Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 18
KYNNING − AUGLÝSINGHamborgarar MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 20112 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@frettabladid.is s. 512 5429. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Burger-inn er fjölskyldu- vænn veitingastaður sem var opnaður í Hafnarfirði á dögunum. Nýverið opnaði veitingastaður- inn Burger-inn að Flatahrauni 5a í Hafnarfirði. Útlit staðarins er undir sterkum áhrifum frá am- erískum veitingavögnum á sjötta áratugnum og maturinn allur eftir því, lýsir Örn Arnarsson matreiðslumeistari sem á stað- inn ásamt syni sínum, Brynjari Arnarsyni. „Hamborgarar og pitsur af öllum gerðum og stærðum eru okkar aðalsmerki, mínútusteik- ur, kjúklingaborgarar og bbq- svínarif,“ segir Örn glaðbeittur og lætur þess getið að salat húss- ins og ýmsir smáréttir bjóðist þeim sem kjósa léttari mat eða vilja huga að heilsunni. „Innan skamms verða síðan í boði dísæt- ar súkkulaðikökur og fleira gott- erí þannig að sælkerar munu ekki koma að tómum kofanum.“ Hans Unnþór Ólason veitti ráð- gjöf og hannaði að hluta til stað- inn ásamt Spes Art auglýsinga- stofu, en hann er eins og áður sagði í stíl við ameríska veitinga- vagna fyrri tíðar. Rennilegir kagg- ar og fönguleg f ljóð blasa við á veggmynd þegar gengið er inn og þægilegir básar og laus borð sem taka alls sjötíu manns í sæti, en auk þess er hægt að taka mat með sér heim eða sækja beint í bílalúgu. Glymskrattinn er hið eina sem vantar til að fullkoma ímyndina en Örn segir það gera lítið til þar sem staðurinn sé búinn góðu hljóðkerfi. Hvernig hafa svo viðtökurn- ar verið? „Þær fóru langt fram úr væntingum,“ svarar Örn. „Burger-inn höfðar til breiðs hóps viðskiptavina og hefur til dæmis hitt beint í mark hjá fjölskyldu- fólki,“ tekur hann svo fram og þakkar það afslöppuðu andrúms- lofti ekki síður en fjölbreyttum og góðum matseðli. „Svo skemmir verðið ekki fyrir en við reynum að stilla því í hóf og erum líka alltaf með alls konar freistandi tilboð í gangi.“ Amerískur sælkeramatur Hamborgarar og pitsur eru aðalsmerki veitingastaðarins Burger-inn sem var nýverið opnaður í Flatahrauni 5a. MYND/STEFÁN WELLINGTON WIMPY Þættirnir um Stjána bláa áttu stóran þátt í frægð hamborgar- ans. Sögupersónan Wellington Wimpy mætti til leiks í þáttunum árið 1931 en sá karakter var alltaf að borða hamborgara. Hann elskaði þennan rétt en var of nískur til að borga sjálfur. Hann reyndi því að plata fólk til að kaupa hamborgara fyrir sig og sagði þá jafnan: „glaður vildi ég á þriðjudag greiða þér fyrir borgara í dag.“ Heimild: Whatscookingamerica.net GENGIS KHAN Uppruna hamborgaranna má rekja allt til Ghengis Khan sem var uppi frá 1167-1227. Khan og hermenn hans, sem riðu um á litlum hestum ekki ólíkum þeim íslenska og herjuðu á þjóðir, höfðu oft lítinn tíma til að elda mat. Því komu þeir kjötstykki fyrir á milli hests og hnakks og mörðu kjötið á reiðinni svo það yrði meyrt og mjúkt undir tönn. Stór landsvæði hins forna Rússlands féllu í hendur Ghengis Khan og urðu Slavar fyrir áhrifum af matseld Mongóla. Kjötið undir hnakknum kölluðu þeir „Tartar“ í höfuðið á þjóð- flokknum, sem þeir kölluðu Tatara. Með tíð og tíma bættu rússneskir kokkar lauk og hráum eggjum við uppskriftina. Tartar-buff barst með þýskum sjómönnum til Hamborgar í byrjun 17. aldar og þaðan til New York. Í New York reyndu mötuneyti að höfða til þýskra sjómanna með því að kalla buffið „hamborgarsteik“. Þannig blandaðist orðið „hamburger“ við norður-ameríska matarhefð. En hvernig rétturinn þróaðist svo út í hamborgarann eins og við þekkjum hann í dag, kjötbuff á milli tveggja brauðsneiða, er önnur saga. Heimild: Whatscookingamerica.net Sumum þykir hamborgaramáltíð ekki standa undir nafni án sósu og salats. Hér eru þrjár útfærslur af hrásalati með borgaranum. 1. Klassískt hrásalat Fyrir fjóra ½ haus hvítkál, skorið í þunnar ræmur ½ haus rauðkál, skorið í þunnar ræmur ½ gulrót, rifin 1 msk. púrrulaukur, skorinn í þunna hringi nokkrir bitar af ananas (má sleppa) ½ dós sýrður rjómi, 18% 3 msk. majónes ½ msk. ananassafi salt og pipar eftir smekk Blandið grænmetinu og ananasinum saman í skál ásamt sýrðum rjóma, majónesi og ananassafa. Kryddið eftir smekk. 2. Matarmikið með hráskinku Fyrir fjóra ¼ haus hvítkál, skorið í þunnar ræmur ¼ haus rauðkál, skorið í þunnar ræmur ¼ rifin gulrót ¼ bolli rúsínur 1 appelsína, skorin í litla bita 4 sneiðar beikon, vel steikt og skor- ið í litla bita 2-3 sneiðar hráskinka, skorin í stóra bita 1 tsk. límónusafi 1 tsk. hlynsíróp 1 tsk. dijonsinnep með hunangi salt og pipar Blandið grænmeti og ávöxtum saman í skál ásamt beikoni. Blandið límónusafa, hlynsírópi og dijonsinnepi saman, krydd- ið og blandið varlega saman við salat- blönduna. Leggið hráskinkuna ofan á salatið. 3. Ferskt hrásalat með val- hnetum og myntu ½ haus kínakál, skorið í þunnar ræmur ¼ rófa, skorin í þunnar ræmur ½ bolli valhnetur, gróft malaðar ½ bolli fersk myntulauf ½ pera, sneidd í mjög þunnar sneið- ar (gott að nota ostaskera) 1 tsk. hvítvínsedik 1 msk. hlynsíróp Blandið grænmetinu saman í skál og hellið hvítvínsediki og hlynsírópi yfir. Tilbrigði við hrásalat 21 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.