Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 34
22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR22 ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. steypuefni, 6. hvort, 8. hlé, 9. stilla, 11. kyrrð, 12. framrás, 14. mjóróma, 16. gat, 17. einkar, 18. stormur, 20. samtök, 21. skjótur. LÓÐRÉTT 1. land í S-ameríku, 3. þófi, 4. skuggi, 5. arinn, 7. skref, 10. ról, 13. púka, 15. útungun, 16. hluti verkfæris, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. gifs, 6. ef, 8. lot, 9. róa, 11. ró, 12. útrás, 14. skræk, 16. op, 17. all, 18. rok, 20. aa, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. perú, 3. il, 4. forsæla, 5. stó, 7. fótspor, 10. ark, 13. ára, 15. klak, 16. orf, 19. ká. Hvað gerðist þegar allir hestar kon- ungs og allir hermenn konungs gátu ekki sett Eggert á veggnum saman? Jokke kynnir: Bassa- leikarar í danshljóm- sveitum með há kollvik! Í næstu viku: Finnskir djasspían- istar með sóríasis! Mamma, ég veit að þú ert að vinna en má ég biðja um greiða? Auðvitað. Nennirðu að sauma þessa tölu á skyrtuna mína, keyra mig og Söru í bíó, sækja okkur eftir myndina, skutla okkur á hljómsveitaræfingu, sækja okkur aftur, koma við heima hjá pabba Söru svo hún geti skilað bók á leiðinni heim? Já, þetta ætti ekki að vera mikið mál. Hvernig gengur annars að skrifa bókina? Við þurfum að finna eggja- rauðugjafa og það strax! Í Guðs bænum! Hemjið ykkur!! Auglýsing um skipulag – Hafnarfjarðarbær Tillaga að breyttu deiliskipulagi Suðurhafnar á lóðum nr. 28-31 við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júní 2011 að senda tillöguna með áorðn- um breytingum í auglýsingu skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin fellst í nýtingarhlutfall lóðanna er hækkað, lóðir nr. 29 og 31 við Óseyrarbraut eru stækkaðar og gerðir á þeim byggingarreitir fyrir opin útiskýli, annað 7 m hátt og hitt 12 m hátt. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar, lóð nr. 13 við Flatahraun Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 5.7.2011 að senda deiliskipulagsbreytinguna í auglýs- ingu í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Breytingin felst í byggingarreit á lóðinni er breytt og nýtingar- hlutfall hennar er lækkað. Deiliskipulögin verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæj- ar, Strandgötu 6, frá 22. júlí til 2. septembers 2011. Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna á forsíðu vefs Hafnarfjarðar- bæjar www.hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 2. september 2011. Þeir sem eigi gera athuga- semdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags-og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafn- ar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. SÆTISFÉLAGINN var nefnilega mjög búttuð bandarísk kona sem sat hálfpartinn ofan á mér. Það hefði verið í lagi nema hún var á iði alla leiðina. Ekki tók svo betra við þegar sætisfélagi hennar kom, því hún fékk allsvakalegan áhuga á honum og þau áttu góðar stundir meðan þau kynntust í fluginu. Sætisfélagarnir töluðu stans- laust alla leiðina þannig að lítið varð um svefn. KAUPMANNAHÖFN tók hins vegar vel á móti mér. Á flugvellinum var auðvelt að finna neðanjarðarlest sem gekk beint inn í borgina. Ekki nóg með það, heldur var auðvelt að finna strætóstöð strætós sem tók mig á áfangastað. Strætóinn kom líka fljótt og biðin var innan við mínúta, ekki eins og hér heima þar sem biðtíminn er oftast ríflega fimmtán mínútur, því strætóinn er alltaf nýfarinn þegar farþeginn kemur á stoppistöðina. REIÐHJÓL voru auðfundin í þessari stórborg og auðvelt var að ferðast á milli staða á þeim, þar sem sérstakir hjól- reiðastígar eru fyrir hendi. Kaupmanna- hafnarbúar og annað hjólreiðafólk þar í borg kann líka umferðarreglurnar, gefur stefnuljós og stoppar á rauðu ljósi. Það er helst þegar strætófarþegar hoppa af og á að þeir þurfa að passa sig á hjólreiða- fólki, sem gleymir að út úr þessum löngu bílum komi fólk af og til. GÖNGUTÚRAR voru líka vel til fundn- ir í höfuðborg Danmerkur. Þó var ekki nógu sniðugt að ræða um næsta mann því það var aldrei að vita nema hann sneri sér við og svaraði á íslensku eins og innfæddur. Íslendingar voru enda úti um allt, barþjónninn, maðurinn á næsta götuhorni og fjölskyldan í vatns- strætónum. FLUGFERÐIN til Íslands var álíka skemmtileg og ferðin út. Ég mætti glað- beitt út á flugvöll eftir ánægjulega neðan- jarðarlestarferð. Ferðin byrjaði á því að önnur hafði verið tékkuð inn á mínu nafni og þegar í flugvélina kom settust draf- andi og drukknar konur við hliðina á mér. Virtust viðkunnanlegar en héldu fyrir mér vöku með því að spreyja ilmvatni í tíma og ótíma og bera á sig lyktarmikil krem. Svefninn varð stuttur í það skiptið. Ferðast fram og til baka BAKÞANKAR Mörtu Maríu Friðríks- dóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.