Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 8
27. júní 2011 MÁNUDAGUR8 MENNTAMÁL Íslenskir unglingar sem standa höllum fæti fjárhags- eða félagslega eiga erfiðara upp- dráttar í skólakerfinu en nem- endur í sambærilegri aðstöðu í OECD-ríkjunum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn OECD sem unnin er upp úr PISA-könnunum á lestri, stærðfræði og raungreinum. Í rannsókninni var skoðað hversu hátt hlutfall fimmtán ára nemenda af fátækum heimilum var meðal bestu nemendanna á alþjóðavísu, eða í efsta fjórðungi einkunnaskalans. Meðaltalið í OECD-ríkjunum er um 31 prósent, en Ísland er rétt fyrir neðan með tæp þrjátíu pró- sent. Kínverjar eru langefstir, en þar státa yfir 70 prósent fátækra nemenda af góðum námsárangri í alþjóðlegu tilliti. Af OECD-ríkj- um eru Kóreumenn, Finnar, Jap- anar og Tyrkir efstir með 42 til 56 prósent. Neðst OECD-ríkjanna eru Austurríki, Lúxemborg og Sló- vakía, með rétt um tuttugu pró- sent. Námsárangur fátækra nem- enda hefur áður verið skoðaður af OECD. Árið 2006 var lagst yfir frammistöðu í raungreinapróf- um og niðurstaðan var sú að stór hluti nemendanna náði ekki einu sinni lágmarksárangri. „Þeir eiga á hættu að ljúka námi án þess að hafa öðlast nauðsynlega færni til að taka fullan þátt í samfélaginu og halda áfram að afla sér þekk- ingar á lífsleiðinni,“ segir í skýrsl- unni. Í rannsókninni nú er reynt að grafast fyrir um það hvaða þætt- ir hafa mest áhrif á námsárangur verr stæðra nemenda. Niðurstaðan er nokkuð afger- andi: mikilvægasta breytan er hversu lengi nemarnir sitja í tímum á degi hverjum. Þannig hefur mætingarskylda afar jákvæð áhrif á verr stæða nemendur, og mun meiri en á aðra. Í Bandaríkjunum hækkar mæt- ingarskyldan ein og sér, að öllum öðrum þáttum frádregnum, nem- endur að jafnaði um fimmtán stig í PISA-könnuninni, en verr stæða nemendur um heil 40 stig. Í Ástralíu eru nemendur sem standa höllum fæti fjórum sinn- um líklegri til að standa sig vel í skóla ef þeir eru skyldaðir til að mæta í tíma. Þá er nefnt að mikil fylgni sé á milli námsárangurs nemenda af fátækum heimilum og sjálfs- trausts þeirra. stigur@frettabladid.is Mikilvægasta breytan er hversu lengi nem- arnir sitja í tímum á degi hverjum. Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði í síðustu viku kannabisræktun í fjölbýlis- húsi í Árbæ. Við húsleit fundust 36 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Á meðan lögregla var á staðn- um komu þangað tveir karlmenn. Annar þeirra lagði á flótta þegar hann varð var við lögreglumenn- ina. Hann náðist eftir stutta eftir- för og voru báðir mennirnir vist- aðir í fangageymslum. Við yfirheyrslu viðurkenndu þeir að eiga kannabisplönturn- ar. Leitað var á heimili ann- ars mannsins og fannst þar ræktunarbúnaður og þurrkað marijúana. Mennirnir eru á þrí- tugs- og fertugsaldri. -jss Lögregla stöðvaði ræktun: Kannabisrækt- andi á hlaupum DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir fjölmörg brot. Einkum er þó um að ræða þjófnaði, umferðarlaga, -og fíkni- efnabrot. Samtals var maðurinn ákærð- ur fyrir ellefu brot. Hann stal fjármunum, matvöru og tölvum. Þá stal hann, í félagi við annan, seðlaskiptikassa í húsnæði Land- spítalans í Fossvogi. Kassanum henti hann út um glugga á annarri hæð. Einnig stal hann áfengispela í Vínbúðinni í Kringlunni. - jss Fékk sex mánuði á skilorði: Dæmdur fyrir ellefu afbrot NÝSKÖPUN Þróunarverkefnið Hönn- un í útflutning er komið á góðan rekspöl en verkefnið er leitt af Íslandsstofu í samstarfi við Hönn- unarmiðstöð Íslands, Nýsköp- unarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarsins. Markmið verkefnisins er að leiða saman hönnuði og fyrir- tæki um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum. Nýlega staðfestu fyrirtæki og hönnuðir sín á milli samstarf þar sem fyrirtæki og hönnuðir vinna að frumgerð af því sem koma skal. Fyrirtækin sem taka þátt í verk- efninu eru Amivox, Bjarmaland, Glófi, Matorka, Raven Design, Saga Medica, Sif Cosmetics og Tri- ton. - shá Hönnun í útflutning: Átta fyrirtæki í nýju verkefni NÁTTÚRA Vinir Vatnajökuls – holl- vinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs veittu á dögunum viðtöku 700 þúsund dollara styrk frá Alcoa Fjarðaáli eða rúmlega 80 millj- ónum íslenskra króna. Áður hafði Fjarðaál veitt sam- tökunum tvo styrki að upphæð um 145 milljónir króna, samtals eru því styrkir fyrirtækisins til Vina Vatnajökuls komnir yfir 200 milljónir króna á þremur árum. Fjármunirnir fara til margs konar verkefna sem tengjast kynningu, fræðslu og rannsókn- um í og við Vatnajökulsþjóðgarð. - shá Alcoa og Vinir Vatnajökuls: Stór styrkur til uppbyggingar HVANNADALSHNJÚKUR Hæsta fjall landsins er innan Vatnajökulsþjóðgarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TÆKNI Hópur tölvuþrjóta sem geng- ur undir nafninu Lulz Security eða LulzSec hefur ákveðið að leggja upp laupana eftir tveggja mánaða starf. Hópurinn tilkynnti ákvörð- unina í gegnum Twitter-síðu sína. Hópurinn braust meðal annars inn í gagnagrunna fyrirtækjanna Sony, Nintendo, sjónvarpsstöðv- anna Fox og PBS og einnig inn í gagna- grunn CIA. Þá olli hópurinn einnig usla hjá íslenska fyrirtækinu CCP fyrir skömmu. Í tilkynningu hópsins sagði að meðlimir hans voni að aðrir munu nú taka við keflinu af þeim. „Við vonum að hreyf- ingin muni þróast yfir í byltingu og að aðrir muni halda áfram starfi okkar. Ekki hætta, saman getum við risið undan oki kúgara okkar og öðlast það frelsi sem við eigum skilið.“ Ekki er vitað hverjir standa að baki Lulz Security en tölvuþrjót- ur að nafninu Whirlpool er sagð- ur forsprakki hópsins. Hann sagði hópinn hafa undir höndum minnst fimm gígabæt af opinberum gögn- um sem hann hyggist gera opinber einhvern tíman á næstu þrem vikum. Þó Lulz Security hafi lagt upp laupana munu tölvu- þrjótarnir þó halda áfram störfum hver í sínu lagi. - sm Skæðir tölvuþrjótar hætta samstarfi: LulzSec lagt niður Skyldumæting hjálpar bágstöddum nemum Ísland er undir meðaltali OECD þegar horft er til námsárangurs unglinga sem standa höllum fæti í samfélaginu. Asíulönd og Finnar skara fram úr öðrum. Krökkum gengur betur þeim mun lengur sem þau sitja í kennslustundum. SAMRÆMD PRÓF Íslenskir unglingar sem standa höllum fæti félags- eða fjárhagslega eiga erfiðara uppdráttar í skólakerfinu en nemendur í sambærilegri aðstöðu í OECD- ríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEIÐI Opnun Selár í Vopnafirði á laugardag mun fara í sögubæk- urnar sökum metveiði. Alls veidd- ust tuttugu laxar á aðeins fjór- ar stangir sem bætir met síðustu tveggja ára sem menn töldu að væri erfitt. Leigutaki Selár, Orri Vigfús- son, formaður Strengs, segir að þeir sem voru svo lánsamir að eiga opnunardaginn muni seint gleyma þessum ævintýralega degi. Ekki aðeins var tuttugu löxum landað heldur settu menn í annað eins af laxi og misstu. „Það er mikið vatn í Selá og erfitt að eiga við stóran lax. Því má segja eðlilegt að marg- ir sluppu.“ Laxarnir voru að mestu leyti tveggja ára fiskar frá tíu til fjórtán pund. Það vakti þó athyli að tveir eins árs laxar veiddust sem voru afar vel haldnir úr sjó, eða um sex pundin. Orri segir mikið af laxi vera gengið enda þó að áin sé aðeins fimm gráðu heit. Metveiði var við opnun Selár í fyrra, sem er til marks um mik- inn árangur í uppbyggingarstarfi í ánni. Þá var veðrið og skilyrði til veiðiskapar betri en nú, en Orri vill ekkert segja um það hvort góð opnun hafi forspárgildi um met- veiði í sumar. - shá Tuttugu laxar veiddust á aðeins fjórar stangir við opnun Selár í Vopnafirði: Besta opnun sem menn muna FRÁ OPNUN SELÁR Einar Páll Kjærne- sted og Ólafur M. Gunnlaugsson með 76 sentimetra hrygnu úr Fosshyl. MYND/SVANÞÓR EINARSSON MERKI LULZ SECURITY Hópurinn réðst meðal annars á heimasíðu CCP á Íslandi. FJARÐAÁL Samningar á sömu nótum og á milli aðila vinnumarkaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJARAMÁL Félagar í AFLi Starfs- greinafélagi hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Alcoa til þriggja ára. Atkvæðagreiðslu um samning- inn lauk í vikunni. Rúm 83 prósent samþykktu samninginn en tæp sautján prósent höfnuðu honum. Tæp 75 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Samningarnir byggja á sömu launabreytingum og þeir sem nýlega voru gerðir milli aðila vinnumarkaðarins, en í þeim eru ákveðnar nýjungar og breytingar. - shá 83 prósent samþykktu: AFL og Alcoa ljúka samningi VEISTU SVARIÐ? 1 Hvaða breski tónlistarmaður tróð upp í Hörpu á fimmtudagskvöld? 2 Hver er listrænn stjórnandi Ís- lenska dansflokksins? 3 Mótmælendur í Sýrlandi hafa undanfarið krafist afsagnar forsetans þar í landi, hvað heitir hann? SVÖR 1. Jamie Cullum 2. Katrín hall 3. Bashar Al Assad

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.