Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 8
22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR8 1 Hvað bárust margar athugasemdir við frumvarpsdrög Stjórnlagaráðs? 2 Hver var valin besta leikkonan á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Múrmansk í maí? 3 Hvað borða synir Angelinu Jolie eins og snakk? SVÖR 1. 3.200 2. Kristbjörg Kjeld 3. Engi- sprettur - það er virkilega spennandi helgi framundan N æ g bí la stæ ði í bílahúsum Föstudagurinn 22.júlí : Símasviðið Hjartagarðinum Hljómalindarreit Ultra kombóið Tómas Jónsson Metsölubrók kl. 17 Grillveisla í boði útvarpsstöðvarinnar X-ið á Bar 11 kl. 19 Laugardaginn 23. júlí ætla verslanir, veitingastaðir, kaffihús, samtök og aðrir á Laugavegi Göngugötu að standa fyrir götupartýi! Dj Glimmer kl 15-17 og flóamarkaður 12:30-18 - fyrir framan Trúnó og Barböru Reggae tónleikar - í Hjartagarðinum Rithöfundar og kiljumarkaður - á vegum Máls & Menningar Klifurveggur - hjá Fjallakofanum Harmonikkuleikari - verður í kaffi hjá Frú Berglaugu og Bryndís Ásmunds og gítarleikarinn Franz Gunnarsson leika lög SalsaIceland - kennir okkur að dansa fyrir framan Santa Maria k 5 30l 1 : Kaffigerð - hjá Te & Kaffi Scandinavian býður upp á góðgæti Salsatónlist við Óliver milli 18-19 Hljómsveitin Ásjón spilar draumkenda rokktónlist í portinu milli Timberland og Krákunnar. Of Monsters & Men spila í Dillon garðinum Heilsuskot - Heilsuhúsið og Lambhagi sjá um okkur Sushi kennsla - Sushibarinn kennir okkur handtökin Snældur og rokkar - Knitting Iceland sýnir okkur hvernig á að spinna ull og prjóna Kynningar - ýmsir aðilar kynna sínar vörur og vinnslu Líf í Dead-portinu Dj og opið hús - hjá Samtökunum 78 Dans í borg verður á vappi og fær fólk til að dansa Hugleikur kynnir bókina Zombia hjá Mál & Menningu milli 14 og 16 Úr bílastæði í markaðstorg! Upplifið markaðsstemningu af bestu gerð á Óðinstorgi … Verslum og njótum þar sem hjartað slær ! Götupartý í miðborginni Ath dagskrá getur breyst sjá facebook síðu marko mar. www.facebook.com/event.php?eid=135304473220755 www.midborgin.is - www.reykjavik.is Sólbekkir Hengirúm Ljóð í trjám Blöðrur ÍRLAND, AP Írar hafa almennt fagn- að harðorðri ræðu Enda Kenny for- sætisráðherra í garð Páfagarðs, þar sem hann fordæmdi dræm viðbrögð Páfagarðs við uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi innan kirkj- unnar undanfarin sautján ár. Hann sagði Páfagarð hafa gert lítið úr barnanauðgunum og barna- pyntingum og skýla sér á bak við leyndarhjúp trúarvaldsins. Írar taka almennt undir þessa gagnrýni og krefjast þess að Páfa- garður geri loks hreint fyrir sínum dyrum og takist á við þennan óhugnað. Fréttaskýrendur og sagn- fræðingar segja þetta jafnast á við byltingu á Írlandi, þar sem almenn- ingur hefur jafnan haft mjög sterk- ar taugar til kaþólsku kirkjunnar. Áratugum saman hafa írskir stjórnmálamenn leyft kaþólsku kirkjunni að hafa síðasta orðið um lagasetningar. Gagnrýni á kirkjuna var nánast ávísun á tap í kosning- um. Nú taka meira að segja kaþólsk- ir prestar almennt undir gagnrýni forsætisráðherrans. „Yfirgnæfandi meirihluti venju- legra presta er ótrúlega pirraður á því að Páfagarður viðurkenni aldrei mistök, vilji engar viðræður og láti þennan skugga hvíla yfir okkur öllum. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Tony Flannery, leiðtogi sam- taka kaþólskra presta á Írlandi. - gb Írar fagna hörðum orðum forsætisráðherra síns í garð kaþólsku kirkjunnar: Setja Páfagarði stól fyrir dyrnar ENDA KENNY Forsætisráðherra Írlands er kominn til Brussel að ræða fjárhagsvand- ræði evruríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍBÍA, AP Uppreisnarherinn í Líbíu segir að liðsmenn Múammars Gaddafís hafi skilið eftir sig fullt af sprengjugildr- um í olíuvinnslumannvirkjum hafnarborgarinnar Brega. „Því miður þá er Brega eitt allsherjar sprengjusvæði núna,“ sagði Mahmoud Jibril, forsvars- maður uppreisnarmanna. Þá hafi liðsmenn Gaddafís einnig komið fyrir sprengjugildrum á sumum olíunámusvæðum lands- ins. Uppreisnarmennirnir hafa sem fyrr austanvert landið að mestu á sínu valdi og hafa sótt fram í hafnarborginni Brega undanfarna daga. Sú sókn hefur hins vegar gengið hægar en ella vegna sprengjugildranna sem þeir rekast á þar. - gb Liðsmenn Gaddafís hörfa: Skildu eftir sig sprengjugildrur VINNUMARKAÐUR Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra áformar að setja reglugerð sem tryggir að þeir sem átt hafa rétt á hlutabótum fái fullar greiðslur í byrjun ágúst. Ráðherra mun leggja fram drög að reglugerð á næsta ríkisstjórnar- fundi. Á annað þúsund manns áttu það á hættu að fá ekki greiddar út atvinnuleysisbætur um næstu mán- aðamót. Ástæðan var sú að Alþingi láðist að afgreiða lög um framleng- ingu á bráðabirgðaákvæðum laga um hlutabætur. Stjórn Atvinnu- leysistryggingarsjóðs lagði til við velferðarráðherra að viðkomandi yrði veittur styrkur úr sjóðnum. Runólfur Ágústsson er formaður stjórnarinnar. Í samþykkt stjórnarinnar segir að „ótækt sé að mistök í störfum þingsins valdi því að umræddir einstaklingar, sem máttu treysta því að fá bætur sínar greiddar, beri með þessum hætti fjárhags- legan skaða sem bitnar á fram- færslu þeirra.“ Stjórnin segir að eðlilegt hefði verið miðað við aðdrag- anda og stöðu málsins að ríkis- stjórnin setti bráðabirgðalög til að tryggja framfærslu bóta- þeganna. Það hefur ekki verið gert. Frumvarp um framleng- ingu bráðabirgðaákvæða um hlutabætur verður lagt fyrir Alþingi í haust um leið og þing kemur saman. Guðbjartur segist á heimasíðu ráðuneytisins reikna með því að unnt verði að greiða út bætur í september samkvæmt lögunum. Reglugerðin kveður á um styrk úr sjóðnum til þeirra sem þiggja hlutabætur. Viðkomandi sé tryggð sama fjárhæð til útborg- unar 1. ágúst og ef um bætur hefði verið að ræða. Auk þess mun sjóðurinn greiða 8 prósent af styrkfjárhæð hvers og eins til lífeyrisjóðs hans. - kóp Handvömm Alþingis veldur því að fjölmargir gætu misst atvinnuleysisbætur: Hlutabætur verða greiddar út í ágúst RUNÓLFUR ÁGÚSTSON HAÍTÍ, AP Átján mánuðum eftir jarðskjálftann mikla, sem reið yfir á Haítí, hefur aðstoð frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kan- ada, Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum meðal annars skilað því, að ástandið í fangels- um landsins hefur skánað tölu- vert. Fangelsin á Haítí voru alræmd fyrir einstaklega slæman aðbún- að fanga, svo annað eins þekktist varla á byggðu bóli. Meira en fjögur þúsund fangar sluppu úr fangelsum landsins þegar jarðskjálftinn reið yfir, en nærri þúsund þeirra hafa verið handteknir á ný. Meðan endurbætur þessar eru gerðar á fangelsunum þurfa hins vegar tugir þúsunda íbúa lands- ins enn að búa í hreysum vegna húsnæðiseklu. - gb Fjárhagsaðstoð til Haítí: Fangelsin hafa loksins skánað GUÐBJARTUR HANNESSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.