Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 22. júlí 2011 31 FÓTBOLTI „Ég er ágætlega ánægð- ur með sumarið hjá mér. Það hafa verið smá meiðsli og ég hef misst af mikilvægum leikjum. Ég væri til í að hafa skorað fleiri mörk enda klúðrað nokkrum ágætum færum. Heilt yfir er ég samt nokkuð sátt- ur,“ sagði Garðar Jóhannsson en hann er leikmaður 11. umferðar hjá Fréttablaðinu. Garðar skoraði tvö góð mörk gegn Blikum og klár- aði leikinn. „Meiðslin tengjast ekkert gervi- grasinu. Þetta er táin á mér. Gervi- grasið er líka geðveikt gott,“ sagði Garðar og hló við. Hann hefur ekk- ert æft síðustu tvær vikur en er kominn á fullt á nýjan leik. „Það er ljúft að geta æft aftur á fullu og vonandi mun mörkunum fjölga.“ Stjörnumenn hafa komið skemmtilega á óvart í sumar. Eru að berjast í efri hlutanum en flest- ir spáðu því að Stjörnuliðið myndi berjast í bökkum. „Við vorum ákveðnir í að afsanna allar hrakspár. Við telj- um okkur vera með lið sem á að vera í efri hlutanum. Við erum of vel spilandi lið til að vera í fall- baráttu. Það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í sumar en við erum samt ofarlega. Hrakspárnar þjöpp- uðu okkur saman og við erum ekki hættir,“ sagði Garðar. Er komin stemning í klefann fyrir því að byrja aftur á fögnunum frægu? „Nei, það verður ekki gert. Í það minnsta ekki á meðan ég ræð ein- hverju. Ég tek ekki þátt í skipu- lögðum fögnum. Það kom samt pínu hjá bræðrunum í síðasta leik og kannski öruggara að hafa auga með þeim,“ sagði Garðar léttur. - hbg Garðar Jóhannsson er leikmaður 11. umferðar: Tek ekki þátt í neinum skipulögðum fögnum GARÐAR JÓHANNSSON Er með markahæstu mönnum deildarinnar þó svo hann hafi misst úr leiki vegna meiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pepsi-deild karla Lið 11. umferðar: Óskar Pétursson Grindavík Pól Justinussen Valur Grétar S. Sigurðarson KR Viktor S. Hafsteinsson Keflavík Halldór H. Jónsson Fram Atli Sigurjónsson Þór Haukur Páll Sigurðsson Valur Daníel Laxdal Stjarnan Jóhann H. Hannesson Þór Óli Baldur Bjarnason Grindavík Garðar Jóhannsson Stjarnan FÓTBOLTI KR-ingar slógu slóvak- íska liðið Zilina úr undankeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-2 tap út í Slóvakíu. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt. KR mætir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi í næstu umferð en Dinamo Tbilisi vann 5-0 sigur í síðari leik sínum á móti velska liðinu Llanelli. Tomas Majtán kom Zilina í 1-0 á 29. mínútu leiksins en það var varamaðurinn Momodou Ceesay sem skoraði seinna markið á 70. mínútu leiksins. KR-ingar voru í vandræðum síðustu tuttugu mín- úturnar eftir að Zilina komst í 2-0 og oft skall hurð nærri hælum. KR-liðið hélt hins vegar út og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta tók vel á taugarnar síð- ustu fimmtán mínúturnar en að öðru leiti var maður alveg róleg- ur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þegar þeir gerðu annað mark- ið þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Þeir voru farnir að vera þreyttir og mér fannst við vera nær því að jafna leikinn en þeir að skora annað markið. Svo gerum við smá mis- tök í varnarleiknum og fáum á okkur mark. Í framhaldinu er gríðarleg pressa á okkur,“ sagði Rúnar. „Þeir tóku mikla áhættu, spiluðu 4-4-2 og kantmennirnir þeirra voru mjög hátt á vellin- um. Stundum var þetta 4-2-4 og bakverðirnir fóru vel með upp. Þeir voru með marga í sókninni og þvinguðu okkur aftar á völl- inn. Þegar við unnum boltann þá náðum við ekki að nýta það nógu vel að sækja hratt á þá en það vantaði stundum lítið upp á. Eitt mark hjá okkur hefði algjörlega eyðilagt þennan leik fyrir þá og gert þetta auðveldara fyrir okkur. Við áttum möguleika á því strax eftir fimm mínútur þegar Guðjón sleppur einn í gegn,“ sagði Rúnar en KR-ingar fengu heldur betur ástæðu til að fagna í leikslok þrátt fyrir fyrsta tap sumarsins. „Við lítum á þetta sem 3-2 sigur og þetta er ekkert tap. Þetta eru tveir leikir og við stöndum uppi sem sigurvegarar eftir þá. Ég er gríðarlega ánægður með strák- ana og framlag þeirra þrátt fyrir að maður hefði stundum viljað sjá meiri ró á boltanum og betra spil. Þetta var gríðarlega erfitt og menn þurftu að leggja mikið á sig. Menn uppskáru líka mikla gleði og ánægju í restina,“ segir Rúnar. „Það er algjör snilld að vera áfram í öllum þremur keppn- um. Þetta er frábær árangur hjá okkur og það er mikið afrek að slá út þetta sterka lið,“ sagði Rúnar en Zilina hafði komist langt í Evr- ópukeppninni síðustu tvö tímabil, í riðlakeppni Evrópudeildarinn- ar 2009-10 og svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. „Nú bíður okkar lið sem er ekki eins hátt skrifað og þetta lið sem við vorum að slá út núna. Mögu- leikarnir eru til staðar en maður þekkir það af eigin reynslu og lið frá Georgíu eru mjög sterk líka,“ segir Rúnar en það er nóg af öðrum leikjum á næstunni. „Nú er það fyrst Breiðablik, svo eigum við heimaleikinn á móti Dinamo Tbilisi og svo förum við á Ísafjörð um verslunarmanna- helgina og gleðjum Ísfirðinga. Ég reikna ekki með að leikmenn Bí/Bolungarvíkur séu sáttir með þessi úrslit en því miður fyrir þá þá þurfum við að spila við þá um verslunarmannahelgina,“ sagði Rúnar sem viðurkennir að þetta gríðarlega leikjaálag reyni á hóp- inn. „Við erum búnir að spila sunnu- dag-fimmtudag í þrjár til fjórar vikur og það heldur bara næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta verður erfitt og strembið fyrir okkur en við ræddum um það í dag að okkur langar að spila sem flesta leiki. Okkur langar að ná árangri og það kostar bara þessa vinnu. Menn eru tilbúnir að leggja það á sig en vonandi kemur þetta ekki niður á okkur í deild og bikar því þar viljum við líka ná árangri,“ sagði Rúnar. ooj@frettabladid.is Mikið afrek að slá út þetta lið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður eftir að liðið sló Zilina út úr Evrópukeppninni í gær. Rúnar segir að síðustu mínúturnar hafi tekið vel á taugarnar og á ekki von á að leikmenn BÍ/Bolungarvík hafi fagnað þessum úrslitum því nú þurfi þeir að spila undanúrslitaleik í bikar um verslunarmannahelgi. HÉLDU ÚT Í LOKIN KR-ingar eru komnir áfram í Evrópukeppninni en það þurfti sameinað átak að slá út hið geysisterka Zilina-lið í Slóvakíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. deild karla Selfoss-Grótta 4-0 1-0 Viðar Örn Kjartansson (12.), 2-0 Babacar Sarr (18.), Jón Daði Böðvarsson (44.), 4-0 Jón Daði Böðvarsson (60.) HK-Leiknir 0-3 0-1 Pape Mamadou Faye (39.), 0-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson (50.), 0-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson (67.) STAÐAN Í DEILDINNI: ÍA 13 12 1 0 39-5 37 Selfoss 13 9 1 3 29-12 28 Haukar 12 6 2 4 17-13 20 Þróttur R. 13 6 2 5 16-21 20 BÍ/Bolungarvík 12 6 1 5 17-22 19 Fjölnir 12 5 3 4 20-22 18 Víkingur Ó. 12 4 3 5 14-14 15 ÍR 12 4 2 6 15-21 14 Grótta 13 3 5 5 8-16 14 Leiknir R. 13 2 4 7 15-19 10 KA 12 3 1 8 12-23 10 HK 13 0 5 8 12-26 5 ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI FH-ingar eru úr leik í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir portúgalska liðinu CD Nacional á Madeira í gærkvöldi. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kapla- krika fyrir vikur og unnu Portú- galirnir 3-1 sam- anlagt og mæta sænska liðinu Häcken í næstu umferð. FH-vörnin hélt út fram á 55. mín- útu leiksins þegar Luís Alberto kom CD Nacional í 1-0 en seinna markið skoraði síðan varamaður- inn Daniel Candeias á 90. mínútu. - óój FH-ingar eru úr leik: Töpuðu 2-0 á Madeira í gær HEIMIR GUÐJÓNS- SON Þjálfari FH FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.