Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 14
14 22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M argir Vesturlandabúar trúa því að straumur flótta- manna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla inn- flytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raun- verulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vestur- löndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda. Þetta gildir ekki síst um Ísland, sem tekur við margfalt færri flóttamönnum en nágrannalöndin. Til Íslands ratar ekki stór hluti þessa fólks. Sumir hafa flúið sára neyð eða hættu í heima- landinu og hafa jafnvel lagt sig í lífshættu við að komast burt. Aðrir sjá einfaldlega fram á miklu betra líf hér á landi. Dvalarleyfi hafa verið mikið rædd á Íslandi undanfarin miss- eri. Meðal annarra mála hefur mál Priyönku Thapa vakið athygli eftir að hún sagði sögu sína í Fréttablaðinu um síðustu jól. Priyanka er 23 ára gömul og hefur verið gefin ókunnugum manni í heimalandinu Nepal vegna þess að hann hefur lofað að framfleyta fjölskyldu hennar. Hún vill fá að vera áfram hér á landi enda hefur hún meðal annars eignast hér fjölskyldu og gengur vel í námi. Útlendingastofnun neitaði henni um dvalarleyfi. Fyrr í mánuðinum var gerð tilraun til að vísa ungum flótta- manni frá Máritaníu úr landi. Greint var frá því máli í DV í vik- unni. Samtökin No Borders, sem eru talsmenn unga mannsins, segja að hann hafi sloppið úr þrældómi í heimalandinu. Stofnunin vill senda hann aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerð- arinnar, en umsókn hans um dvalarleyfi þar hefur þegar verið hafnað. Útlendingastofnun útvegaði manninum franskan túlk til að gera sig skiljanlegan – þrátt fyrir að hann tali litla sem enga frönsku. Svona vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson átti fund með Útlend- ingastofnun eftir að greint var frá því að Priyönku hefði verið neitað um dvalarleyfi. Hann sagði augljóst að margar brotalamir væru greinilega í þessum málum og boðaði stefnubreytingu stjórn- valda. Eftir fundinn var ákveðið að taka mál hennar upp aftur og hún og fjölskylda hennar bíða nú eftir endanlegri niðurstöðu. Í blaðinu í dag segir Ögmundur að dvalarleyfin hafi verið mjög vinnumarkaðstengd en samfélagslegar áherslur og félagslegt rétt- læti séu ekki síður mikilvægir þættir. Það eru orð að sönnu og von- andi er ráðuneytinu alvara með því að laga brotalamir í stofnunum sem undir það sjálft heyra. HALLDÓR Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega lýst því yfir að hungursneyð ríki í Sómalíu. Í fréttum heyrum við af mestu þurrkum í 60 ár. Myndir berast af aðframkomnu fólki sem nú berst yfir landamærin til Eþíópíu og Keníu. Þetta neyðarástand kemur ekki skyndilega eða óvænt. Þetta er ekki jarðskjálfti. Alþjóða Rauði krossinn hefur varað við yfirvof- andi neyðarástandi í meira en tvö ár. Í desember 2008 sendu sam- tökin út neyðarkall og leituðu til alþjóðastofnana um stuðning við að koma í veg fyrir harmleik sem þá var talinn vera í uppsiglingu í Eþíópíu, Sómalíu og Keníu. Ætlunin var að bregðast við neyðinni sem þá var að myndast og grípa til marg- víslegra aðgerða til að koma í veg fyrir ennþá meiri neyð. Viðbrögðin voru nánast engin. Í janúar á þessu ári sendi keníski Rauði krossinn út neyðarkall vegna uppskeru- brests, sem þá var orðin staðreynd. Við- brögðin voru lítil. Alþjóða Rauði kross- inn heldur úti umfangsmiklu hjálparstarfi í Sómalíu við ákaflega erfiðar aðstæður. Erfiðlega hefur geng- ið að fjármagna starfið. Nú er komin mynd á neyðina og það er mynd af börnum sem koma í flóttamannabúðir nær dauða en lífi af hungri. Ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna um að hungurs- neyð ríki í tveimur héruðum Sómalíu, Bakool og Neðra-Sha- belle, staðfestir það sem þegar var orðið ljóst. Margar ástæður eru fyrir þessari hungursneyð: Þurrkar, borgarastyrjöld, þjóðfélags- breytingar. Það skiptir ekki máli nú. Það eina sem skiptir máli nú, þegar börn deyja úr hungri, er að koma til hjálpar. Rauði krossinn er á staðnum í Sómalíu. Núna. Samtökin dreifa mat, einkum til barna, frá 39 heilsugæslustöðvum og 18 matar- dreifingarstöðvum. Verið er að fjölga fær- anlegum teymum til að ná enn þá víðar. Rauði kross Íslands styður þetta starf. Söfnunarsími Rauða krossins er 904 1500 til að gefa 1.500 krónur sem dregnar eru af næsta símreikningi. Hjálpum. Núna. Hungurs- neyð Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands Margar ástæður eru fyrir þessari hungursneyð: Þurrkar, borgara- styrjöld, þjóðfélags- breytingar. Ný fjölmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir vinsældir Fréttablaðsins. Rúmlega 72% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 18-49 lesa að meðaltali hvert tölublað Fréttablaðsins - nær þrefalt fleiri en lesa næsta dagblað þar á eftir. Fólkið í landinu les Fréttablaðið Allt sem þú þarft... Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Apríl til júní 2011, meðallestur á tölublað. Umhverfisverndin Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir að hvalveiðar séu á skjön við meginmarkmið flokksins í pólitík, því hann sé grænn flokkur og umhverfisverndarflokkur. Því er ekki úr vegi að kíkja á stefnu flokksins varðandi auðlindir hafsins. „Fram- tíðarsýn okkar eru vistvænar fiskveiðar og vernd uppvaxtarsvæða nytja- fiska, sjálfbær nýting vistkerfa á hafsbotni og friðun svæða fyrir botnlægum og hreyfan- legum veiðarfærum þar sem nauðsyn krefur.“ Þetta er falleg framtíðar- sýn, en Árni Þór skuldar skýringu á því hvernig sjálfbær nýting hvalastofna fellur utan við hana. Tilfinningarökin „Þetta eru bara tilfinningarök!“ Ásökun sem þessi heyrist oft hjá fylgjendum hvalveiða og þykir hin mesta skömm. Vissulega eru bara tilfinningarök að vilja ekki nýta hvali á sjálfbæran hátt, frekar en þorsk, gæsir, lóu eða hrossagauk. En eru það ekki líka tilfinningarök að vilja veiða hvali hvað sem það kostar, bara af því að við ráðum okkur sjálf og tökum ekki við skipunum að utan? Upphrópanirnar Evrópusamtökin eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópu- samvinnu. Á vef þeirra birtist í gær frétt um að Morgunblaðið hefði hrósað grein eftir Ragnar Arnalds. Með þessu hefðu ysta-hægrið og ysta-vinstrið sameinast. Myndskreyt- ingin var líka upplýsandi, hamar og sigð Sovétríkjanna. Trúi höfundar því að Ragnar Arnalds sé holdgervingur ystra-vinstrisins á Íslandi hafa þeir ekki mikla innsýn í íslensk stjórnmál. Og tengja svo við Sovétríkin, að áróðurs- meistara sið. Svona mál- flutningur hjálpar engum málstað. kolbeinn@frettabladid.is SKOÐUN Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is Flóttamenn og aðrir sem vilja setjast hér að eiga rétt á góðu kerfi og réttlátri málsmeðferð. Brotalamir sem verður að laga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.