Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 26
6 föstudagur 22. júlí Óþægileg umræðuefni SP: Fyrir langa löngu fór ég í hefðbundna skoðun til kvensjúkdómalæknis og mér var sagt að ég væri með aftursveigt leg en læknirinn tók fram að það væri ekki hættulegt. Ég heyrði kunningjavinkonu segja fyrir stuttu að þetta gæti aftrað manni frá því að eignast börn. Veistu hvort það er satt? Svar: Nú er ég ekki læknisfræðilega menntuð en heimildirnar sem ég aflaði mér um aftursveigt leg bentu til þess að það ætti ekki að hafa nein áhrif á frjósemi konunnar. Það var talið áður fyrr að lega legsins gæti haft áhrif á frjósemina en læknavísindin í dag telja ekki lengur að svo sé. Hins vegar upplifa sumar konur með aftursveigt leg sársauka eða óþægindi við samfarir, sérstaklega í ákveðn- um stellingum. Ef sársauki við samfarir hamlar samförum þá mætti líta á það sem ákveðna hindrun í barneignum því samfarir eru jú ansi mikilvægar fyrir getnað. Það hafa verið framkvæmdar aðgerðir til að „laga“ aftursveigt leg sérstaklega ef önnur vandkvæði fylgja en fyrir getnað og með- göngu þá ætti það ekki að þurfa. Þetta er því ekki eitthvað sem þú ættir að þurfa hafa miklar áhyggjur af. SP: Er mikið um kynsjúkdóma hér á landi og af hverju er um- ræðan um þá svona mikið „tabú“? Hverjir eru algengustu kynsjúkdómarnir hérlendis? Svar: Samkvæmt heimasíðu Landlæknisembættis- ins eru til 30 tegundir af kynsjúkdómum. Á Íslandi eru kynfæravörtur, kynfæraáblástur og klamydía algeng- ust og smithlutfall kynjanna er svipað. Það er áætl- að að um 2.000 einstaklingar smitist árlega af klam- ydíu. Ég hef ekki orðið sérstaklega vör við að um- ræðan sé „tabú“, frekar að henni sé sleppt því hún er óþægileg og fólk lifir annað hvort í hugsanahættin- um „þetta kemur ekki fyrir mig“ eða þá að kynsjúkdóm- ur sé eitthvað sem hverfi af sjálfu sér. Staðreyndin er hins vegar sú að klamydíusmit getur verið einkennalaust og sjúkdómurinn getur leitt til ófrjósemi hjá stúlkum. Það er ekki flókin lækning við klamydíu, ef hún greinist nógu snemma, og því ætti fólk ekki að vera hrætt við að skella sér í skoðun. Kynfæraáblástur og kynfæravört- ur orsakast af veirum og þeim fylgir ævilangt smit en þó ekki viðvarandi einkenni. Þessir sjúkdómar geta valdið óþægindum. Þá eru tengsl milli kynfæravartna og leg- hálskrabbameins. Enn og aftur, það er einkar mikilvægt að fara reglulega í skoðun hjá Húð og kyn á Landspít- alanum í Fossvogi, eða á heilsugæslunni þinni. Smokk- urinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum og eru stelp- ur og strákar jafn ábyrg fyrir því að fylgja eftir notkun hans. Þú berð ábyrgð á sjálfum þér þegar kemur að kynlífi. Það sést sjaldnast á viðkomandi hvort sá sé smitaður af kynsjúkdómi og því er það á þína ábyrgð að krefjast notkunar smokksins og fara reglulega í kynsjúkdómaskoðun. Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Þ að gerist sjaldan að fréttir séu sagðar af ástarsambandi tveggja fyrirsæta en slík frétt hefur nú farið sem eldur í sinu um netheima. Ofurfyrirsæturnar Freja Beha Erichsen og Arizona Muse staðfestu fyrir stuttu samband sitt og er líklega óhætt að kalla þær eitt myndarlegasta parið í tískuheiminum í dag. Stúlkurnar eru um þess- ar mundir á meðal tíu vin- sælustu fyrirsæta heims. Hin danska Freja Beha hefur verið í sýningum allra helstu hönn- uða heims, prýtt forsíð- ur i-D, W Magazine og fjölda Vogue-hefta auk þess sem bæði skór og töskur hafa verið nefndar eftir henni. Arizona Muse hefur einnig sýnt fyrir helstu hönnuði heims og prýtt ýmsar forsíður og tvisvar hefur hún deilt forsíð- unni ásamt núverandi kærustu sinni, Freju. OFURFYRIRSÆTUR OPINBERA SAMBAND SITT: Ofurparið Arizona og Freja Beha Fagurt par Of- urfyrirsæturn- ar Freja Beha og Arizona Muse hafa opin- berað samband sitt. Fréttirnar hafa vakið mikla at- hygli innan tísku- heimsins. NORDICPHOTOS/GETTY LÉTTÖL Sumarið er stutt, njóttu þess alla leið SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.