Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 46
27. júní 2011 MÁNUDAGUR30 BESTI BITINN Í BÆNUM „Mér finnst mjög gott að fara á Grænan kost í hádeginu. Ódýrt og hollt og skammtarnir eru vel úti látnir.“ Richard P. Foley, hönnuður „Ég ætla ekki að gefa neitt nákvæmt upp en get þó sagt að þetta er lítil hrollvekja. Ég er að þróa hana og hún er á mjög viðkvæmu en spennandi stigi um þessar mundir,“ segir Sigurjón Kjartansson, hand- ritshöfundur. Hann fékk nýverið handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir kvikmyndina Stúlkan og djöfullinn. Sigurjón er mikill aðdáandi hryllingsmynda og hann hefur lengi dreymt um að skrifa handrit að slíkri mynd. „Ég er þeim megin í tilverunni að mér finnst ég vera tilbúinn að gera hryllingsmynd og leggja þannig lóð mín á vogarskálar þessa kvik- myndaflokks.“ Að mati Sigurjóns hafa hryllings- myndir ekki alltaf notið sannmælis hjá sjálfskip- uðum kvikmyndaspekúlöntum en hann viðurkennir jafnframt að það sé afskaplega vandmeðfarin list að gera góða hrollvekju. Aðspurður vill Sigurjón ekk- ert tjá sig um hvort hryllingsmyndin sem hann er með í smíðum sé í blóðugum splatterstíl eða tilheyri sálartryllis flórunni. „Það er bara kominn tími til að gera alvöru, íslenska hryllingsmynd. Nægur er efniviðurinn.“ Dagskrá Sigurjóns er þéttsetin því hann stað- festir að undirbúningur fyrir þriðju þáttaröðina af Pressu sé þegar hafinn. „Við erum komnir með gott persónugallerí sem er þægilegt að vinna úr og við hlökkum til að vefa nýja þræði í kringum þær.“ -fgg Sigurjón skrifar hryllingsmynd Í HRYLLINGSGÍR Sigurjón Kjartansson er að skrifa handrit að hryllingsmynd sem heitir Stúlkan og Djöfullinn. Hann er jafn- framt að undirbúa þriðju þáttaröðina af Pressu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við hugsum ekki um þetta sem sam- keppni við þá. Við miðum bara við það sem við erum að gera. En það er samt gott að hafa samkeppni svo menn peppi sig upp og reyni að gera betur,“ segir uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson. Hann hefur stofnað uppistandshópinn Innrásarvíkingarnir ásamt Begga blinda og Óskari Pétri Sævarssyni. Fyrir á uppi- standsmarkaðnum er hópurinn Mið-Ísland sem hefur notið töluverðra vinsælda að undanförnu. Innrásarvíkingarnir ætla að ferðast um landið í sumar og eru bókaðir víða, þar á meðal á Akureyri, Egilsstöðum, í Vest- mannaeyjum og í Keflavík. Næst verða þeir á Sódómu Reykjavík á miðvikudagskvöld. Sýningin nefnist Innrásarvíkingarn- ir sigra Ísland (því hálfvitar eiga að vera heima hjá sér). „Þetta er augljóst háð,“ segir Rökkvi. „Við erum alla vega opinber fífl. Við þykjumst ekki vera mjög gáfaðir í því sem við erum að gera og förum ekkert út úr landi með það heldur.“ Hann telur Íslendinga vera opnari fyrir uppistandi nú en áður, þökk sé skemmti- þættinum Hringekjunni sem var í Sjón- varpinu. „Jafnvel þó að Hringekjan hafi verið misheppnaður þáttur var uppistand það eina sem var gott í honum. Af því að þetta var á Spaugstofutímanum virðist þetta hafa opnað augu Íslendinga fyrir uppistandi.“ -fb Innrásarvíkingar með uppistand INNRÁSARVÍKINGAR Uppistandshópurinn Innrásarvíkingarnir ætlar að ferðast um landið í sumar og segja brandara. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG „Ég er áhlaupamanneskja og byrja allt af krafti. Ég er búin að ná þriggja mánaða markmiðinu mínu sem var að missa sjö kíló,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Þingkonur flokksins, þær Vigdís, Siv Frið- leifsdóttir og Eygló Harðardóttir stunda allar líkamsrækt af kappi um þessar mundir. Siv Friðleifsdóttir hefur lagt stund á sjósund undanfarin ár en tók nýverið upp á þeirri iðju að hlaupa úti. „Ég fékk í lungun í vetur og er að reyna að hlaupa það úr mér.“ Þingkonunni finnst útihlaupin vera mjög slakandi og gefandi, hún er ekki mikið fyrir að fara í hinar hefðbundnu líkams- ræktarstöðvar heldur kýs frekar að njóta náttúrunnar í allri sinni dýrð. „Það er frábært að hlaupa og virkilega hressandi.“ Siv hleypur mikið í Vesturbænum og lætur sér ekki alltaf nægja útiskokkið. „Ég hljóp til að mynda út í Nauthólsvík um daginn, fór í sjósundið og hljóp síðan aftur heim.“ Eygló Harðardóttir er á sömu nótum og Siv því hún hefur sett sér það markmið að hlaupa hálf- maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í þágu góðs málstaðar. Eygló viður- kennir að hún sé ekki mikil íþrótta- manneskja en hún er þó byrjuð að æfa sig. „Ég hleyp þrisvar í viku og reyni síðan að fara í skíðavél- ina þess á milli. Ég geri bara eins mikið og lappirnar á mér þola,“ segir Eygló en hún hyggst vekja athygli á legslímuflakki með þátt- töku sinni. Mikið hefur verið látið með holdafar formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson- ar, sem sjálfur hefur sagt að hann þurfi að taka sig á. Eygló segir þó ekki vera allt sem sýnist. „Það kæmi fólki á óvart hvað hann er hávaxinn og samsvarar sér vel.“ Vigdís Hauksdóttir byrjaði í líkamsrækt í mars þegar henni fannst aukakílóin vera farin að læðast aftan að sér. Hún fékk því vinkonu sína, sem er einkaþjálf- ari, til að leiðbeina sér og vaknaði klukkan hálfsex á morgnana til að geta hreyft sig með henni. „Og nú er ég í kraftgöngum, geng sjö til tíu kílómetra tvisvar til þrisvar í viku og ætla gera það að mínum lífsstíl.“ Hún bætir því við að hreyfingin sé þingmönnum nauðsynleg. „Til að halda það út í þessu starfi er algjörlega lífsnauðsynlegt að slíta sig frá þessu argaþrasi og hreyfa sig.“ freyrgigja@frettabladid.is VIGDÍS HAUKSDÓTTIR: LÍFSNAUÐSYNLEGT AÐ STUNDA HREYFINGU Framsóknarkonur á iði „Þetta er mjög spennandi. Næsta rökræna skref hjá mér er að prófa Ameríku,“ segir auglýsingaleik- stjórinn Þórhallur Sævarsson. Hann hefur samið við hið virta bandaríska framleiðslufyrirtæki Madheart og ætlar að starfa fyrir það á næstunni. Þórhallur hefur á sjö ára ferli sínum unnið mest- megnis í Evrópu og gert auglýs- ingar fyrir Skoda, Philips, McDon- ald´s, Vodafone, Coca-Cola og fleiri þekkt fyrirtæki. „Ég hef svolítið geymt Ameríkumark- aðinn þangað til maður myndi finna rétta tímann og fólkið til að vinna með. Þetta er frekar lítið „butique“-fyrirtæki. Konan sem á það er búin að vera framleiðandi í tuttugu ár og eiginmaður henn- ar er þekktur handritshöfundur og bíómyndaframleiðandi,“ segir Þórhallur og ljóst að samningur- inn gæti haft mikla þýðingu fyrir hann. „Að hafa rétta fyrirtækið á bak við sig og rétta fólkið skiptir öllu máli til að eiga möguleika á að komast í þessi toppverkefni.“ Samningurinn var undirritað- ur í síðustu viku og er Þórhallur strax kominn í samkeppni um þrjú verkefni í Bandaríkjunum. „Þetta byrjar greinilega með trukki,“ segir hann og stefnir á að flytja til Los Angeles með fjölskyldu sinni á næsta ári. -fb Reynir við Ameríku SAMDI VIÐ MADHEART Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson hefur samið við fyrirtækið Madheart. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KRAFTMIKLAR Þingkonur Framsóknarflokksins eru allar á fullu í líkamsræktinni, hver í sínu horni. Vigdís Hauks- dóttir hefur verið í ræktinni í þrjá mánuði og hefur þegar misst sjö kíló, Eygló Harðardóttir býr sig undir hálfmaraþon og Siv Frið- leifsdóttir stundar útihlaup. Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.