Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 38
13. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR26 SUNDLAUGIN MÍN „Laugardalslaugin. Ég bjó í Laugardalnum þegar ég var yngri og ég fæ ákveðna nostalgíutilfinningu þegar ég fer þangað.“ Jóhanna Björg Christensen, þáttastjórn- andi Nýs útlits á Skjá 1. „Það var ótrúlegt ævintýri að skála með Kate Moss og ferðast með þyrlu um tónleikasvæðið rúm- lega hálftíma seinna,“ segir ljós- myndarinn Hörður Ellert Ólafs- son, um einstaka upplifun sína af tónlistarhátíðinni Glastonbury í júní. Nick Knowles, fyrrverandi markaðsstjóri tónlistartímarits- ins Q, var fenginn til að sjá um skrifstofu tímaritsins á hátíðinni og fékk ýmis fríðindi, til dæmis boðsmiða handa einum besta vini sínum Herði, en þeir kynntust þegar Nick bjó á Íslandi. Á hátíðinni gistu félagarnir í hjólhýsi líkt og allt fræga fólkið. Barinn Lulu’s var nálægt svæðinu sem þeir gistu á, en Hörður mætti þar Bono, söngvara U2, einn dag- inn þar sem hann var að fá sér morgunmat. Fyrrnefnd Kate Moss gisti þó ekki í hjólhýsi heldur á óðalssetri fyrir utan tónleikasvæðið. Hörður keyrði þangað einn daginn ásamt Nick og einum áhrifamesta ljós- myndara heims á sviði tónlist- ar, Mick Hutson. Forríkir gestir hátíðarinnar gista á óðalssetrinu og borga rúmlega milljón krónur fyrir þrjár nætur. Hörður segir að þarna hafi hann séð hversu mikil stéttaskipting er í Englandi — hún ríki meira að segja á tón- listarhátíð. Á óðalssetrinu skáluðu félagarnir í hvítvíni með fólki á borð við Wayne Roo- ney og Kate Moss en fyr- irsætan kom upp að Herði og spurði hvað- an hann væri, eflaust eftir að hafa heyrt hann tala íslensku í gríni. Á óðalssetr- inu var þyrlupallur með fimm þyrlum og skömmu síðar voru þeir komnir í yfir- litsferð um svæðið. Hátíðin var mikil upplifun fyrir Hörð sem ljósmyndara en hann fékk að vera meðal þrjátíu ljósmyndara af þrjú hundruð til að taka myndir fremst á tónleikum Queens of the Stone Age, með hundrað þúsund æsta áhorfendur á bak við sig. „Gestir Glastonbury voru um 220 þúsund í ár svo þetta er eins og rúmlega allt Stór- Reykjavíkursvæðið fari saman í útilegu í Galta- læk yfir eina helgi,“ segir Hörður og bætir við að Glastonbury verði ekki á næsta ári því grasið og gróðurinn fái að jafna sig fimmta hvert ár. hallfridur@frettabladid.is HÖRÐUR ELLERT ÓLAFSSON: ÓTRÚLEGT ÆVINTÝRI Á GLASTONBURY SKÁLAÐI MEÐ KATE MOSS ÞYRLUFLUG Nick Knowles, Mick Hutson og Hörður Ellert Ólafsson við þyrluna sem flaug með félagana yfir Glastonbury. SKÁL! Kate Moss gisti á glæsilegu óðalssetri á meðan Glastonbury- hátíðinni stóð yfir. Tökulið frá bandaríska fyrirtækinu Garnet Hill myndaði um borð í Herjólfi á mánudag- inn fyrir tískubækling sinn sem kemur út fyrir næstu jól. „Þau vildu sjá eyjarnar í bakgrunni. Herjólfur sjálfur var ekki myndefnið,“ segir Hjörtur Grétars- son, framleiðandi hjá True North, aðstoðarmaður hópsins hér á landi. Tískubæklingurinn er gefinn út fjórum sinnum á ári í Bandaríkjunum og þetta var sömuleiðis í fjórða sinn sem tökuliðið kemur hingað til lands. Í fyrra fóru myndatökur fram á Akureyri og við Mývatn en núna urðu Langjökull og Hval- fjörður fyrir valinu, auk Vestmannaeyja. Fimmtán manns eru í tökuliðinu, þar á meðal fyrirsætan Edda Pétursdóttir og ljósmyndarinn Anna Pálmadóttir sem eru báðar búsettar í New York. Einhverjar myndatökur fóru fram á Bestu útihátíðinni um síðustu helgi en ólíklegt er að þær verði notaðar í jóla- bæklinginn. „Þetta eru okkar vinsæl- ustu kúnnar,“ segir Hjörtur og býst við því að sýna Bandaríkjamönnunum Aust- og Vestfirði næst þegar þeir koma til landsins. - fb Tískumyndir um borð í Herjólfi Sönghópurinn Þrjár raddir & Beat- ur leikur og syngur í auglýsingu franska bílaframleiðandans Peugeot sem verður tekin upp hér á landi í þessari viku. „Það var franskur leikstjóri sem sá okkur á Youtube og bara varð að fá okkur í auglýsinguna. Hann lét það ekki standa í vegi fyrir sér að við ættum ekki heima á Íslandi lengur og sendi okkur heim með næstu vél,“ segir Bjartur „Beatur“ Guðjónsson taktkjaftur, en hópurinn er búsettur í Ósló. Auglýsingin verður sýnd á bíla- sýningu í Frankfurt í september þar sem þau troða einnig upp og sömu- leiðis taka Bjartur og vinkonur hans, þær Inga Þyrí Þórðardóttir, Sandra Þórðardóttir og Kenya Emil, þátt í stórum blaðamannafundi Peugeot á bílaráðstefnu í París. „Þetta er rosa- lega fín auglýsing fyrir okkur líka,“ segir Bjartur hæstánægður með verkefnið. Hljómsveitin fór í hljóðver í fyrra- dag til að taka upp lagið sem verður notað í auglýsingunni, en það kemur úr herbúðum Frakkanna. Á morgun leikur hún síðan í sjálfri auglýsing- unni. Launin sem sönghópurinn fær fyrir vinnu sína eru góð: „Við erum að fá herramannslega borgað fyrir þetta.“ - fb Sönghópur í franskri bílaauglýsingu LEIKA Í AUGLÝSINGU Þrjár raddir & Beatur leika í franskri bílaauglýsingu. Frá vinstri: Sandra, Bjartur, Inga og Kenya. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UM BORÐ Í HERJÓLFI Tökuliðið myndaði um borð í Herjólfi síðastliðinn mánudag fyrir tískubækling sinn. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON „Það er rosalegur heiður fyrir okkur að fá að vera með þetta. Ég er eins og stoltur pabbi þessa dag- ana,“ segir Ingi Þór Jónsson. Stór sýning til minningar um „fimmta Bítilinn“ Stuart Sutcliffe verður haldin í Englandi á næsta ári. Ingi Þór starfar sem listrænn stjórnandi hjá Novas CUS í Liverpool, þekktustu lista- og ráðstefnumiðstöð Norður- Englands, þar sem sýningin verður haldin í júní 2012. Þá verða fimmtíu ár liðin síðan Sutcliffe lést, aðeins 22 ára. Sýningin hefur göngu sína í apríl í Hamborg, þar sem Sutcliffe spilaði með Bítlunum, fer síðan til Liverpool og endar í Lond- on í samstarfi við Ólympíuleikana sem þar verða haldnir. „Fimm- tán til tuttugu listamenn eru nú þegar byrjaðir að vinna við þetta mikla verkefni,“ segir Ingi Þór og býst við skemmti- legri sýningu. Stuart Sutcliffe var upprunalegur bassaleikari Bítlanna en hætti áður en hljómsveitin varð heimsfræg til að að einbeita sér að listinni. Hann lést af völdum slagæðagúlps árið 1962. Kvikmyndin Backbeat, sem kom út árið 1994, fjallaði um ævi Sutcliffes og fór bandaríski leik- arinn Stephen Dorff með hlutverk hans. - fb Stoltur yfir Sutcliffe-sýningu HELDUR SÝNINGU Sýning um Stuart Sutcliffe verður haldin í Novas CUS í Liverpool þar sem Ingi Þór er listrænn stjórnandi. FIMMTI BÍTILLINN Stuart Sutcliffe hefur stundum verið kallaður fimmti Bítillinn. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSLENSK FYRIRSÆTA Fyrirsætan Edda Pétursdóttir tók þátt í myndatök- unum í Herjólfi. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Häcker eldhúsinnréttingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.