Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 6
22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR6 Mín reynsla sýnir að veiðimennirnir koma aftur og aftur til Vestfjarða FINNUR JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ICELANDIC SEA ANGLING Geggjuð tilboð á veiðivörum í sumar Daiwa kaststangir afsl Daiwa einhendur afsl Daiwa rennslisstangir afsl Daiwa Tvíhendur afsl Daiwa Spinnhjól afsl Daiwa fluguhjól afsl Daiwa veiðitöskur afsl Frábær tilboð á Guideline veiðivörum 50% 30% 30% 30% 30% 50% 50% DANMÖRK Þjóðkirkjan ver of miklu fé í list og menningarviðburði og of litlu í félagslegt starf. Þetta er mat nær helmings danskra sókn- arpresta samkvæmt könnun á vegum Kristeligt Dagblad. Prestur í dómkirkjunni í Óðins- véum segir að með þessu sé þjóð- kirkjan að grafa undan sjálfri sér. Sóknarpresturinn og rithöfund- urinn Gudmund Rask Pedersen segir málið pínlegt. Það sé beinlíns fáránlegt að verja fé í listir þegar menn viti af vesælu barni eða ein- hverjum sem sveltur. - ibs Danskir prestar óánægðir: Kirkjan ver of miklu fé í listir FERÐAÞJÓNUSTA Um 760 ferðamenn koma til Bolungarvíkur í ár til að stunda frístundaveiðar, segir Haukur Vagnsson, framkvæmda- stjóri Víkurbáta. Fjöldi slíkra ferðamanna hefur þrefaldast hjá fyrirtækinu í samanburði við síðasta ár. Það tók á móti 130 ferðamönnum í fyrra en þeir verða 380 í ár. Hann segir enn fremur að gera megi ráð fyrir að þessi fjöldi skili 380 millj- ónum í tekjur til Bolungarvíkur. Fyrirtæki hans er einnig með ann- ars konar ferðaþjónustu og segir hann að heildarfjöldi þeirra sem nýti sér þjónustu þess sé um 500 og að alls komi rúmlega 900 ferða- menn til Bolungarvíkur eða álíka margir og þar eru búsettir. Haldinn var opinn fundur í Bol- ungarvík í síðustu viku þar sem bæjarbúar réðu ráðum sínum svo bærinn gæti með sem bestu móti tekið við þessum fjölda ferða- manna. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir þennan nýja iðnað vera mikilvæga viðbót fyrir samfélagið á staðnum. „Það sem er einnig mjög gott við þessa ferða- mennsku er það að ferðatíminn er mun lengri en þessi hefðbundni íslenski ferðatími af því að sjóst- angveiðimennirnir koma fyrr á vorin og fara seinna á haustin,“ segir hann. Haukur segir að í ár hafi fyrstu ferðamennirnir komið í seinni hluta apríl og bókað sé fram í lok september. Finnur Jónsson, framkvæmda- stjóri Icelandic Sea Angling, sem rær til frístundaveiða frá Bol- ungarvík meðal annarra staða, segir að í heildina komi um 2.000 ferðamenn til frístundaveiða á Vestfjörðum í ár en það sé um tíu prósenta samdráttur frá því í fyrra. „Mín reynsla sýnir að veiði- mennirnir koma aftur og aftur til Vestfjarða,“ segir Finnur. „En flestir þeirra kjósa að skipta um stað og nú renna öll vötn til Tálkna- fjarðar hjá okkur, þar hefur fjöld- inn tvöfaldast í ár, kannski flyst þessi ásókn eitthvert annað á næsta ári.“ Víkurbátar slá ekki aðeins aðsóknarmet um þessar mundir því nýlega bættu þeir öðru heimsmeti í fiskisögu sína. Frægt er þegar bátur frá þeim kom með 219 kílóa lúðu að landi í fyrra, sem er heimsmet. Þá kom rússneskur veiðimaður, sem reyndar er fulltrúi Rússa í Alþjóða- samtökum sjóstangveiðimanna, með 20 kílóa þorsk að landi í maí síðast- liðnum sem er einnig heimsmet. „Hann var afar stoltur af þessu og reyndar var mikið fjallað um þetta í rússneskum fjölmiðlum, veit ég,“ segir Haukur. jse@frettabladid.is Bolvíkingar þéna vel á frístundaveiðunum Ferðamennska tengd frístundaveiðum skilar Bolvíkingum um 380 milljónum á ári segir framkvæmdastjóri Víkurbáta. Telur fjölda ferðamanna sem sækir bæinn heim vera álíka og íbúafjöldann. Mikilvæg viðbót segir bæjarstjórinn. FRÍSTUNDAVEIÐIMAÐUR MEÐ MIKINN FENG Frank Petzold dró í fyrra úr Djúpinu þennan methlýra sem vó 20 kíló svo þetta eru gjöful mið sem allur þessi fjöldi frí- stundaveiðimanna sækir í fyrir vestan. MYND/RÓBERT SCHMIDT HAUKUR VAGNSSON BRETLAND AP Breska lögreglan, sem enn er að sleikja sárin eftir að tveir æðstu yfirmenn hennar sögðu af sér vegna símnjósnahneykslis bresku síðdegisblað- anna, hefur nú verið beðin um að rannsaka nýja hlið á símnjósnum blaðanna. Grunur leikur nefnilega á því að blöðin hafi greitt lögreglunni fé fyrir að hafa uppi á fólki með því að rekja staðsetningu farsíma þess. Þetta væri ólöglegt athæfi í Bretlandi, bæði af hálfu blaðanna og þeirra lögreglumanna sem hafi tekið slíkt að sér. Það var Sean Hoare, fyrrverandi blaðamaður á News of the World, sem fyrst kom með þessar ásak- anir, sá hinn sami og fannst látinn á heimili sínu síð- astliðinn mánudag. Þá var nýjum ásökunum jafnframt beint að David Cameron forsætisráðherra, að þessu sinni fyrir að láta ekki Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóra News of the World, gangast undir stranga öryggisprófun áður en hann réð hann sem fjölmiðlafulltrúa sinn, en þá hefði vafasöm fortíð hans komið fyrr í ljós. - gb Ný rannsókn tengd símnjósnum æsiblaðanna í Bretlandi: Lögregla látin hafa uppi á fólki KOMINN TIL BANDARÍKJANNA Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch er kominn til New York, þar sem hann býr og þarf að takast á við dómsmál. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Finnst þér að þjóðkirkjan eigi að greiða bætur til kvenna sem hafa sakað fyrrverandi biskup um kynferðisbrot? JÁ 60.8% NEI 39,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Telurðu hvalveiðar mikilvægar fyrir Íslendinga? Segðu skoðun þína á visir.is VIÐSKIPTI Mat Landsbankans á virði og eignum Sparisjóðs Kefla- víkur er að eigin fé sjóðsins sé nei- kvætt um 30 milljarða króna. Það er tæplega 20 milljörðum krónum meira en var mat ríkisins, en þar var eigið fé talið neikvætt um 11,2 milljarða króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Samkvæmt mati ríkisins vant- aði 19,4 milljarða króna upp á að sjóðurinn uppfyllti kröfur Fjár- málaeftirlitsins um eigið fé. Nýtt mat Landsbankans þýðir að alls vantar 38 milljarða króna til að þær kröfur séu uppfylltar. Sam- kvæmt frétt Stöðvar 2 þykir ljóst að það fé geti aðeins komið úr ríkis sjóði. Sjóðurinn starfar nú undir merkjum Landsbankans. Kristján Kristjánsson, talsmað- ur Landsbankans, segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að þegar SpKef var tekinn yfir, hefðu aðil- ar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlána- safnsins. Sérstök óháð úrskurðar- nefnd mundi skila bindandi áliti þar um. Kristján segir því útilok- að að samningurinn gangi til baka, enda sé hann fullfrágenginn. - kóp Landsbankinn metur stöðu SpKef mun verri en talið var: Tuttugu milljörðum lægra mat SAMRUNI Samruni Landsbankans og SpKef var kynntur í mars. Nefnd hefur metið stöðu eigin fjár SpKef mun verri en áður var talið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.