Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 17
HAMBORGARAR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Mjólkurhristingar, salöt, franskar, safaríkir borgarar Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Metro, er stolt af nýjum og endurbættum matseðli. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Metro að und-anförnu. Markviss vöru- þróun hefur skilað sér í fjölbreyttari matseðli. Nýir hollusturéttir hafa slegið í gegn og klassísku hamborg- ararnir hafa gengið í endurnýjun líf- daga með breyttu og bættu hráefni. Nýtt og betra „Frá því að við opnuðum Metro höfum við verið að þróa matseðil- inn, styrkja hann og þétta. Við gerð- um miklar kröfur um gæði og þess vegna höfum við verið í agaðri vöru- þróun með matreiðslumeistaranum okkar,“ segir Ásgerður Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Metro. Hún segir að núna sé búið að finna réttu formúluna. „Við erum stolt af að kynna þennan nýja og fjöl- breytta matseðil fyrir viðskiptavin- um okkar. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem vilja góðan hamborgara með frönskum geta valið um margar stærðir og gerð- ir. Hinir sem vilja frekar hollustu- fæði finna líka marga skemmtilega og nýstárlega rétti,“ segir Ásgerður Gæði og hollusta Ásgerður segir að þótt þau kjósi ís- lensk gæði þá hafi þau ákveðið að flytja inn brauð og ost frá viður- kenndum framleiðendum erlend- is. „Við fengum ekki þau brauð sem við vorum að sækjast eftir hér á landi né heldur rétta ostinn. Hins vegar er allt grænmeti ferskt og nýtt, íslenskt ef það fæst, og skor- ið niður hér á staðnum. Þá gerum við allar sósur frá grunni og kjöt- ið er 100 prósent íslenskt nautakjöt. Vöruþróunin hefur skilað okkur mjög góðum hamborgurum sem við erum virkilega ánægð með.“ Beint úr ræktinni í Metro Þeir sem hugsa um línurnar hljóta að fagna því að allir léttir réttir hjá Metro hafa verið mældir og þess vegna er viðskiptavinurinn upp- lýstur um það nákvæmlega hversu margar hitaeiningar eru í hverjum rétti. „Við erum með þrjár gerð- ir af salati og tvær gerðir af kjúk- lingaborgurum og vefjur. Þetta hefur mælst sérstaklega vel fyrir og við erum með marga fastagesti úr líkamsræktarstöðvunum hér í kring.“ Bragðgóðar og hollar naanlokur Ein af nýjungum í Metro eru sérlega góðar naanlokur. Hægt er að velja um þrjár gerðir af þeim. Undirstað- an er innflutt, mjúkt og gott naan- brauð sem er fyllt með kjúklingi eða steik og ýmsu grænmeti. Hægt er að fá franskar kartöflur, ferskt salat eða baunasalat með naanlokunum, eftir smekk. Betr‘á Metro Ásgerður segir að þótt ýmsum hollusturéttum hafi verið bætt við matseðilinn á Metro þá séu klassísku borgararnir alltaf á sínum stað. Heimsborgarinn er einn af klassísku réttunum hjá Metro og sem smakkast betur en nokkru sinni fyrr. HEIMSBORGARI Í HEIMSKLASSA Sumir segja að bestu frönskurnar séu á Metro, enda leggja viðskiptavinir á sig lang- ferðalög til að komast í þær. BESTU FRÖNSKURNAR Í BÆNUM? Meðal nýjunga á Metro eru þrjár gerðir af naanlokum. Undirstaðan er innflutt, mjúkt og gott naanbrauð sem er fyllt með kjúklingi eða steik og ýmsu grænmeti. NAANLOKUR SLÁ Í GEGN Þrjár gerðir af salati standa til boða á nýja matseðlinum, heystack-salat, salatvefja og sesarsalat. Allt hráefni er skorið niður ferskt á staðnum og með salatinu eru fitulitlar gæðasósur sem Metro hefur þróað sér- staklega fyrir grænu línuna. SALÖT FYRIR SÆLKERA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.