Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 4
13. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR4 STÓRBRUNI VIÐ SUNDAHÖFN MÖKKURINN Þykkan og eitraðan reykjarmökk lagði til norðvesturs frá endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum í fyrrinótt. Mökkinn lagði yfir nálæg fyrirtæki en mest af reyknum blés út á Faxaflóann. Hefði vindátt verið norðanstæð hefði hann lagt yfir íbúðahverfin í Kleppsholti, þar með talin dvalarheimili aldraðra og hjúkrunarheimili. Þeir sem voru á vettvangi með óvarin öndunarfæri fundu fljótt fyrir óþægindum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið þá hlýtur sú spurning að vakna hvort þessi starfsemi geti yfirhöfuð verið þarna og hvort starfsleyfið sé of rúmt,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, formað- ur borgarráðs, um brunann í dekkjahaug á lóð Hringrásar í fyrrinótt. „Ég er mjög hugsi yfir þessu og því að við eigum það að hluta til undir hag- stæðri vindátt að ekki hafi skapast vandræði fyrir íbúa í nágrenninu,“ bætir hann við. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri er sammála Degi og segir að athuga þurfi alvarlega hvort starfsemi af þessu tagi eigi nokkurt erindi jafn nálægt íbúðabyggð. „Ég væri afskaplega feginn ef ég myndi ekki þurfa að koma hingað aftur,“ sagði hann á vettvangi í fyrrinótt. Dagur bendir þó á að slökkvi- starf hafi gengið mun betur núna en í brunanum fyrir sjö árum. „Ég held að við verðum að leyfa öllum kurlum að koma til graf- ar áður en við drögum álykt- anir því að það va r ð n ið u r - staðan síðast eftir allítarlega skoðun að gefa starfsleyfi á nýjum grunni.“ Einar Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Hringrásar, er hins vegar ekki á sama máli og tvímenning- arnir. Hann segir fyrirtækið ekki á förum úr Klettagörðum. Það hafi brugðist við öllum athugasemdum sem gerðar voru eftir brunann árið 2004 og í þetta sinn hafi það full- nægt öllum skilyrðum sem því hafa verið sett. „Við erum búnir að leggja út í alla þessa hluti af miklum metnaði og þess vegna eru þetta mikil von- brigði,“ segir Einar. Hann segir það sérstaklega hafa fengið á menn að heyra af grun- semdum um íkveikju. „Það er erf- itt að tryggja sig fyrir mannlegum breyskleika,“ segir Einar. „Ef ein- hver ætlar sér að kveikja í húsinu sínu þá gerir hann það væntanlega sama hvaða ráðstafanir þú gerir. Það er erfitt að eiga við ásetning.“ Spurður um efasemdirnar sem vaknað hafa um staðsetninguna og að hún bjóði hættunni heim segir Einar að eftir breytingarnar sem gerðar hafi verið eigi svona ekki að geta gerst nema með utanaðkom- andi aðstoð. „Ef við förum út í það, þá er mikið meiri hætta af öðrum hlut- um, ef brennuvargar láta sig til dæmis bera niður á bílaplaninu við Kringluna eða við olíutankana í Örfirisey. Hvar á að draga mörkin í þessu?“ spyr Einar. Hann segir fyrirtækið vera að innleiða öryggisstaðal og í neyslu- samfélagi eins og við lifum í sé mikið hagræði fólgið í því að hafa endurvinnslustöð innan seilingar. Enda hafi starfsmenn þess fundið fyrir miklum stuðningi í nágrenn- inu undanfarin ár. Dagur fundaði um málið í gær- morgun með slökkviliðsstjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðis- eftirlitinu, fulltrúum af umhverfis- sviði borgarinnar og fleirum. Hann segir málið mjög alvar- legt. Fyrsta skoðun bendi til þess að Hringrás hafi verið innan allra heimilda en engu að síður hafi verið óskað eftir því að farið yrði yfir öll þessi mál, ákvæði starfsleyfisins, hvernig því hefði verið framfylgt og sömuleiðis þeim skilyrðum sem sett voru eftir síðasta bruna. Þær upplýsingar eiga að liggja fyrir í næstu viku. stigur@frettabladid.is Efins um staðsetningu Hringrásar Formaður borgarráðs og slökkviliðsstjóri spyrja sig hvort flytja þurfi fyrirtækið Hringrás fjarri íbúðabyggð eftir annan stórbrunann þar á nokkrum árum. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið hafa fullnægt öllum skilyrðum sem því voru sett og ætli hvergi að fara. DAGUR B. EGGERTSSON EINAR ÁSGEIRSSON Íbúasamtök Laugardals ósátt „Við erum ekki fylgjandi því að svona starfsemi sé inni í borginni,“ segir Sigurður Þ. Þórðarson, formaður íbúasamtaka Laugardals. Almenn óánægja sé með að stórbruni hafi orðið hjá sama fyrirtækinu með ekki lengra millibili, óháð því því hvort það beri nokkra ábyrgð á brunanum núna. Vera fyrirtækisins á staðnum bjóði hættunni heim. Það er erfitt að tryggja sig fyrir mann- legum breyskleika. EINAR ÁSGEIRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI HRINGRÁSAR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Bónstö Íslands –ð bón og þvottur ur og bón að utanverðu.tÞvot ekki fyrir breytta jeppa.r Gildi ánar á hópkaup.is.Sjá n HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 2.700 kr. GILDIR Í 24 TÍMA Listaverð: 4.500 kr. Afsláttur: 40% Afsláttur: 1.800 kr. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 553 1 Fólksbíll 3.300 kr. Listaverð: 5.500 kr. Afsláttur: 40% Afsláttur: 2.200 kr. Jepplingur 3.600 kr. Listaverð: 6.000 kr. Afsláttur: 40% Afsláttur: 2.400 kr. Jeppi VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 23° 26° 17° 23° 21° 21° 21° 26° 18° 30° 31° 31° 20° 21° 18° 18°Á MORGUN Hægur vindur, skúrir síð- degis inn til landsins. FÖSTUDAGUR 5-10 m/s. 13 12 12 12 16 17 10 5 12 14 16 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 11 14 14 13 15 11 12 14 15 10 DÁLÍTIL VÆTA og stífari vindur um sunnan- og vestan- vert landið í dag. Dregur úr vindi og vætu á morgun og léttir til, fyrst V-til. Á föstudag verður ríkjandi vindátt orðin norðaustlæg en þá léttir til og hlýnar syðra en það kólnar smám saman norðan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.