Fréttablaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Helgarblað spottið 10 30. júlí 2011 176. tölublað 11. árgangur 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Matur l Allt l Allt atvinna Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Franskir tónar verða í hávegum hafðir á stofutón- leikum á Gljúfrasteini á sunnudag en þar munu þau Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari hrífa gesti með ljóðrænni sveitasælu og litríkum myndum. Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALAENN MEIRI AFLÁTTUR ALLT AÐ 70% Mörkinni 6 - Sími 588 5518Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Y rhafnir, bolir og peysur í úrvali ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Toppvörur toppþjónusta. Næg bílastæði Allt á að seljast B íddu, ég ætla að kíkja aðeins í dagbók-ina mína. Ég er með svo lélegt minni að ég man aldrei hvað ég er að gera svona samdægurs,“ segir Lovísa Elísabet Sig-rúnardóttir þegar blaðamaður spyr hana í hnýsni sinni hvað hún ætli að gera um helgina. „Það er verslunarmannahelgi. Og gigg um kvöldið 30. júlí. Það er ekkert svo brjálað hjá mér að gera í spila-mennskunni, bara þetta eina gigg og mér finnst það voða gott,“ segir Lay Low sem spilar í bakgarði Dil-lon bars í kvöld, en þar fer fram heljarinnar þriggja kvölda rokkhátíð um helgina. Í gær æfði hún sig með Pétri Hallgrímssyni gítarleikara sem spilar oft með henni, eftir æfinguna fór hún í sushiveislu og þar næst fór hún að sjá Pétur Ben spila á Rósenberg. Svona var gær-dagurinn hennar að því gefnu að allt sem stóð í dag-bókinni hafi gengið eftir.„Á laugardaginn (í dag) ætla ég að ráfa um bæinn í leit að góðu kaffi og spjalla við gott fólk. Um kvöldið spila ég á tónleikunum á Dillon og á sunnu-daginn held ég að ég ætli að fara í sumarbústað til mömmu og pabba,“ segir Lay Low sem er fegin að þufa ekki að þvælast mikið á milli útihátíða þetta árið. En af hverju hefur hún aldrei samið almenni-legt þjóðhátíðarlag sem hægt er að tralla á gítar og syngja fullur inni í tjaldi? „Nú er ég reyndar með eitt lag á íslensku sem ég er svolítið að spila, svona sumarlegt og voða kósí held ég. Það heitir Sólskin. Ég er enn þá aðeins að þróa það. Það er gaman að gera lög sem passa í þjóðhátíðar- eða útilegustemningu,“ segir Lay Low og er aldrei að vita nema hún prófi lagið á laugardagskvöldið, en hún flytur áreiðanlega nokkur lög sem hafa aldrei heyrst áður. „Þetta er víst rokkhátíð á Dillon. Mér finnst svolítið gaman þegar verið er að bjóða Lay Low á rokk-hátíðir, hún sem getur verið svo róleg og væmin. Ég á örugglega eftir að reyna að vera svolítið kúl, reyna að vera töffari. En það tekst ekki alltaf – ég er örugg-lega alltaf jafn væmin,“ segir Lovísa um hliðar-sjálf sitt. nielsg@365.is Lay Low ætlar að tvíhenda gítarinn um helgina.Mun reyna að sýna töffaratakta á Dillon STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrann r@365.is 512 5441 Félagsstarf aldraðra – Veitingaeldhús Við óskum eftir að ráða starfsmann til að sjá um kaffi og útbúa meðlæti fyrir félagsstarf og dagvist aldraðra á Skólabraut 5 á Seltjarnarnesi. Í boði er góð vinnuaðstaða og notalegt starfsumhverfi. Leitað er að hugmyndaríkum og röskum starfsmanni með reynslu af bakstri og gerð brauðrétta. Þarf að hafa góða þjónustulund. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Karvelsdóttir í símum 5959148, 8229112, sigridurka@seltjarnarnes.is og Snorri Aðalsteinsson í símum 5959100, 8972079, snorri@seltjarnarnes.is Félagsmálastjóri Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is Ráðgjafi Vinnumálastofnun leitar eftir ráðgjafa fyrir þjónustu » » » » » » » » » » » matur [ SÉRBLAÐ FRÉTT ABLAÐSINS UM M AT ] júlí 2011 Vinsæll skyndibiti í nýju ljósi Íslenskir matreiðslu menn spreyta sig á pylsu m með skemmtilegri útkomu. SÍÐA 2 kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi Hjá okkur er opið alla daga langt fram á kvöld – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 58 28 0 7/ 11 Frekar úlfur en kóngur Nútíma eitísboltinn Davíð Berndsen syngur eitt vinsælasta lag landsins ásamt Bubba Morthens. tónlist 14 Var myrkfælinn Höfundur Gæsa- húðarbókanna tekinn tali. krakkasíðan 22 Pylsupartí um helgina Matreiðslumenn spreyta sig á pylsum með óvæntri en lystugri útkomu. matur 2 tónlist 18 Amy Winehouse VIÐSKIPTI Rabbíninn Asher Chocron kom hingað til lands fyrr í þessari viku til að gera úttekt á afurðum frá Toppfiski sem fá í framhaldinu sérstaka vottun. Um er að ræða svokallaða Kos- her-vottun en hún er til marks um að varan hafi verið meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga og að hún innihaldi ekkert sem stang- ast á við þá. Chocron kom á vegum Baldvins Gíslasonar, eiganda Gislason Fish Selling, en það fyrirtæki kaupir vöruna af Toppfiski og selur hana síðan fyrirtækjum er sérhæfa sig í vörum sem fengið hafa slíka vott- un. Baldvin segist vonast til þess að eiga viðskipti við fleiri íslensk fyrirtæki. „Ég tel að það séu mikl- ir möguleikar í þessu í sælgætis- iðnaðinum og hyggst ég því leita til Góu og Nóa Síríus áður en ég kem aftur til Íslands með Chocron en það verður eftir um það bil fjóra mánuði,“ segir hann. Hann segir enn fremur til mik- ils að vinna því á Bretlandi búi á bilinu 330 til 350 þúsund gyðing- ar sem setji ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé vottað með þess- um hætti. Þriggja daga dvöl Chocrons hér á landi var því ekki alveg vand- kvæðalaus. „Ég varð að taka með mér mikið nesti að heiman og síðan eldaði konan fyrir mig risa máltíð þegar ég kom heim aftur,“ segir hann og hlær við. Chocron var þó ekki á algjöru flæðiskeri staddur því hér á landi eru til þó nokkrar útlendar vörur í íslensku stórmörk- uðunum sem hafa verið vottaðar með þessum hætti. Baldvin hefur áður komið hing- að til lands með öðrum rabbína og segir hann þá bera sig mis- hátíðlega að við verkin. „Sá fyrri blessaði afurðina og var með heil- mikið ritúal í kringum þetta,“ segir hann. Chocron segir þetta hins vegar vera að mestu eins og hvert annað gæðaeftirlit. „Ég er ekkert að biðja á meðan ég er að þessu, nema að ég bið bara um að þetta taki fljótt af,“ segir hann kankvís. Chocron segir að vottunin nái einingis til þeirrar vöru sem fram- leidd var meðan hann var hér en ekki til allrar vöru frá Toppfiski. Fiskblokkirnar sem fengu þessa vottun verða síðan að fiskifingr- um í verksmiðju í Hull. Baldvin segir að ekki einungis matvörur fái úttekt sem þessa en hann var nýlega með rabbína í eftirlitsferð í tannkremsverksmiðju í Belgíu. - jse Rabbínar votti súkkulaði Rabbínar hafa komið hingað til lands að veita íslensku fiskmeti gyðinglega vottun. Fyrirtæki í eigu Íslend- ings leitar til Góu og Nóa Síríus til að fá slíka vottun á vörur þaðan. Blessaður fiskur seldur til Bretlands. NORÐMENN VEKJA AÐDÁUN hryðjuverk 16 KLÁRIR Í KEPPNI Ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnum á 14. ungmennalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunar- mannahelgina. Mótið var sett á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi, þó keppni hefði hafist fyrr. Alls eru um 1.300 þáttakendur á mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.