Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. júlí 2011 13 Nokkrar umræður hafa spunn-ist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefn- ið er að í burðarliðnum er sam- komulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tíma- bærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk inn- anlandsflugsins á Reykjavíkur- flugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í. Kyrrstaða ekki boðleg Á þenslutímanum var hafist handa með metnaðarfull áform um hönnun og byggingu sam- göngumiðstöðvar á norðaustur- hluta flugvallarsvæðisins. Forsvarsfólk Reykjavíkur- borgar var hins vegar aldrei sátt við þessi áform og heyrðust þau sjónarmið að þar með yrði fram- tíð flugvallarins niðurnjörvuð um ókominn tíma. Á undanförn- um árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til sam- göngumiðstöðvarinnar og við það hefur setið. Á meðan hefur aðstaðan drabbast niður og er engan veginn sæmandi. Þau áform sem nú eru uppi byggjast á því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast talsmenn borgarinnar enn stefna á flutning flugvallarins í framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita mér fyrir því að svo verði. Ríkið á flugvallarlandið að mestu Enda þótt Reykjavíkurborg hafi skipulagsvald innan borgarmark- anna verður ekki fram hjá því horft að landið undir flugvellin- um er að mestu leyti í eign rík- isins. Allt eru þetta staðreynd- ir máls og þóttu fleirum en mér undarlegar yfirlýsingar Páls Hjaltasonar, formanns skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar, að hug- myndir um að flugvöllurinn yrði áfram í borginni væru byggðar á misskilningi. Svo er ekki. Um framtíðina í þessu efni er hins vegar ekki samkomu- lag. Þess vegna er niðurstað- an nú vonandi sú að reist verði ný flugstöð Skerjafjarðarmegin flugvallar sem yrði hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar. Þótt sjálfur hafi ég á sínum tíma verið hlynntur samgöngumið- stöð í norðausturgeira flugvallar- ins horfist ég í augu við þá stað- reynd að fyrir henni er ekki vilji hjá borginni. Annað hefur breyst frá því þessi áform voru uppi: Pen- ingaleysi. Það eitt að byggja flug- hlöð í norðausturgeira flugvallar myndi samkvæmt áætlunum kosta tæpan milljarð. Flughlöð er hins vegar fyrir hendi vestan megin á vellinum að mestu leyti og sparar það stórfé að nýta það. Jafnvægi í flutningum Fram kemur í Fréttablaðinu 8. júlí að Páli Hjaltasyni þykir ágæt hugmynd að flytja flugvöllinn til Keflavíkur eða með öðrum orðum leggja Reykjavíkurflug- völl niður. Ekki þætti mér ótrú- legt að einmitt þetta gerðist ef vellinum yrði lokað í Reykja- vík. Þætti mér það afleitt. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að dreifa flutningum um landið betur en nú er gert á milli sjávar, lofts og láðs. Til að þetta takist þarf að koma á strandflutningum og efla flugsamgöngur. Annar veruleiki í dag en í gær Staðsetning Reykjavíkurflug- vallar er umdeild og ekki síður í mínum flokki. Oddvitar VG í borgarstjórn hafa teflt fram umhverfisrökum fyrir flutningi flugvallarins og nefndu á sínum tíma Hólmsheiði sem valkost til að skoða sem raunhæft flugvall- arsvæði. Önnur rök hafa verið sett fram sem snúa að skipulagi og vexti borgarinnar. Þarna hafa staðið framarlega samtökin Betri byggð og einnig stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Allt eru þetta virðingarverð viðhorf. Öðru máli gegnir um þrýsting ágengra fjár- festa sem var mjög áberandi á þenslutímanum, en þeir vildu ólmir komast í þetta verðmæta svæði og fara þar líkt að og þeir gerðu af miklum ákafa en lítilli fyrirhyggju annars staðar þar sem mannlausar blokkir segja nú allt sem segja þarf. Annað er að hugmyndir um flutning flugvall- ar sem þóttu raunhæfar þegar fjárráðin voru rýmri eru nánast galnar í dag. Hvað með lýðræðið? En hvað með lýðræðið? Flugvall- armálið fór vissulega í almenna atkvæðagreiðslu. Þar fékkst nið- urstaða þótt þátttaka væri mjög dræm. Ég er hins vegar sammála þeim sem halda því fram að þetta mál komi landsmönnum öllum við, ekki Reykvíkingum einum og eigi þess vegna að bera það upp við þjóðina alla. Afstaðan í flug- vallarmálinu gengur þvert á alla flokka. Það höfum við rækilega verið minnt á í viðbrögðum við þessari umræðu nú síðustu daga. Á undanförnum árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til samgöngu- miðstöðvarinnar og við það hefur setið. Innanlandsflugvöllur í Reykjavík Samgöngur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Strandveiðar – gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hrá- efni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fisk- framleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæð- in sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarn- ar séu lykillinn að því að vinnsl- urnar starfi yfir höfuð yfir sumarið. Strandveiðarnar hafi að auki fært líf í hafnir lands- ins. Það er því ekki hægt að segja að strandveiðarnar skapi ekki atvinnu í landinu heldur hafa þær þvert á móti haldið uppi atvinnu. SFÚ telur jafn- framt að nánast allt það hráefni sem strandveiðibátar afla skili sér til vinnslu hér innanlands. Það að menn telji að afli strand- veiðibáta sé fluttur úr landi óunninn bendir þó til þess að gagnrýni um lítil hráefnisgæði eigi ekki við rök að styðjast þar sem þeir hinir sömu telji að hrá- efnisgæðin séu það mikil að hráefnið þoli flutning í gámum milli landa. Það eitt og sér styður því það sem SFÚ hefur haldið fram, að hráefnisgæðin séu almennt mikil frá þessum bátum og hráefnið í langflest- um tilfellum vinnanlegt á bestu markaðina. Vissulega má líta til baka og segja að einhver misbrest- ur hafi verið á því í upphafi að hráefnisgæði hafi undan- tekningarlaust verið ásættan- leg, en með aukinni reynslu strandveiðisjómanna og þekk- ingaröflun hafa hráefnisgæðin tekið stórstígum framförum og eru þau í dag síst síðri en ann- arra útgerðarflokka. SFÚ fagna þeirri aukningu strandveiða sem orðin er og telja að hún muni tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmán- uðina fyrir allar þær vinnslur sem nú eru starfandi og gæti komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumar- mánuðina. Slíkt er mikilvægt í núverandi atvinnuástandi þjóðarinnar. SFÚ áréttar þó þá skoðun sína, sem fram kom í greinar- gerð samtakanna við minna kvótafrumvarpið, að allan strandveiðiafla skuli skylda til sölu á opnum fiskmarkaði. Eðlilegt samkeppnisumhverfi í greininni verði ekki fengið nema að markaðsverð ráði í öllum viðskiptum með afla. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök lands- ins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og með- alstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörk- uðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul. Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk, að allur fiskur fari á inn- lendan markað eða sé seldur á markaðsverði í beinum við- skiptum og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæsta meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbótar. Sjávarútvegur Elín Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri SFÚ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.