Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 27. júní 2011 21 Fyrrum kærustuparið Cameron Diaz og Justin Timberlake elska ennþá hvort annað ef marka má viðtal við Timberlake í norska blaðinu Verdens Gang. Diaz og Timberlake leika á móti hvort öðru í myndinni Bad Teacher en þau voru kærustupar á árunum 2003 -2006. Timberlake fullyrðir að tilfinn- ingarnar á milli hans og Diaz hafi breyst í gegnum tíðina og núna elski þau hvort annað sem vini. „Við höfum eytt miklum tíma saman undanfarið vegna myndar- innar og uppgötvuðum að vináttan á milli okkar er eðlileg og þægi- leg í alla staði,“ sagði Timberlake í viðtali við norska blaðið Verdens Gang. Elska hvort annað ÞÆGILEG VINÁTTA Cameron Diaz og Justin Timberlake eru góðir vinir og elska ennþá hvort annað. NORDICPHOTO/GETTY Leikkonan Jennifer Aniston og kærasti hennar, leikarinn og hand- ritshöfundurinn Justin Theroux, sáust saman opinberlega í fyrsta sinn á MTV kvikmyndaverðlaun- um sem fram fóru í byrjun júní. Parið virðist afskaplega ástfang- ið og hyggst ættleiða hund saman. Að sögn vina er Theroux mjög spenntur fyrir því að stofna heim- ili með Aniston og talar stanslaust um hversu yndisleg nýja kærast- an sé. „Hann getur ekki hætt að monta sig og sýnir öllum sem vilja sjá mynd sem hann geymir af henni á símanum sínum. Hann er á þeim stað í lífinu þar sem hann langar að festa ráð sitt og eignast börn og hann er fullviss um að Jennifer yrði frábær móðir,“ var haft eftir vini leikarans. Aniston hefur ekki talist heppin í ástum eftir skilnað sinn við Brad Pitt en vinir hennar virðast sam- mála um að Theroux gæti verið sá eini rétti. „Ég vona að ég sé komin á þann stað þar sem ég get notið þess að vera með frábærum manni og stofnað með honum fjölskyldu, það hefur alltaf verið draumur minn,“ sagði leikkonan í nýlegu viðtali. Aniston hefur fundið ástina ÁNÆGÐ Jennifer Aniston hefur fundið ástina í örmum leikarans Justin Theroux og ætla þau að ættleiða hund saman. NORDICPHOTOS/GETTY Platan Búgí! með Skúla mennska og hljómsveitinni Grjóti er komin út. Hún hefur að geyma tólf til- vistarspekileg lög um samskipti kynjanna. Lög og textar eru eftir forsprakkann Skúla Þórðarson, sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Auk Skúla og Grjóts kemur fram á plötunni Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leik- og söng- kona, auk þess sem þær Lilja Björk Runólfsdóttir og Rósa Guð- rún Sveinsdóttir sjá um bakradd- ir. Leifur Jónsson leikur á bás- únu, Eiríkur Rafn Stefánsson á trompet og Ragnar Árni Ágústs- son á saxófón. Skúli gefur út Búgí! NÝ PLATA Skúli mennski og Grjót ásamt Þórunni Örnu Kristjánsdóttur. MYND/ERNIR EYJÓLFSSON Viðhafnarútgáfa af Nevermind með Nirvana kemur út 19. sept- ember, 20 árum eftir að upphaf- lega platan kom út. Fjórir geisla- diskar og einn mynddiskur fylgja með pakkanum. Þar verða áður óútgefin lög, B-hliðalög, tónleika- upptökur og fleira góðgæti. Á mynddisknum verða tónleikar með Nirvana sem hafa aldrei áður verið gefnir út. Nevermind hefur selst í rúmum þrjátíu millj- ónum eintaka. Hún náði efsta sætinu á Billboard-listanum í Bandaríkjunum en sjöunda sæti í Bretlandi. Forsprakkinn Kurt Cobain framdi sjálfvíg þremur árum eftir útgáfuna. Nevermind í nýrri útgáfu VIÐHAFNARÚTGÁFA Nevermind kemur út í viðhafnarútgáfu 19. september. www.bmvalla.is Terra Flekar r nýtt og falTerra e legt verandarefni úr slípuðum em fæst í hvhellum s ítu, gráu og svörtu. g y gFlekar eru einföld o sn rtile lausn sem lífgar upp á gönguleiðir ðí gar inum. Komdu á sýningarsvæði okkar í Fornalundi og skoðaðu nýjungarnar og fleiri spennandi lausnir fyrir garðinn þinn. Spennandi nýjungar frá BM Vallá BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð! Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Opið mánud.-föstud. 8-18 Jazz- bekkurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.