Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 10
27. júní 2011 MÁNUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING: Áhrif kólíveirunnar á spænska grænmetisbændur Spænskir grænmetis- bændur eru í sárum eftir að þýsk stjórnvöld sökuðu þá um að hafa dreift kólí- gerla-smituðum agúrkum. Tap bændanna hleypur á hundruðum milljóna evra en þeir fá aðeins lítinn hluta bættan. Kristján Hjálmars- son sótti Almeríu í Anda- lúsíuhéraði heim og kynnti sér starfsemi bændanna í stærsta matjurtagarði Evr- ópu. „Við áætlum að tapið frá því að E.coli umræðan kom upp sé um 400 milljónir evra,“ segir Gabriel Amat, bæjarstjóri í Roquetas del Mar, litlum bæ skammt utan við borgina Almería í Andalúsíu-hér- aði á Spáni. Spánverjar urðu fyrir miklu áfa l l i þegar þýsk stjórnvöld lýstu því yfir að kólíveira sem kom upp fyrir nokkrum vikum og varð sautján manns að bana, væri úr spænsk- um agúrkum. Áfallið varð ekki síst hjá spænsk- um grænmetis- bændum í Anda- lúsíu en þeir framleiða um 80 prósent af öllu grænmeti á Evrópu- markaði yfir vetrartímann – iðn- aður sem veltir um 2 milljörðum evra á ári eða um 300 milljörðum íslenskra króna. Nú hefur hins vegar komið í ljós að veiran kom ekki úr spænskum gúrkum held- ur strengjabaunum frá norður- hluta Þýskalands. Þýsk stjórnvöld og Evrópusambandið hafa beðist afsökunar á yfirlýsingum sínum en skaðinn er skeður. Höggið var þungt fyrir spænska grænmetisbænd- ur. Spænsk stjórnvöld hafa reynt ýmislegt til að leiðrétta umræðuna og brugðu meðal annars á það ráð að bjóða blaðamönnum frá Evrópu að heimsækja svæðið og kynna sér stærsta matjurtagarð álfunnar. Matjurtagarður Evrópu Grænmetið frá Andalúsíu-héraði skiptir spænskan efnahag gríðar- lega miklu máli. Fyrstu tvo mánuði ársins nam útflutningur á græn- meti af svæðinu um 44 prósentum af öllum útflutningsvörum Spánar. Meira en þriðjungur þess kemur af Campo de Dalías svæðinu sem er um 30 kílómetra frá Almería. Í janú- ar og febrúar voru 432 þúsund tonn af grænmeti flutt út þaðan. Campo de Dalías hefur líka oft verið kallað „matjurtagarður Evrópu“. Þegar flogið er yfir Almeríu og nágrenni blasa við gróðurhús hvert sem litið er. Hvítir plastdúkar sem notaðir eru í veggi og þök gróður- húsanna stinga í augu í annars afar fallegu umhverfi. Tæplega 40 þúsund hektarar lands eru lagð- ir undir gróðurhúsin. Vegna þessa hefur svæðið stundum verið nefnt „plastsjórinn“. Þessir hvítu, ljótu og flaksandi plastdúkar gegna samt stærra og veigameira hlutverki en maður áttar sig á í fyrstu. Bændur á svæðinu tóku þá fyrst í notkun fyrir um fimmtíu árum til að hlífa ræktarlandi sínu fyrir meginvind- áttum sem þar ríkja, vestanáttinni sem kallast levante og austanáttinni sem kallast poniente. Þess var þörf enda fer vindurinn á svæðinu yfir 20 hnúta, tæplega 40 metra á sek- úndu, um hundrað daga á ári. Sólar- stundir eru um 3.200 á ári sem er með því mesta sem gerist í álfunni. Aðstæður á svæðinu eru því kjörnar til grænmetisræktunar. 20% samdráttur hjá bændum Fernando Díaz er, ásamt konu sinni Lolu, einn þeirra bænda sem er leið- andi í grænmetisræktun í Campo de Dalías. Hjónin reka fyrirtækið Cli- sol og hafa um tvo hektara lands til ræktunar. Meðalbóndinn í Almeríu hefur 1,7 hektara til ræktunar en það dugir vel til að framfleyta heilli fjölskyldu. Í Þýskalandi eða á Eng- landi þarf hver grænmetisbóndi átta til tíu hektara lands til að komast af. Díaz segir að um 20 prósenta samdráttur hafi orðið hjá græn- metisbændum á svæðinu í kjöl- far umræðunnar um kólíveiruna. „Flestir bændur á svæðinu rækta nokkrar tegundir af grænmeti og munu því líklega komast í gegn- um þetta. Aðalhættan nú er hins vegar að þetta verði huglægt hjá fólki, það er að grænmetisneysla almennt dragist saman. Umræðan hefur áhrif á allan grænmetismark- aðinn,“ segir Díaz. Eins og gefur að skilja hugsar grænmetisbóndinn þýskum stjórn- völdum þegjandi þörfina. „Ef eitt- hvað hefði verið að grænmetinu frá okkur hefðum við bændurnir og fjölskyldur okkar orðið fyrst til að veikjast enda borðum við það sem við þurfum úr gróðurhúsunum,“ segir Díaz. Skilur vel reiði bændanna Christian Stielike er þýskur nær- ingarfræðingur sem starfar hjá Clisol. Hann kom til Spánar til að sörfa en heillaðist svo af starfi hjónanna í Clisol að hann fór að Mikið högg fyrir matjurtagarð Evrópu FERNANDO DÍAZ CHRISTIAN STIELIKE ÚR GRÓÐURHÚSUNUM Gróðurhúsin í kringum Almería þekja um 38 hektara lands. Þar eru aðallega átta tegundir grænmetis ræktaðar, þar á meðal agúrkur, tómatar, paprikur og eggaldin. NORDICPHOTOS/GETTY Talið er að yfir 90 prósent bænda í Campo de Dalía noti lífrænar varnir í gróðurhúsum sínum. Í stuttu máli má segja að með líf- rænum vörnum séu bændur hættir að nota eiturefni til að fæla burt skordýr sem herja á plönturnar. Þess í stað nota þeir „góð“ skordýr sem ráðast á, éta eða koma í veg fyrir frekari dreifingu, „vondu“ skordýranna (sjá graf hér til hliðar). Að sögn Christian Stielike, starfsmanns Clisol, lentu bændur í Campo de Dalía í vandræðum með papríkuræktun vegna eiturefna sem þeir notuðu fyrir nokkrum árum og í kjölfarið hrundi markaðurinn. Því hafi bændur tekið upp lífrænar varnir. „Fyrir tveimur árum voru um 80 prósent bænda sem notuðu þessa aðferð. Nú held ég að um 95 prósent bænda,“ segir Stielike. Hann segir að eldri bændur hafi þrjóskast við og reynt að halda áfram hinni hefð- bundnu eiturefnanotkun. „En þegar efnin fuku yfir til annarra bænda urðu þeir að bregðast við.“ Hér á landi hófust tilraunir með líf- fræðilegar varnir um 1980. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra garðyrkjubænda nota allir garðyrkjubændur hér á landi slíka aðferð og hafa ekki notað eiturefni í þó nokkur ár. Lífrænar varnir Ýmsir skaðvaldar sækja í plönturnar. Misjafnt er hvaða skaða „vondu“ pöddurnar valda en allar trufla þær vöxt plantnanna. Öðrum skordýrum, sem eru ekki grænmetisætur, er sleppt í gróðurhúsin. „Góðu“ pöddurnar éta eða hefta útbreiðslu skaðvaldanna. Dæmi um pöddur sem herja á íslensk gróðurhús og pöddur sem notaður eru til varnar: Vondar pöddur - Góðar pöddur Hvítflugur - Sníkjuvespa (Encarsia Formosa) Köguvængja (Trips) - Ránmaur (Amblyseius Cucumeris) Blaðlús - Sníkjuvespa (Aphedius Colemani) Spunamaur - Ránmaur (Phytoseilus Persimilis) Bændur nota líka bláar og gular límgildrur sem varnir gegn pöddunum. Þá nota bændur geldar hungangsflugur til frævunar. vinna hjá þeim. Hann segist vel skilja reiði bændanna. „Ég skil vel að þýsk stjórnvöld hafi brugðist við enda dóu margir eftir að hafa veikst af kólíveirunni. En að sama skapi skil ég vel reiði Spánverja enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir þá. Verðið á agúrkum féll, sem kom illa við marga. Þetta hefur líka haft áhrif á aðrar grænmetisteg- undir,“ segir Christian. „Nágranni okkar var tilbúinn með agúrkur sem hann átti bara eftir að senda af stað. Hann þurfti að fleygja þeirri upp- skeru, sótthreinsa húsin og byrja upp á nýtt.“ Áhrifanna gætir víða Áhrifa kólígerlaumræðunnar gætir víðar en á Spáni. Í síðustu viku lauk málþingi garðyrkjubænda á Norð- urlöndunum sem fram fór á Íslandi. Þar var meðal annars farið yfir áhrif kólígerlaveirunnar í Þýska- landi á grænmetisbændur á Norð- urlöndunum. Að sögn Bjarna Jóns- sonar, framkvæmdastjóra íslenskra garðyrkjubænda, hafði hún ekki vond áhrif á grænmetisneyslu Íslendinga. „Við bjuggumst við því að neyslan myndi dragast saman en þess í stað jókst hún – okkur til mik- illar furðu.“ Bjarni segir að sama hafi hins vegar ekki verið uppi á teningnum í Svíþjóð og Danmörku. Þar hafi grænmetisneysla dregist töluvert saman. Danskir grænmetis- bændur áætli að þeir séu að tapa um 1 milljón danskra króna á dag eða um 22 milljónum íslenskra króna. Lágar bætur Evrópusambandið hefur nú boðið grænmetisbændum í Evrópu um 210 milljónir evra í skaðabætur í kjöl- far kólígerlaumræðunnar. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Daci- an Ciolos, landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins, að það sé um helmingur þess fjár sem talið er að bændur hafi tapað á meðan kólí- veiruumræðan stóð sem hæst. Í byrjun árs upplýsti breska blaðið Guardian að tugir þúsunda ólöglegra inn- flytjenda, flestir flóttamenn, væru notaðir sem vinnuafl í gróðurhúsunum í kringum Almería. Góðgerðarsamtök sem unnið hafa með flóttamönnunum segja að um nútíma þrælahald sé að ræða. Eftir að fasteignamarkaðurinn á Spáni hrundi misstu margir flóttamenn vinnuna. Stór hluti þeirra neyddist til að sækja um starf í gróðurhúsunum þar sem aðstæður eru skelfilegar. ■ Meðal þess sem kemur fram í grein Guardian er að: ■ Flóttamennirnir búa í skúrum sem gerðir eru úr gömlum fjölum, klæddir plastdúkum. ■ Þeir hafa ekki aðgang að rennandi vatni. ■ Launin eru helmingi lægri en lágmarkslaun. ■ Þeim sem hafa ekki vegabréfaáritun er hótað að verða tilkynntir til lög- reglu. Nútíma þrælahald Kristján Hjálmarsson kristjan@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.