Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 12
12 13. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 A f orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evr- ópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi, sem koma fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarviðræðurnar. „Ég geri mér grein fyrir því eftir þetta samtal að fjárfestingar í sjávarútvegi verða erfiðasti þátturinn,“ sagði Jóhanna við Fréttablaðið í gær. Þarf þetta að verða erfitt mál? Margir, þar á meðal ýmsir for- ystumenn í sjávarútvegi, hafa fært rök fyrir því á undanförnum árum, alveg óháð umræðunni um ESB, að bannið við beinni erlendri fjárfest- ingu í sjávarútvegi sé tímaskekkja og til óþurftar. Bannið torveldar þannig sjávar- útvegsfyrirtækjum að sækja sér áhættufé á hlutabréfamarkaði til frekari vaxtar. Á sínum tíma fékk Ísland undanþágu á sviði sjávarútvegs frá ákvæðum EES-samningsins um fjárfestingafrelsi. Þá ríkti talsverður ótti um að útlendir fjárfestar gleyptu hér heilu atvinnugreinarnar. Hann reyndist ástæðulaus; þvert á móti voru það íslenzku fyrirtækin sem nýttu sér fjárfestingafrelsið til að vaxa erlendis. Þar létu sjávarútvegsfyrirtækin ekki sitt eftir liggja. Fyrirtæki á borð við Samherja hafa verið umsvifamikil í sjávarútvegi innan Evrópu- sambandsins. Fyrirtæki í eigu Íslendinga ráða til dæmis drjúgum hluta úthafsveiðikvóta Þýzkalands og Bretlands. Ísland getur að sjálfsögðu ekki haldið því fram til langframa að það sé allt í lagi að Íslendingar fjárfesti í sjávarútvegi í ESB, en fyrirtæki frá öðrum Evrópuríkjum megi ekki fjárfesta hér. Óttinn er ástæðulaus. Íslenzkur sjávarútvegur er öflugri en sjávarútvegur flestra ríkja ESB og líklegt að áfram verði það fremur Íslendingar sem fjárfesta ytra en öfugt. Ekki hafa heldur heyrzt neinar fregnir af því að heimamenn á stöðum þar sem Íslendingar hafa fjárfest hafi verið ósáttir við samstarfið – frekar að það sé sameiginlegur skilningur að að það stuðli að verðmætasköpun í byggðunum sem um ræðir. Yrði það eitthvað öðruvísi ef útlendingar fjárfestu hér? Þau rök hafa verið notuð til að réttlæta fjárfestingabannið að nauðsyn- legt sé að tengja auðlindina við þjóðina, þannig að hún njóti afraksturs hennar. Vænlegri leið til slíks er sú sem felst í skynsamlegri hluta áforma ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnuninni; að skilgreina veiðiréttinn skýrt sem afnotarétt, sem hæfilegt gjald komi fyrir, en ekki eignarrétt. Erlendir ríkisborgarar eignast þá ekki auðlindina þótt þeir kaupi í sjávarútvegsfyrirtækjum, heldur borga þeir fyrir afnot af henni rétt eins og aðrir. Hafi menn hins vegar áhyggjur af því að verðmæti fari úr landi er hægt að fara þá leið sem meirihluti utanríkismálanefndar bendir á; að setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl útgerðar og vinnslu við heima- höfn skips. Þá leið hafa til dæmis Bretar farið til að sporna við svokölluðu kvótahoppi. Það er að minnsta kosti ástæða til að velta rækilega fyrir sér hvort gera eigi fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi að vandamáli í aðildar- viðræðunum við ESB. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðla-banka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri, atvinnuleysi er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, fjár- festing er sú lægsta í Íslandssögunni og verðbólgan er að stærstum hluta innflutt og utan seilingar Seðlabankans. Raunar bend- ir Seðlabankinn á þetta sjálfur í nýlegri greinargerð þar segir m.a. að: „Seðlabank- inn [hefur] talið meginorsakir vaxandi verðbólgu vera þætti sem eru ýmist tíma- bundnir eða utan áhrifasviðs peningastefn- unnar.“ Þrátt fyrir það hefur peninganefnd- in breytt tóni yfirlýsinga sinna frá því að telja líklegra að vaxtalækkanir muni fylgja í að hækkanir gætu verið í kortunum. Þetta er mikið áhyggjuefni, eins og fram hefur komið bæði hjá fulltrúum atvinnulífs og meðlimum peningastefnunefndar. En verðbólga er farin að láta á sér kræla og ekki ósennilegt að hún muni aukast þegar líður á árið. Vandi Seðlabankans felst í því að takmörkuð tiltrú á bankanum gerir honum (a.m.k. út frá hefðbundnum sjónar- miðum) erfiðara um vik að beita sér gegn verðbólgu með aðferðum sem henta í núver- andi ástandi efnahagslegrar stöðnunar. Engu að síður er augljóst að veruleg þver- sögn felst í því að líta svo á að vaxtahækk- un við núverandi aðstæður yrði til að auka trúverðugleika Seðlabankans. Með öðrum orðum, þá getur það ekki verið trúverðug- leika seðlabanka nokkurs lands til fram- dráttar ef aðgerðir hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppuástandi. Íslensk fyrirtæki glíma nú við margvís- legar og þungar byrðar sem rekja má t.a.m. til nýlegra kjarasamninga, yfirdrifinna skattahækkana, hruns í eftirspurn og tafa á endurskipulagningu skulda. Allt hefur þetta hamlað bata hagkerfisins og stjórn- endur eru almennt svartsýnir á rekstrar- horfur næstu mánaða. Vaxtahækkun við þessar aðstæður, sem litlar eða engar líkur eru á að muni slá á verðbólgu, mun aðeins auka byrðar atvinnulífsins og heimila og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands myndi rýrna að sama skapi. Trúverðugleiki á kostnað endurreisnar? Efnahagsmál Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Þurfa fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi að vera vandamál í aðildarviðræðum við ESB? Ástæðulaus ótti Höggvið í sama knérunn Seint verður sagt um Þráin Bertels- son, þingmann Vinstri grænna, að hann tali ekki tæpitungulaust og sést það vel á Facebook-færslu hans um þá hugmynd samflokksmanns hans, Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra, að setja framtíð flugvallar í Vatnsmýri í þjóðaratkvæði. Gefum Þráni orðið: „Ótrúlegt lýðskrum. Við sama tækifæri væri upplagt að þjóðin kysi um hvort ekki sé best að flytja innanríkisráðuneytið til Trékyllisvíkur, Húsdýragarðinn til Vestmannaeyja, Alþingis- húsið til Akureyrar og Ögmund til Bessastaða.“ Ég vil fá hana strax! Ferðaþjónustuaðilar fóru mikinn eftir að brúnni yfir Múlakvísl skolaði í burtu í hlaupi. Þeir töluðu fjálglega um að ekki væri eftir neinu að bíða, drífa þyrfti í að hrófla upp brú en, to, tre. Menn hafa kannski gleymt því að Múlakvísl er jökulá svo réttara er að vanda til verksins, líkt og sást þegar ferðamenn lentu þar í kröppum dansi í gær. Stundum er betra að flýta sér hægt en að heimta hratt. Kæra til mann- réttindadómstóls? Bjarni Karlsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hakkar þar tillögur félaga sinna í mannréttindaráði, sem mæla gegn trúboði í skólum, í sig. Bjarni gengur þar ansi langt og segir upplýsta jafnaðarmenn aldrei munu sætta sig við að stjórnmálaflokkur mis- muni íbúum, líkt og hann vill meina að mannréttindaráð sé að leggja til. Ef tillögurnar verða að veruleika má væntanlega reikna með að klerkurinn grípi til sinna ráða og kæri það til mannréttindadómstóla að trúfélög skuli sitja við sama borð í skólum landsins. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.