Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 14
14 27. júní 2011 MÁNUDAGUR Landsbankinn kynnti nýlega nýjar og endurbættar leiðir til lækkunar skulda viðskiptavina. Þær felast í því að rýmka mjög um skilyrði fyrir 110% leið bankans, í endurskipulagningu og niður- færslu ýmissa annarra skulda en fasteignaskulda og síðast en ekki síst í endurgreiðslu vaxta til skil- vísra viðskiptavina. Viðbrögðin við þessu hafa verið einstaklega góð. Þau sýna svo ekki verður um villst að hér erum við á réttri leið. Við hvetjum þá viðskiptavini okkar sem enn eiga eftir að kynna sér þessar lausnir, til að hafa sam- band við bankann og fara yfir sína stöðu. Frestur til að sækja um niðurfellingu annarra skulda en íbúðaskulda rennur út 15. júlí. Þeir sem eiga yfirveðsett hús- næði en hafa veðsett það fleir- um en Landsbankanum þurfa að sækja um 110% leiðina fyrir 1. júlí. Þeir sem eru með öll lán sín með veð í fasteign hjá Landsbank- anum þurfa ekki að sækja um. Um endurgreiðslu vaxta þarf ekki að sækja. Öflugri aðgerðir eru nauðsynlegar Þær leiðir sem hingað til hafa verið í boði hafa ekki verið fullnægjandi að okkar mati, þó þær séu ágætar um margt. Það er stefna bankans að taka myndarlega á skuldavanda heimila og fyrirtækja og við telj- um það langmikilvæg- asta verkefni bankans sem stendur. Með öfl- ugri aðgerðum næst að leysa vanda mun fleiri en áður, og fólk ræður betur við endurgreiðslur lána. Um leið er markmiðið að tryggja gott og far- sælt samband við viðskiptavini því á slíku sambandi vill bankinn byggja framtíð sína. Þetta er með öðrum orðum mikilvæg viðskipta- leg ákvörðun sem byggir á traustri fjárhagsstöðu Landsbankans. Sameiginlegur ávinningur Við áætlum að sú búbót sem við- skiptavinir bankans muni njóta með nýjum aðgerðum sé á bilinu 20 – 30 milljarðar króna ef allir nýta sér sinn rétt. Til að mæta þessum aðgerðum hefur Lands- bankinn gjaldfært á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs verulegar fjárhæðir til viðbótar þeim var- úðarsjóðum sem bankinn bjó yfir eftir að hann keypti lánin frá þrotabúi gamla bankans. Það eru framtíðarhagsmunir Landsbankans að grípa til aðgerða eins og þessara og tryggja með þeim sameiginlegan ávinning samfélags, viðskiptavina og eig- enda. Góð ávöxtun fyrir hluthafa Landsbankinn hefur verið rekinn með góðum hagnaði sem skilað hefur sér í ávinningi fyrir hlut- hafana. Ríkissjóður lagði Lands- bankanum hf. til 122 milljarða króna í nýtt eigið fé þegar efna- hagsreikningur hans lá fyrir í des- ember 2009. Bankinn hefur ávaxt- að það fjármagn mjög vel og eigið fé bankans hefur aukist verulega frá stofnun. Hlutur ríkisins hefur nú vaxið um 19 milljarða króna umfram þann fjármagnskostnað sem það hefur orðið fyrir vegna framlags síns til bankans. Lands- bankinn er mun verðmætari nú en hann var í upphafi og ríkissjóð- ur mun uppskera samkvæmt því þegar eigendastefnu ríkisins um að Landsbankinn hf. eigi að vera í dreifðri eignaraðild verður hrint í framkvæmd. Lokaorð Landsbankinn er hluta- félag. Daglegur rekstur bankans er í höndum stjórnenda hans. Þeir taka ákvarðanir um mikilvæg viðskipta- leg málefni rétt eins og stjórnendur ann- arra hlutafélaga. Þær ákvarðanir sem hér er fjallað um eru teknar á viðskiptalegum for- sendum. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman þegar kemur að aðgerðum í skuldamálum heimilanna. Það er hagur bankans að viðskiptamenn hans standi vel. Um þetta ríkir enginn ágreiningur eins og fram hefur komið af hálfu talsmanna þeirra sem fara með eignarhlut í Landsbankanum. Ég vil að endingu ítreka við við- skiptavini bankans, sem eiga eftir að sækja um lækkun skulda, að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara og sækja um áður en frestur rennur út. Þær leiðir sem hingað til hafa verið í boði hafa ekki verið fullnægjandi að okkar mati Krabbamein í ristli og enda-þarmi verður til í sepum sem er hægt að fjarlægja. Það tekur 10 ár fyrir krabbameinið að myndast. Hægt er að fjarlægja sepana og koma í veg fyrir að krabbamein- ið myndist. Ef krabbamein hefur myndast í sepanum getur verið hægt að fjarlægja það í ristilspegl- un eða ef stærra æxli hefur mynd- ast í skurðaðgerð. Langt genginn sjúkdómur er oftast ólæknanlegur og meðferðin sem sjúklingum er gefin til þess að halda sjúkdómn- um niðri, skurðaðgerðir, lyfjameð- ferð og geislameðferð er mjög dýr og erfið fyrir sjúklingana. Á Íslandi er árvekni vegna ein- kenna mikil og aðgengi að læknum gott. Allir sem vilja geta fengið ristilspeglun með stuttum fyrir- vara og komast fljótt að í skurð- aðgerð. Þrátt fyrir þessa góðu þjónustu hefur hlutfall læknan- legra æxla ekki aukist. Ástæðan fyrir þessu er að einstaklingar fara ekki í rannsókn fyrr en þeir hafa fengið einkenni. Þegar ristil- krabbamein er farið að gefa ein- kenni er það orðið ólæknanlegt í helmingi tilfella. Vegna breytinga í aldursdreif- ingu þjóðarinnar fjölgar þeim sem hafa krabbamein í ristli og enda- þarmi mikið. Árið 2006 greindust 130 með krabbamein í ristli og endaþarmi (1), árið 2020 er spáð að þeir verði 166 (2) og árið 2050 gæti fjöldinn hafa tvöfaldast. Á síðastliðnum árum hefur með- ferðin við krabbameini í ristli og endaþarmi orðið árangursríkari vegna bættrar myndgreiningar, betri aðgerðartækni og nýrra og betri krabbameinslyfja. Í sumum tilfellum er krabbamein í ristli og endaþarmi orðið að hægfara lang- vinnum sjúkdómi sem er haldið niðri með lyfjum. Þessi nýja með- ferð er mjög dýr og kostnaður á eftir að aukast mikið ef ekkert verður við því gert. Arfur og umhverfisáhrif stuðla að myndun krabbameins- ins. Erfðaráhrifin eru áberandi hjá um það bil 5% krabbamein- anna og ef slík æxli finnast þá eru ættingjar sjúklingsins rist- ilspeglaðir og hafðir í eftirliti. Þetta gagnast þó fáum og hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðuna. Ýmsar fæðutegundir hafa verið álitnar auka áhættuna á því að fá krabbamein en það eru ekki til neinar rannsóknir sem sanna það. Það eru ekki til rannsóknir sem sýna að það hafi verið hægt að lækka tíðni krabbameinsins með því að breyta mataræði. Lífs- stílsháðir þættir eins og hreyf- ingarleysi, offita, reykingar og áfengisneysla auka áhættuna á að fá krabbamein í ristil og enda- þarm en það er erfitt að fá fólk til þess að breyta lífsstíl. Breyting- ar í mataræði og lífsstíl eru því ekki heppilegar til þess að lækka tíðni krabbameins í ristli og endaþarmi. Þetta eru hins vegar upplýsingar sem eiga erindi til almennings. Hollt mataræði og hollt líferni bætir og lengir lífið. Það er kallað skimun þegar leit- að er að sjúkdómi hjá einkenna- lausum einstaklingum. Krabba- mein sem finnast við skimun eru á lægri stigum og því meiri líkur á að það sé hægt að lækna sjúk- dóminn með skurðaðgerð. Þrjá aðferðir hafa aðallega verið not- aðar til skimunar fyrir krabba- meini í ristli og endaþarmi. Leit að blóði í hægðum, stutt ristilspegl- un (Allt að 60 cm frá endaþarm- sopi) og löng ristilspeglun (Allur ristillinn). Leit að blóði í hægðum og stutt- ar ristilspeglanir eru vel rannsak- aðar aðferðir. Með leit að blóði í hægðum er hægt að lækka dán- artíðni um 30% hjá þeim sem taka þátt en með þeirri aðferð er ekki hægt að finna og fjarlægja sepa og þess vegna lækkar hún ekki nýgengi (tíðni) sjúkdóms- ins. Speglanir hafa þann kost að fyrir utan að það er hægt að finna krabbamein er hægt að finna og fjarlægja sepa í þeim hluta rist- ils sem rannsakaður er. Stór bresk rannsókn á stuttum ristil- speglunum sem var birt á síðasta ári sýndi að dánartíðni lækkaði um 43% og nýgengi lækkaði um 33% hjá þeim sem voru speglaðir (vegna þess að separ höfðu verið fjarlægðir) (3) Stutt ristilspeglun er því besta þekkta aðferðin sem hefur verið nægilega vel rannsök- uð til þess að hægt sé að nota hana við skimun. Við langa ristilspeglun er allur ristillinn skoðaður. Hreinsun fyrir aðgerðina og aðgerðin sjálf er miklu meiri en við stutta rist- ilspeglun og meiri hætta á fylgi- kvillum. Engar vísindalegar rannsóknir eru til sem sýna fram á gagnsemi fullrar ristilspeglunar í að lækka tíðni krabbameins í ristli og enda- þarmi og til að lækka dánartíðn- ina. Ef það sýnir sig í rannsókn að almenningur mætir ekki í rann- sóknina vegna óþæginda af rann- sókninni eða ef það kemur í ljós að þátttakendur geti dáið af rann- sókninni þá verður ekki hægt að ráðleggja þessa aðferð. Fjölþjóðleg rannsókn er byrj- uð til þess að kanna gildi langra ristilspeglana til skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi ( NordICC, Nordic and European initiative on Colorectal Cancer, skráð hjá www.clinicaltrials.gov.). Farið er að taka inn einstaklinga í rannsóknina í Hollandi og Pól- landi. Byrjað verður í Noregi á þessu ári og Svíþjóð mun fylgja á eftir fljótlega. Gert hefur verið ráð fyrir að 2.000 af 12.000 ristilspeglunum í rannsókninni færu fram hér á Íslandi. Vísindasiðanefnd og Pers- ónuvernd hafa veitt leyfi fyrir rannsókninni. Hún mun verða gerð á Landspítala með aðstoð Krabbameinsskrárinnar. Það kostar 60 til 100 milljónir króna að gera íslenska hluta rannsókn- arinnar og verður leitað til fyrir- tækja og einkaaðila til að styrkja gerð rannsóknarinnar. Árlegur kostnaður sjúkrahús- anna af meðferð vegna krabba- meins í ristli og endaþarmi er yfir 1.000 milljónir en verður tvisvar sinnum meiri árið 2050 ef ekkert verður gert til að lækka nýgengið. Forvörn með ristilspeglunum gæti verið ódýrari og betri en meðferð- in sem beitt er í dag en við þurfum að hafa vísindalega sönnun fyrir því til þess að geta ráðlagt ristil- speglunarskimun fyrir alla þjóð- ina. 1. Krabbameinsskráin 2. European Journal of Cancer Prevention júní 2002. 3. The Lancet, Volume 375, Issue 9726, Pages 1624 - 1633, 8 May 2010. Once-only flexible sigmoi- doscopy screening in prevention of colorectal cancer: a multicentre randomised controlled trial. Prof Wendy S Atkin PhD a, Rob Edwards PhD b, Ines Kralj-Hans PhD a, Kate Wooldrage MSc a, Andrew R Hart MD c, Prof John MA Northover MS d, D Max Parkin MD e, Prof Jane Wardle PhD f, Prof Stephen W Duffy MSc b, Prof Jack Cuzick PhD b, UK Flexible Sigmoidoscopy Trial Investigators Skipulegar ristilspeglanir og nýgengi krabbameins Mikill ávinningur af skuldalækkun Fjármál Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans Heilbrigðismál Tryggvi Stefánsson dr. med. og almennur skurðlæknir Fjallað verður um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt. Frummælendur eru Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Kristján Möller, alþingismaður og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Fundarstjóri er Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. FJÁRFESTUM Í SAMGÖNGUM MORGUNVERÐARFUNDUR Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um samgöngumál miðvikudaginn 29. júní kl. 8.30 til 10.00 á Grand Hótel Reykjavík Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.sa.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.