segir Einar. Hann segir svartbletti á vegakerfi landsins, þar sem flest slys verða, oftar en ekki í námunda við ein- breiðar brýr. Rögnvaldur Gunnarsson, for- stöðumaður hjá Vegagerðinni, segir unnið að því að fækka ein- breiðum brúm. Sérstaklega sé horft á brýr þar sem umferð er meiri og einnig minni brýr. Kostn- aður aukist síðan eftir því sem brýrnar stækka. „Þegar herðir að í þjóðarbúskapnum dregur úr peningunum,“ segir Rögnvaldur. Unnið er að tvöföldun brúarinn- ar yfir Haffjarðará á Snæfellsnesi og lýkur því verki í haust. Þá fékk Vegagerðin viðbótarfjárveitingu til að tvöfalda fjórar brýr á Vest- fjörðum og hefjast framkvæmdir við þær í haust. Rögnvaldur segir slysahættuna mikla við einbreiðar brýr og einn- ig séu þær margar hverjar orðnar mjög gamlar og því nauðsynlegt að endurnýja þær. Í umferðaröryggisáætlun til ársins 2016 er stefnt að öruggari vegum og eyðingu svartbletta. Þeir eru skilgreindir sem staðir í vegakerfinu þar sem fjöldi slysa af líkum toga verður, til dæmis í kröppum beygjum, við vegamót eða einbreiðar brýr. kolbeinn@frettabladid.is 722 einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins Mikil slysahætta er vegna einbreiðra brúa á þjóðvegunum. Meirihluti brúa í þjóðvegakerfinu er enn einbreiður. Fjármagn til framkvæmda hefur minnkað vegna efnahagshrunsins. Umferðarstofa með fræðslu fyrir erlenda ferðamenn. UNNIÐ AÐ TVÖFÖLDUN Verið er að reisa nýja tvöfalda brú yfir Haffjarðará á Snæfellsnesi og verður hún tekin í notkun í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1.206 brýr eru í þjóðvegakerfinu, samtals 31.1 kílómetri að lengd 722 eru einbreiðar 423 einbreiðar brýr eru á stofn- og tengivegum Fjölmargar brýr LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akra- nesi handtók í gærmorgun karl- mann sem brotist hafði inn í íbúðarhús á Akranesi og ráðist á húsráðanda með barefli. Þolandinn slasaðist þó nokk- uð og var færður á sjúkrahús til aðhlynningar, en fékk að snúa aftur heim stuttu síðar. Árásarmaðurinn var í annar- legu ástandi, en hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Að sögn lögreglu þekkjast mennirnir, en ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til. - ka Líkamsárás á Akranesi: Réðst vopnaður á húsráðanda LÖGREGLUMÁL Töluverð ölvun var á Jónsmessuhátíðinni á Eyrar- bakka um helgina. Karlmaður um tvítugt var handtekinn á sunnudagsmorgun- inn fyrir ölvunarlæti og óspekt- ir, en maðurinn ógnaði fólki með brotinni glerflösku. Lögreglan stöðvaði ökumann vegna gruns um fíkniefnaakstur og gisti annar karlmaður fanga- geymslur vegna slagsmála. Eitt- hvað var um pústra á milli manna eftir Jónsmessuhátíðina og hefur ein líkamsárás verið kærð. -ka Hátíðarhöld á Eyrarbakka: Mikil ölvun á Jónsmessuhátíð KJARAMÁL Engin lausn virðist vera í sjónmáli á kjara- deilu flugmanna við Icelandair. Sáttasemjari sleit fundi á laugardag þar sem of mikið þótti bera í milli og ekki er ljóst hvenær hist verður á ný. Töluvert rask hefur orðið á flugi um helgina. „Við vonumst til þess að fá einhver ný útspil frá Ice- landair. Það hefur ekkert breyst um helgina og eng- inn fundur verið boðaður. Þannig að þetta er bara í biðstöðu,“ segir Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði ekkert að frétta af deilunni í gær. „Þetta er bara í biðstöðu. Báðir aðilar að kalla eftir útspili frá hinum, eins og þetta er yfirleitt,“ sagði Guðjón. Flugmenn hófu yfirvinnubann á föstudag. Níu flug- um hjá Icelandair til og frá landinu var aflýst vegna þess í gær og í dag falla sex flug niður. Ekki eru fyrir- séðar frekari truflanir á flugi næstu dagana, en far- þegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með, segir í tilkynningu frá Icelandair. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, hefur sagt koma til greina að stöðva yfirvinnubannið með laga- setningu. - mþl Engir sáttafundir á dagskrá og báðir aðilar bíða eftir útspili frá hinum: Kjaradeila flugmanna í hnút ICELANDAIR Aflýsa þurfti níu ferðum á vegum Icelandair í gær vegna yfirvinnubanns flugmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NEW YORK, AP Ríkisþing New York ríkis samþykkti á föstudag að leyfa hjónaband samkynhneigðra. Nýju lögin taka gildi í næsta mánuði og þar með verður New York sjötta og langfjölmennasta ríki Bandaríkjanna til að stíga þetta skref. Nýju lögin þykja mikill sigur fyrir Andrew Cuomo ríkisstjóra en sambærilegt frumvarp var fellt í ríkisiþinginu árið 2009. Stuðningur við hjónaband sam- kynhneigðra í Bandaríkjunum hefur aukist mikið á síðustu árum og mældist meirihlutastuðningur fyrir því í fyrsta sinn á síðasta ári. - mþl New York ríki í BNA: Leyfa hjóna- band samkyn- hneigðra ENGLAND Maður fannst látinn á kamri á Glastonbury tónlistarhá- tíðinni í Englandi í gær. Maður- inn hét Chri- stopher Shale og var náinn vinur og ráð- gjafi Davids Camerons, for- sætisráðherra Bretlands. Cameron sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði Shale hafa verið góðan vin. „Hann var örlátur maður sem gaf mikið af sér, hvort sem það var tími, vinna, aðstoð eða óbilandi jákvæðni,“ sagði Cameron um vin sinn. Shale var að auki formaður sambands íhaldsmanna í Oxford- skíri. Lögreglan rannsakar nú hvort Shale hafi stytt sér aldur. - sm Maður fannst látinn á kamri: Vinur Cameron fannst látinn BANDARÍKIN Dæmdur morðingi strauk úr fangelsi í Oklahoma í gærmorgun. Shaun Michael Bosse sat inni fyrir að hafa myrt fyrrum kærustu sína og börn hennar tvö. Lögreglan í Okla- homa telur Bosse vopnaðan og hættulegan umhverfi sínu. Bosse yfirbugaði fangavörð, tók hann í gíslingu og handjárn- aði hann að lokum inni í klefa sínum. Hann ók svo á brott í svartri Pontiac Grand Prix bif- reið. - sm Morðingi strauk úr fangelsi: Yfirbugaði fangavörð Halldór, hvernig gengur að klófesta krabbana? „Það gengur ágætlegar þegar við höfum allar klær úti.“ Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðu- maður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, rannsakar útbreiðslu grjótkrabba við Íslandsstrendur. DAVID CAMERON KÍNA Kínverski andófsmaðurinn Hu Jia var látinn laus úr fangelsi í gær og hefur nú sameinast fjöl- skyldu sinni á ný. Hu Jia sat inni í þrjú og hálft ár fyrir það sem kínversk stjórnvöld kölluðu nið- urrifsstarfsemi en hann átti að ljúka afplánun í dag. Mikill viðbúnaður er fyrir utan heimili Hu að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Zeng Jingyan, eiginkona Hu, sagði á Twitter-síðu sinni á sunnudag að hann þarfnist hvíld- ar en þess utan heilsist honum vel. Lögreglan í Pekíng fylgd- ist reglulega með ferðum Zeng á meðan eiginmaður hennar sat af sér dóminn og meinuðu stjórn- völd henni að tjá sig við fjölmiðla. Hu hefur barist fyrir mann- réttindamálum í Kína um árabil. Á meðal helstu baráttumála hafa verið umhverfismál, trúfrelsi og réttindi þeirra sem smitaðir eru af HIV-veirunni. Mannréttindabrot viðgang- ast víða í Kína, en í síðustu viku var listamanninum Ai Weiwei sleppt, en gæsluvarðhald sem hann hafði þurft að sæta, án þess að vera grunaður um nokkurn glæp, hafði vakið hörð viðbrögð á heimsvísu. - sm Kínversk stjórnvöld sleppa andófsmanninum Hu Jia: Látinn laus eftir þriggja ára fangelsi HU JIA Kínverski andófsmaðurinn var látinn laus úr fangelsi í gær eftir þriggja og hálfs árs fangelsisvist. SAMGÖNGUR Gríðarmikil umferð var á Suðurlandsvegi og Vestur- landsvegi í gær. Röðin var nánast óslitin frá Svínahrauni til Reykja- víkur. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu höfðu vega- framkvæmdir við Bolöldu mikil áhrif á umferðina, en um stund datt umferðarhraðinn úr áttatíu kílómetrum á klukkustund niður í tuttugu. -sm Miklar umferðartafir í gær: Tafir vegna framkvæmda SPURNING DAGSINS STÓR, GRILLUÐ MUFFINS MEÐ SMJÖRI OG CAFFÉ AMERICANO muffins eru handgerðar Allar alúð og umhyggju en með ru alltaf nýjar oge ær þ ar. Fjölmargar erskf tegundir eru í boðð i.ragb 100 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 350 kr. GILDIR Í 24 TÍMA 840 kr. Verð 58% Afsláttur 490 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ BW A TB P • SÍ A • 11 155 31

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.