Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 18
27. júní 2 „Þetta verkefni var í raun algjör draumur þar sem þau á Grillmarkaðnum voru svo góð að gefa mér algerlega frjálsar hendur,“ segir Greg. Hráviðinn sótti hann meðal annars á Skarðströnd en í leirinn blandaði hann íslenskri eldfjallaösku. Greg hefur getið sér gott orð fyrir keramík sína en borðbúnaður hans er eins náttúrulegur og hugsast getur og notar hann til að mynda enga liti. Diskarnir eru stórir, 30 sentímetra breiðir, og Greg segir hönn- unina vera eilítið villta, enda trúi hann að fólk hafi fjarlægst svolítið þann hefðbundna, stílhreina borð- búnað sem átt hafi upp pallborðið síðustu árin. Greg er með fleiri verkefni í gangi en hann er að gera diska fyrir Dill Restaurant og skálar fyrir Vík- ingakrána í gamla Naustinu. Hægt er að skoða verk Gregs á facebook-síðunni Ceramic Tundra. juliam@frettabladid.is Framhald af forsíðu Greg með nýjan borðbúnað sem notaður verður á Grill- markaðnum. OFNAR: HELLUBORÐ KERAMIKBORÐ SPAN UR: HÁFAR: UPPÞVOTTAVÉLAR: FRÁBÆRT TILBOÐ Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Veggfóður má fá í ýmsum litum og af ýmsum gerð- um. Með nýrri tækni hefur opnast ný vídd í vegg- fóðursmynstrum. Fyrirtækið Couture déco hefur til dæmis framleidd veggfóður með mynstri Chesterfield sófasetts. „Ég er nýkominn heim frá því að leggja lokahönd á samninginn og ræða við fleiri aðila um önnur verkefni,“ segir Einar Ólafsson arkitekt hjá Arkiteo ehf, en hann ásamt arkitektunum Gunnari Sig- urðssyni, Ástríði Magnúsdóttur og Helga Steinari Helgasyni hefur nýlega stofnað útibú frá Arkiteo í Mumbai á Indlandi. Þetta þykja tíðindi í heimi arkitekta á Íslandi þar sem verkefni hafa verið af skornum skammti eftir hrun. Einar segir fasteignamarkaðinn á Indlandi galopinn. „Samningurinn hljóðar upp á hönnun á 60 hæða íbúðaturni og við höfum einnig þegar gert til- lögu að 17 hæða íbúðaturni fyrir annan aðila. Þá höfum við feng- ið loforð um að teikna 10.000 fer- metra hótel sem á að standa úti í sjó við Mumbai og eins er búið að viðra við okkur annan 40 hæða íbúðaturn,“ segir Einar. „Þetta eru spennandi verkefni og þarna er allt iðandi í framkvæmdum. Hug- myndin er að eitt af okkur eða tvö verði staðsett í Mumbai en ætlun- in er að vinna verkefnin að mestu leyti hér heima.“ Upphafið að ævintýrinu má rekja til þess þegar Einar fór ásamt félaga sínum á orkuráð- stefnu til Abú Dabí höfuðborg- ar Sameinuðu furstadæmanna, á vegum Íslandsstofu árið 2009. Í framhaldinu var stofnað teymi 6 arkitektastofa á Íslandi, Geysir Arkitekts, til að sækja á arki- tektamarkaðinn í Abú Dabí. Eftir að slitnaði upp úr samstarfi Ein- ars við Geysi Arkitekts, hélt hann viðskiptatengslum sínum við Ind- verjann Kamlesh Avasare, sem hann hafði kynnst í Abú Dabí á ráðstefnu árið 2010. „Til að gera langa sögu stutta urðu aðstæður í Abú Dabí til þess að Kamlesh færði sig til Ind- lands og útvegaði okkur verk- efnið um teikningu íbúðaturnsins í Mumbai,“ segir Einar. „Viðskiptavinurinn að 17 hæða turninum er múslimi og við geng- um út frá því í hönnuninni. Við leikum okkur með guðdómlegt form, sem kallað er, úr Islam, sem við fjölföldum. Litirnir á Indlandi eru kröftugir og við nýtum okkur það einnig. Til dæmis leitum við í Sari, búning indverskra kvenna í hönnun gardína í byggingunni svo byggingin verður aldrei eins yfir daginn, eftir því hvar dregið er fyrir glugga.“ Aðspurður segir hann hönnun þeirra Íslendinganna skera sig úr á svæðinu. Mikið sé um bygging- ar í póstmódernískum stíl og gæði ekki alltaf höfð að leiðarljósi. „Það fréttist hratt innan fast- eignabransans í Mumbai að við værum að teikna fyrir þennan stóra aðila og þá vildu aðrir fá okkur líka til að teikna. Ég hef trú á að þegar verkefnin fara af stað geti opnast heil flóðgátt.“ heida@frettabladid.is Opna stofu á Indlandi Fjórir íslenskir arkitektar munu hanna 60 hæða íbúðaturn i Mumbai á Indlandi. Þau opnuðu stofu utan um verkefnið í Mumbai í síðasta mánuði og eru þegar komin með fleiri verkefni á teikniborðið ytra. Tillaga Arkiteo að 17 hæða íbúðaturni í Mumbai. Þar nýta þau sé sterka liti Indlands og „guðdómleg form“ úr Islam. MYND/ARKITEO Einar Ólafsson, Gunnar Sigurðsson, Ástríður Magnúsdóttir og Helgi Steinar Helgason hafa stofnað arkitektastofu í Mumbai á Indlandi og hafa þegar skrifað undir samning um hönnun á 60 hæða íbúðaturni í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.