Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 14
14 13. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR Fólk er í dag lagt inn á sjúkra-hús vegna þess að auk læknis- meðferðar þarfnast það hjúkrun- armeðferðar allan sólahringinn. Því er eðlilegt að skýrsla Ríkis- endurskoðunar sé rædd frá sjón- arhóli hjúkrunar á FSA. Margt athyglisvert kemur fram í skýrsl- unni og hvet ég alla áhugasama að lesa hana: www.rikisendurskod- un.is. Skýrslan byggir á netkönn- un meðal 40% starfsmanna og við- tölum við 30 starfsmenn af þeim 600 sem hér starfa. Í niðurstöð- unum vekur það athygli að svar- ið „hvorki/né“ er ekki túlkað og sleppa hefði átt þeim möguleika, starfsfólkið hefði þá ekki getað sýnt hlutleysi. Vangaveltur Ríkisendurskoðunar I fjölmiðlum hefur aðallega borið á fyrirsögnum um öryggi sjúk- linga. Í skýrslunni segir um skort á læknum. „Að sögn viðmælenda Ríkisendurskoðunar eykur það mjög álag á starfandi lækna sem og hjúkrunarfræðinga sem verða jafnvel að ganga í störf þeirra. Á sumum deildum starfa svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað.“ (bls. 4) Leyfi ég mér kalla þetta vanga- veltur Ríkisendurskoðunar þar sem nánari rökstuðning vantar. Landlæknisembættið fær lög- boðnar skýrslur um atvik á FSA og hefði Ríkisendurskoðun verið í lófa lagið að bera atvik á FSA saman við aðrar heilbrigðisstofnanir. En nú mun Landlæknisembættið gera sérstaka úttekt á öryggi sjúklinga á FSA og ber að fagna því. Augljóst er að álag hefur aukist á hjúkrun- arfræðinga FSA, einkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum og læknaskortur getur enn frekar valdið álagi, t.d. með lengri bið- tíma eftir læknisþjónustu á legu- deildum, bráðamóttöku og á inn- ritunardeild. Þekkt staðreynd er að samhengi er á milli álags á fólk og fjölda mistaka. Þetta á við alls staðar og hefur t.d. stuðlað að miklu öryggi í flugsamgöngum. Skráning í sjúkraskrá sjúklings er lögbundin eins og fram kemur í skýrslunni en þar segir: „Öllum læknum ber að færa sjúkraskrá og margoft hafi það verið áréttað að þeir geri það jafnóðum.“ Fram kemur að því sé ábótavant vegna álags og það ógni öryggi. Í hjúkrun á FSA er sú regla virt að hjúkrun- arfræðingur eða ljósmóðir fer ekki af vakt fyrr en skráningu er lokið. Fjöldi starfseininga og tvöföld yfirstjórn lækna Starfseiningar FSA eru í heild 38 og millistjórnendur 50 talsins. Af þeim eru 11 hjúkrunardeildastjór- ar en yfir- og forstöðulæknar eru 21. Í skýrslunni kemur fram að auk hjúkrunardeildarstjóra séu jafnvel bæði forstöðu- og yfirlæknar yfir deildum. Hér er 24 rúma deild sem í daglegu tali er nefnd HO- deildin en samkvæmt skipuriti FSA telst hún fimm deildir: Einn hjúkrunar- deildarstjóri stjórnar hjúkruninni en fimm læknar, tveir forstöðu- læknar og þrír yfirlæknar sjá um að stjórna lækningum á deildinni. Í skýrslunni segir „svo virðist því sem læknar sækist eftir að vera í stjórnunarstöðum en séu engu að síður tregir til að takast á við þá stjórnunarlegu ábyrgð“. Ríkisend- urskoðun bendir á að þessu verði framkvæmdastjórn FSA að breyta og einnig að leggja af tvöfalda stjórnun lækna og fækka starfs- einingum. Hjúkrun á FSA fær góða dóma Í skýrslunni kemur fram að hjúkr- unardeildarstjórar standa sig mjög vel því 83% hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra telja sig fá nægar upp- lýsingar til að geta sinnt starfi sínu vel og hafa greiðan aðgang að sínum yfirmanni. Hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður eru einnig sá hópur sem þekkir verksvið sitt best (87%). Einnig er það ánægju- legt að starfsfólk hefur almennt greiðan aðgang að yfirmanni sínum og starfsandi á einingum er góður. Allar leyfðar stöður eru fullsetnar og hjúkrunarfræðinga– og ljósmæðrahópurinn með mikla starfsreynslu og víðtæka þekk- ingu. Hins vegar er vert að geta þess að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum eru settir mjög tak- markaðir möguleikar á öðru starfi, vilji þeir búa á Akureyri og einnig er hollusta mikil við sjúkrahúsið. Sérstaða FSA FSA er deildaskipt kennslusjúkra- hús og varasjúkrahús LSH, sem gerir kröfur um mjög víðtæka ábyrgð og þekkingu starfsfólks. Á sömu deildinni hér liggja sjúklingar með mismunandi vandamál. Hjúkr- unarfræðingur á lyflækningadeild- inni þarf t.d. á sömu vakt að vera viðbúinn að hjúkra sjúklingum með hjartasjúkdóma/krabbamein/ lungnasjúkdóma/sykursýki/nýrna- sjúkdóma/smitsjúkdóma auk sjúk- linga í líknarmeðferð. Af skýrslunni lærum við að allt- af má gera betur og er m.a. hafið starf við nýja stefnu sjúkrahúss- ins. Í nýrri stefnu FSA er mikil- vægt að efla hlut hjúkrunar innan sjúkrahússins. Hjúkrunarfræð- ingar á Íslandi hafa menntun sem þeir hafa ekki að fullu nýtt einkum vegna hefða í heilbrigðiskerfinu og mjög margir hjúkrunarfræðingar hafa sérfræðimenntun sem nýta má mun frekar til að styrkja þjónusta við sjúklinga. Með nýrri stefnu og auknum samskiptum framkvæmda- stjórnar við starfsfólk sjúkrahúss- ins byggjum við saman enn þá öfl- ugra sjúkrahús, sem er og verður eina varasjúkrahús LSH. Skýrsla Ríkisendurskoðunar og starfsemi FSA Mjög er þrýst á byggingu nýs fangelsis þessi misserin. Svo virðist sem nota eigi hræðsluáróð- ur til að ná því fram. Ekki efast nú pistlahöfundur um þörfina á nýju fangelsi en finnst aðferðin að nota hræðsluáróður til þess óréttlát gagnvart almenningi. Martin Lut- her King Jr. ritaði eitt sinn: „Órétt- læti hvar sem er er ógn við rétt- læti alls staðar.“ Sagt er að hættulegar klíku- myndanir séu í fangelsum lands- ins „eins og gerist í fangelsum erlendis“, hending sé ef fangar séu ekki sprautufíklar og starfsfólk fangelsa ítrekað í lífshættu. Sorg- legt ef satt væri en svo er nú bara einfaldlega ekki, allavega ekki á Litla-Hrauni. Framsetning þessi er þó fyrst og fremst til þess fallin að vekja upp ranghugmyndir hjá almenningi og ótta hjá aðstandendum þeirra sem í fangelsum eru. Menn sem vinna innan fangelsisgeirans ættu nú að hugsa sig um áður en þeir láta svona út úr sér. Ódýr lausn bíður Alþingis Í dag eru fá úrræði í vistun þeirra sem dæmdir hafa verið til fangels- isvistar. Í umræðunni hefur verið lögð áhersla á eina byggingu á höf- uðborgarsvæðinu. Virðist reyndar sem sú bygging eigi að hýsa margs konar starfsemi; vera í senn gæslu- varðhalds-, móttöku- og kvenna- fangelsi. Er í því efni rétt að benda á orð Eiríks Tómassonar, nýskipaðs hæstaréttardómara, sem telur íslenska ríkið brjóta gegn sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg réttindi með því að vista dæmda menn og gæsluvarð- haldsfanga á sama stað, líkt og gert er í dag. Hvers vegna þá að halda áfram á sömu braut? Fyrir Alþingi liggur frumvarp um rafrænt eftirlit sem samstaða hefur verið um á þingi og brýnt er að verði að veruleika. Þá væri eðlilegt að kvennafangelsi yrði fundinn nýr staður því aðbúnaði í Kópavogsfangelsinu er klárlega ábótavant. Sömuleiðis þyrfti að huga að stað fyrir ungmenni. Vonandi að ráðamenn þjóðar- innar taki á þessu máli með það að leiðarljósi að fangelsiskerfið eigi að stuðla að betrun og fækk- un endurkomu fanga í fangelsin. Einnig væri ekki úr vegi að skoða hvernig koma megi á einhvers konar áfangaheimili fyrir fanga sem eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu að lokinni afplánun. Það er ekki óeðlilegt miðað við framsetningu málsins undanfarna daga að vera fylgjandi víggirtri byggingu með vopnaðan vörð í varðturni, sama hvað það kostar. Hræðsluáróðurinn er hrópandi, en reyndin er önnur. Í dag eru fjölmargir sem nýta sér það meðferðarstarf sem í boði er. Þá eru margir sem stunda nám og aldrei hafa til að mynda eins margir skráð sig í háskólanám. Lausnin er enda ekki sú að loka sem flesta, sem lengst inni á ein- hvers konar biðstofu. Fyrst þá yrði hræðsluáróðurinn að veruleika. Þegar tilgangurinn helgar meðalið Heilbrigðismál Sigríður Sía Jónsdóttir ljósmóðir og formaður hjúkrunarráðs FSA Þekkt staðreynd er að samhengi er á milli álags á fólk og fjölda mistaka. Þetta á við alls staðar og hefur t.d. stuðlað að miklu öryggi í flugsamgöngum. Fangelsismál Árni Hrafn Ásbjörnsson formaður Afstöðu – félags fanga Auðlind í örum vexti Undanfarin ár hefur Skóg-ræktarfélag Íslands stað- ið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðu- neytið (nú innanríkisráðuneyt- ið), staðbundin skógræktar- félög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjöl- far efnahagshruns- ins 2008 þegar ljóst var að stórfel lt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skóg- ræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafn- framt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning. Ávinningur fyrir alla Atvinnuátakið hefur gefið góða raun og í krafti þess hefur tek- ist að skapa fjölda atvinnulausra og námsmanna vel þegna vinnu á einhverjum mestu atvinnuleys- istímum sem þjóðin hefur upplifað. Um leið hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á skóg- ræktarsvæðum víða um land, allt frá gróðursetningu til grisj- unar. Skógarnir liggja flest- ir í nágrenni byggðar og eru vinsæl útivistarsvæði, bæði meðal heimamanna og gesta. Það njóta því allir góðs af auk- inni umhirðu skóganna og betri aðstöðu. Annar ávinningur af verk- efninu er einmitt sá að fyrir tilstilli þess uppgötva marg- ir skemmtilega skógarreiti í nágrenni við heimabyggð sína. Þeir sem ráðast til starfa kynn- ast ekki aðeins hefðbundnum skógræktarstörfum heldur læra þeir að meta skóginn sem úti- vistarsvæði og náttúruvin. Þetta fólk sem er upp til hópa ungt að árum binst þannig skógarreitunum sterk- um böndum og kemur til með að njóta þeirra um ókomna framtíð ásamt börnum sínum og barnabörnum. Það er mikils virði fyrir alla sem vinna að því að efla og bæta skóg- armenningu á Íslandi. Átak sem borgar sig Síðast en ekki síst er með átakinu lögð rækt við þá miklu og marg- þættu auðlind sem felst í skógum lands- ins. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla geg n g róðureyð - ingu, stuðla að bætt- um vatnsbúskap og binda koltvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Af þeim má jafnframt hafa umtalsverðar nytjar í formi matsveppa, berja, jóla- trjáa, viðar og viðarafurða. Það margborgar sig því að hugsa vel um þessa auðlind okkar. Hún á aðeins eftir að vaxa. Atvinnumál Einar Örn Jónsson verkefnisstjóri Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla gegn gróðureyð- ingu, stuðla að bættum vatnsbúskap og binda kol- tvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Menn sem vinna innan fangelsis- geirans ættu nú að hugsa sig um áður en þeir láta svona út úr sér. Stilling hf. | Sími 520 8000 www.stilling.is | stilling@stilling.is Sjá nánar á: stil l ing.is/hjolafestingar ÞÚ SPARAR 2.595 TILBOÐ 11.400 VERÐ ÁÐUR 13.995 AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Hjólafestingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.