Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 6
27. júní 2011 MÁNUDAGUR6 STJÓRNSÝSLA „Svo virðist vera sem ríkislögmaður hafi haft þá óform- legu stefnu um nokkurt árabil að kæra hvern og einn úrskurð héraðs- dómara um að vísa máli til ráðgef- andi álits EFTA-dómstólsins,“ segir Skúli Magnússon, dómritari EFTA- dómstólsins í Lúxemborg. Hann segir þessa stefnu vekja upp spurningar um afstöðu íslenska ríkisins til tilrauna einstaklinga og fyrirtækja til að fá mál sín lögð fyrir dómstólinn, sem hefur það hlutverk að skera úr um túlkun samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. „Óneitanlega vaknar sú spurn- ing hvort íslenska ríkið sé þá frek- ar andsnúið því að einstaklingar og fyrirtæki láti reyna á réttindi sín fyrir þessum dómstól. Ef svo er, ef það er rekin markviss stefna í þá átt að reyna að hindra eftir því sem kostur er að einstaklingar og fyrirtæki komist með sín mál fyrir EFTA-dómstólinn í gegnum íslenska dómstóla, þá er það mjög vafasamt gagnvart markmiðum EES-samningsins og skyldu aðild- arríkjanna til þess aðhafast ekkert það sem teflir markmiðum samn- ingsins í tvísýnu.“ Einar Karl Hallvarðsson ríkislög- maður segir embættið þó alls ekki hafa þá stefnu að kæra til Hæsta- réttar alla úrskurði héraðsdómara um að leita skuli eftir áliti EFTA- dómstólsins. „Við reynum að meta hvert mál fyrir sig, og þá jafnan í samvinnu við ráðuneytið því þetta eru oft sérhæfðar spurningar sem þarf að bera undir EFTA-dómstólinn,“ segir Einar Karl í samtali við Fréttablaðið. Það hafi bara orðið niðurstaðan eftir skoðun hvers máls að þau hafi flest verið borin undir Hæstarétt. Áhyggjur dómara EFTA-dóm- stólsins og ýmissa fremstu fræði- manna heims á þessu sviði komu þó skýrt fram á ráðstefnu, sem EFTA- dómstóllinn efndi til í Lúxemborg þann 17. júní síðastliðinn. Þar kom einnig fram, meðal ann- ars í máli Páls Hreinssonar hæsta- réttardómara, gagnrýni á Hæsta- rétt Íslands fyrir að hafa sýnt tregðu til að leita eftir ráðgefandi áliti dómstólsins. „Páll Hreinsson, dómari við Hæstarétt Íslands, gagnrýndi eigin dómstól á ráðstefnunni,“ segir Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dóm- stólsins, í viðtali í dagblaðinu Liech- tensteiner Vaterland. „Mál voru stöðvuð vegna þess að menn ótt- uðust að íslensk stjórnvöld myndu tapa málinu í Lúxemborg.“ Baudenbacher segir þetta brjóta í bága við 3. grein EES-samningsins, sem gerir aðildarríkjunum skylt að gera allt sem í valdi þeirra stend- ur til að markmiðum samnings- ins verði náð fram. Sú skylda nær, að sögn Baudenbachers, einnig til æðstu dómstóla aðildarríkjanna. „Við skulum hafa það í huga að EFTA-dómstóllinn er sá dómstóll gagnvart EFTA-ríkjunum sem fer með endanlegt úrskurðarvald um efnislegt inntak EES-samningsins,“ segir Skúli Magnússon dómritari í samtali við Fréttablaðið. „Ef inn- lendir dómstólar fara að skera úr vafamálum um túlkun EES-samn- ingsins kemur upp sú hætta að þess- ar úrlausnir verði ekki réttar, þær verði ekki í samræmi við úrlausmn- ir EFTA-dómstólsins og Evrópu- dómstólsins. Það þýðir að EES-rétt- urinn brotnar upp og einsleitni eða samræmd framkvæmd EES-réttar hjá aðildarríkjum EES skorti. Það þýðir þá einnig að einstaklingar og fyrirtæki fá ekki fullnustu þeirra réttinda sem þeir eiga. Þess vegna er þessi aðgangur einstaklinga og fyrirtækja í gegnum íslenska dóm- stóla til EFTA-dómstólsins svo mik- ilvægur.“ Í erindi sínu á ráðstefnunni fór Páll Hreinsson yfir þau fimmtán mál frá Íslandi, sem EFTA-dóm- stóllinn hefur fjallað um frá upp- hafi. Þrettán þeirra hafa verið send til EFTA-dómstólsins eftir úrskurð þess efnis frá Héraðsdómi Reykja- víkur, en þar af höfðu sex viðkomu í Hæstarétti Íslands vegna þess að úrskurður Héraðsdóms var kærður þangað. Einungis tvö þessara fimmtán mála hafa verið send til Lúxem- borgar að frumkvæði Hæstarétt- ar, en aðrir dómstólar á Íslandi en þessir tveir, Hæstiréttur og Hér- aðsdómur Reykjavíkur, hafa ekki séð ástæðu til að samþykkja að leit- að yrði eftir áliti EFTA-dómstóls- ins í neinum málum, sem til þeirra kasta hafa komið. gudsteinn@frettabladid.is Íslensk stjórnvöld treg til að fá álit EFTA-dómstólsins Dómarar við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg hafa áhyggjur af því að einstaklingar og fyrirtæki í EFTA- löndunum þremur eigi erfitt með að leita réttar síns vegna tregðu þessara ríkja til að bera mál undir dómstólinn. Að tefja eða hindra málskot til dómstólins brýtur í bága við EES-samninginn. EFTA-dómstóllinn hefur það hlutverk að skera úr um mál sem varða fram- kvæmd og túlkun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Dómar hans eru þó aðeins ráðgefandi, ekki bindandi. Einstaklingar og fyrirtæki í aðildarríkjunum geta ekki leitað beint til dóm- stólsins, heldur er það hlutverk dómstóla í ríkjunum þremur að leita til hans eftir ráðgefandi áliti. Auk þess geta aðildarríki EES kært önnur aðildarríki til dómstólsins. EFTA-dómstóllinn hefur aðsetur í Lúxemborg og í honum sitja þrír dóm- arar, einn frá Íslandi, einn frá Noregi og ein frá Liechtenstein. EFTA-dómstóllinn FRÁ RÁÐSTEFNUNNI Í LÚXEMBORG Páll Hreinsson hæstaréttardómari hlýðir á Sven Norberg, fyrrverandi dómara bæði við EFTA-dómstólinn og Evrópudómstólinn, flytja erindi. Lengst til hægri er Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn, sem var fundarstjóri. MYND/JESSICA THEIS, BLUE BOX DESIGN MALBIK ENDAR Aðstæður sem ferða- menn þekkja ekki breytast í slysagildru. MYND/SJÓVÁ ÖRYGGISMÁL Árið 2010 varð mikil fækkun umferðarslysa þar sem erlendir ferðamenn komu við sögu. Þetta kemur fram í slysa- skýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2010. Árið 2009 var heildarfjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi 196 einstaklingar. Árið 2010 var þessi fjöldi komin niður í 151. Svipaður fjöldi ferðamanna kom til Íslands þessi ár. Af þeim átta sem létust í umferðinni í fyrra var einn erlendur ríkisborgari. - shá Einn lést árið 2010: Færri slys hjá ferðamönnum DÓMSMÁL Tveir karlmenn um þrí- tugt hafa verið ákærðir fyrir að stela verkfærum og fleiru, sam- tals að verðmæti hátt á sjöttu milljón króna. Þýfisins öfluðu mennirnir sér með því að brjót- ast inn hjá fyrirtækjum, þar sem þeir létu greipar sópa. Helst leituðu mennirnir fanga í vinnuskúrum, þar sem þeir töldu líkur á að dýr verkfæri væru geymd. Þar stálu þeir borvélum, lyklasettum, hitablásurum og slípirokkum, svo dæmi séu nefnd. Einni kerru stálu þeir, auk þess sem þeir stálu nokkur hundruð lítrum af litaðri díselolíu. Loks stálu þeir rúmlega ellefu hundruð gangstéttarhellum. -jss Tveir létu greipar sópa: Verðmæti þýfis á sjöttu milljón SJÁVARÚTVEGUR Fara þarf mörg ár aftur til að finna fleiri báta sem stundað hafa grásleppuveiðar en á yfirstandandi vertíð. Útgefin leyfi eru komin í 357 sem eru tólf fleiri en á síðustu vertíð, sam- kvæmt frétt á vef Landssam- bands smábátaeigenda. Lítillega hefur lifnað yfir veið- inni nú á síðustu dögum eftir dapurt gengi á síðustu vikum. Heildarveiðin nú svarar til 9.500 tunna af söltuðum hrognum, sem er rúmum 40 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. - shá Veiði tekin að glæðast: Aldrei fleiri sótt á grásleppuna DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir Héraðsdómi Vesturlands fyrir brot gegn frjálsræði manna og hótanir. Manninum er gefið að sök að hafa svipt þáverandi sambýlis- konu sína frelsi sínu í allt að þrjár og hálfa klukkustund á heimili þeirra. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa meinað henni að fara burt, fylgt henni eftir, tekið af henni síma, læst að þeim og haldið henni fastri í sófa með því að sitja klof- vega ofan á henni. Þar hafi hann haldið um líkama hennar, háls og kverkar og neytt hana til að hlusta á sig. Í sam- tali við hana þá hafi hann hótað að drepa hana, föður hennar og bræður. Þá er manninum gefið að sök aða hafa verið ógnandi í framkomu á bílastæði á Akranesi og hótað móður sambýliskonunnar lífláti. Maðurinn neitaði sök við þing- festingu málsins fyrir Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi. Málinu var frestað til haustsins en þá mun verjandi mannsins leggja fram greinargerð sína. - jss Karlmaður ákærður fyrir brot gegn frjálsræði manna og líflátshótanir: Svipti sambýliskonu sína frelsi AKRANES Maðurinn hótaði fyrrverandi tengdamóður sinni lífláti á bílastæði á Akranesi. FANGELSISMÁL Til athugunar er hvort rétt sé að víkja fyrrverandi forstöðumanni fangelsisins á Kvía- bryggju varanlega úr starfi vegna gruns um ríflega 40 auðgunarbrot í starfi, segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Geirmundur Vilhjálmsson var leystur tímabundið frá störfum vegna málsins og var réttmæti þeirrar ákvörðunar staðfest af nefnd sem fer yfir slíkar ákvarð- anir stjórnvalda, segir Ögmundur. Grunur leikur á að Geirmundur hafi dregið sér fjármuni eða verð- mæti í eigu fangelsisins í starfi sínu sem forstöðumaður Kvía- bryggju, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Málið er til rann- sóknar hjá lögreglu. „Í framhaldinu er málið nú til skoðunar að nýju og er þá til athugunar hvort rétt sé að víkja forstöðumanninum varanlega úr starfi á þessu stigi eða áður en málið er til lykta leitt af þeim sem hafa með rannsókn þess að gera,“ segir Ögmundur. „Það segir sig sjálft að um við- kvæmt og erfitt mál er að ræða og þótt það sé tekið föstum tökum þarf að sjálfsögðu jafnframt að gæta að réttindum viðkomandi ein- staklings,“ bætir hann við. - jss Innanríkisráðherra endurmetur stöðu fyrrverandi forstöðumanns á Kvíabryggju: Endanleg uppsögn forstöðumanns til skoðunar ÖGMUNDUR JÓNASSON GEIRMUNDUR VILHJÁLMSSON SAMGÖNGUR Að jafnaði leggja um 736 bílar leið sína um Bolungar- víkurgöng á hverjum sólarhring, en það er sex prósentum meiri umferð en var um Óshlíð í fyrra. Þetta kemur fram á vef Vega- gerðarinnar. Þar segir einnig að aukning umferðar eftir að göng- in voru vígð síðasta haust sé að vissu leyti ekki mikil miðað við bættar vegasamgöngur, en þó beri að líta til þess að vegastytt- ingin er ekki veruleg og auk þess er löglegur hámarkshraði um göngin lægri en var á Óshlíð. - þj Samgöngur á Vestfjörðum: Aukin umferð með göngum KVÍABRYGGJA Grunur leikur á að Geir- mundur Vilhjálmsson forstöðumaður hafi dregið sér fjármuni eða verðmæti í eigu fangelsisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Er jákvætt að færa veitingu smástyrkja frá alþingis- mönnum? Já 86,8% Nei 13,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú samúð með kröfum flugmanna í kjaradeilu þeirra? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.