Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 10
22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR PEACOCK 220,- MÝSLA 220,- KRÓKUR 220,- KILLER 220,- FLÆÐARMÚS 290,- NOBBLER 290,- HÓLMFRÍÐUR 290,- BLACK GHOST 290,- ALMA RÚN 220,- TOBIE frá 299,- BLEIKJUSPINNER 299,- ESJA 395,- BAULA 395,- HENGILL 395,- DYNGJA 395,- FAXI 395,- LAKI 395,- KATLA 395,- SNÆLDA 595,- DEVON 595 ,- WATSON FANCY 220,- KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16 SILUNGAFLUGUR Á FÍNU VERÐI SPÚNAR Á BÆJARINS BESTA VERÐI? BEITAN Í VEIÐI FERÐINA ORMAR OG MAKRÍLL ÓDÝRU SPÚNARNIR EINNIG Á VEIDIMADURINN.IS DÝRAHALD „Almennt séð tel ég að notkun hefðbund- inna lyfja eigi að ráðast af þörf og aðstæðum hverju sinni.“ Þetta segir Gunnar Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vottunarstofunnar TÚNS ehf., sem er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Í greinargerð með frumvarpi til laga um dýravel- ferð segir að með tilkomu „lífræns“ búskapar hafi borið við að dýr séu ekki meðhöndluð með lyfjum gegn tilteknum sjúkdómum eða „séu ekki orma- hreinsuð.“ Rétt þyki að lögbinda lágmarksmeð- höndlun á dýrum. „Notkun tilbúinna gagnverkandi efna og sýkla- lyfja til fyrirbyggjandi meðferðar er bönnuð, nema þegar opinberar kröfur um bólusetningar krefjast þess eða viðbrögð við staðbundnum sjúkdómum,“ útskýrir Gunnar. „Velferð búfjárins er, samkvæmt þessum reglum sem við fylgjum, alltaf í fyrirrúmi. Það er ekki mælt með því að ormalyf sé notað án þess að gildar ástæður séu fyrir því, til að mynda að líkur séu fyrir því að ormasmit sé á svæðinu eða að slíkt smit komi eða sé komið upp. Í slíkum tilvik- um krefst heilsa og velferð búfjárins þess að gripið sé til ráðstafana. Verði ormahreinsun búfjár lögboðin, þá fylgjum við því auðvitað. Ég tel þó æskilegast að hún sé í samræmi við aðstæður.“ -jss Mismunandi skoðanir á notkun fyrirbyggjandi lyfja í lífrænum búskap: Ormalyf í samræmi við aðstæður LÍFRÆNN BÚSKAPUR Velferð búfjárins er alltaf í fyrirrúmi. BELGÍA, AP Leiðtogar evruríkj- anna sautján samþykktu í gær að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi. Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusam- bandinu og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Auk þess hafa fjár- málafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúm- lega 6.000 milljarða króna. Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækk- aðir úr 4,5 prósentum í 3,5 pró- sent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár. „Í fyrsta sinn síðan þessi kreppa hófst getum við sagt að stjórnmálin og markaðurinn taki höndum saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB. Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti segir að vaxtalækkunin ein spari Grikkjum 30 milljarða evra næstu tíu árin. Írland og Portúgal, sem eins og Grikkir höfðu fengið neyðarlán frá ESB og AGS, fá nú sömu lána- kjör og Grikkir en enga skulda- eftirgjöf hjá fjármálafyrirtækj- um. Í yfirlýsingu leiðtoganna segjast þeir líta á vanda Grikk- lands sem einsdæmi og því sé réttlætanlegt að Grikkir fái meiri aðstoð en önnur ríki. Þessi viðbrögð evruríkjanna við vanda Grikkja urðu til þess að evran styrktist á gjaldeyris- mörkuðum í gær og evrópsk hlutabréf hækkuðu einnig í verði. Í viðbót við þessa fjárhagsað- stoð við Grikki samþykktu leið- togarnir að gera neyðarsjóð sam- bandsins sveigjanlegri og veita honum auknar heimildir til að grípa inn í ástandið þegar í óefni stefnir, þannig að nú verður hann nánast eins og gjaldeyrissjóður evruríkjanna. Að loknum fundinum sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, að skuldavandi nokkurra aðildarríkja hafi verið farinn að ógna stöðugleika alls evrusvæðisins. „Í dag höfum við sýnt að við munum ekki gefa neitt eftir þegar kemur að því að verja myntbandalag okkar og sam- eiginlegu myntina,“ sagði hann. „Þegar leiðtogar Evrópusam- bandsins segjast ætla að gera „allt sem þarf“ til að bjarga evru svæðinu, þá er það einfalt: Við meinum það sem við segj- um.“ gudsteinn@frettabladid.is Hluti grískra ríkis- skulda felldur niður Evran styrktist í gær þegar samkomulag tókst á leiðtogafundi evruríkjanna um nýja lausn á skuldavanda Grikkja. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að vaxtalækkun muni spara Grikkjum 30 milljónir evra næsta áratuginn. ÍSRAEL, AP „Allt er til umræðu. En við verðum að setjast niður,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, í viðtali á arabísku sjónvarpsstöð- inni Al Arabiya í gær. Hann setti sem fyrr þau skilyrði að aðeins yrði rætt við þá sem viðurkenna tilverurétt Ísraelsrík- is, en sagðist gera sér grein fyrir að hann þyrfti að gera erfiðar málamiðlanir. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram í arabísku sjónvarpi til að ná eyrum Palestínumanna. Í viðtalinu lagði hann kapp á að fá Palestínumenn aftur að samningaborðinu, en þeir hafa neitað að halda áfram samningaviðræðum meðan ísraelsk stjórnvöld leyfa landtökufólki að halda áfram upp- byggingu á herteknu landsvæði. Viðtalið virðist endurspegla áhyggjur ísraelskra stjórnvalda af þeim áformum Palestínumanna, að leita einhliða viðurkenningar hjá Sameinuðu þjóð- unum á stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. - gb Forsætisráðherra Ísraels kom fram í arabísku sjónvarpi til að biðja um viðræður: Segist til viðræðu um hvaðeina BENJAMÍN NETANJAHÚ Biðlar til Palestínumanna í arabísku sjónvarpi. NORDICPHOTOS/AFP SARKOZY, PAPANDREÚ OG MERKEL Forseti Frakklands, forsætisráðherra Grikklands og kanslari Þýskalands á milli funda í Brussel í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.