Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 05.01.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.01.1940, Blaðsíða 1
DINGU XXVI. árgangur.l Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyrí, 5. janúar 1Q40 1. tölubl. Vid áramót. Enn er eitt ár liðið í skaut ald- anna, — ár mikilla viðburða í sögu Norðurálfunnar. Árið 1Q3Q fór mildum höndum um oss íslendinga. Árgæzka var meiri en í meðallagi til lands og sjávar, — surnarið hið hlýjasta óg góðviðrasamasta sem elztu menn þekkja dæmi til, heyafli góður og nýting frábær í öllum landshlutum. í gömlum árbókum mundi slík árs- lýsing bera vitni um góða afkomu lands og lýðs, — eða í þá daga, er kvikfjárræktin var eini atvinnu- vegur vor. En nú er gifta þjóBar vorrar svo mjög háð aflaföngum úr djúpum hafsins og verðlagi þeirra, að óvenju margir sólskins- dagar er engin trygging fyrir góðri fjárhagsafkomu ríkis og þegna. Og svo var sem »gullfiskur« vor, síld- in, þyldi illa sólskinið og hlýjuna í sumar, því langí var liðið á ver- tíð, er hún loks leyfði sjómönnum vorum fang á sér, og rætlist þá betur úr en á horfðist framan af, þótt aldrei yrði aflinn svo mikill er vænta mátti eftir veðráttu og skipastól. Hið óvenju hlýja sumar hafði í för með sér meiri uppskeru garð- ávaxta, en dæmi finnast til áður, svo að kartöfluuppskera var víða tvítugföld eða meira, og korn náði göðum þroska, þar sem til þeirrar ræktunar var stofnað. Engin óar- an eða farsóttir sótti oss heim á árinu og munu flestir hafa kvatt það með þakklæti. En úti á meðal stórþjóðanna gerðust Á árinu stórir atburðir, sem lengí munu í minnum hafðir. Fjóra síðustu mánuði ársins geisaði styrjöld um mikinn hluta Vestur- Evrópu, er hófst með innrás Pjóð- verja í Pólland 1. september. Og 30. nóvember ræðst stærsta stór- veldi álfunnar, SovétRússland á eitt af ríkjum Norðurlandanna og hugði að sigra það á nokkrum dögum. En eftir meira en mánað- arskeið er árásarríkið engu nær því marki að sigia en það var á fyrsta degi, svo frábær er vörn hinnar litlu þjóðar gegn ofurefli stórveldisins. Pað hefir verið reiknað út, að í síðasta mánuði, þeim mánuðinum, semkristnir menn halda minning- arhátíð um fæðingu mannkyns- frelsarans, er boðaði öllum frið á jörðu, hafi 70 af hundraði alls mannkyns átt í styrjöld. Svo fjarri er það enn, að æðsta hugsjón mannkynsins, friður meðal allra þjóða, nái fram að ganga. Vér íslendingar eigum ekki í ó- friði. En vér förum ekki varhlula af þeim afleiðingum Evrópustríðs ins, er dýrtíð er nefnd. Vér verð- um að heyja baráttu við hana. Vér vitum og finnum, að hún muni þrengja meira og meira að oss á hinu nýruhna án, en vér munum verjast henni sameiginlega með þeim hætti a.ð framleiða sem mest handa sjálfum oss af þeim nauðsynjum, er áður hafa verið sóttar »austur yfir álinn«, en unnt er að framleiða í landinu sjálfu. Og enda þótt eldtungur styrjaldar- bálsins hafi stundum farið sleikj- andi um landhelgislínu vora, síðan styrjöldin síðasta brauzt út, og glampar þess sézt frá ströndum landsins, eigum vér ekki að þurfa að óttast innrás erlendra herja, Vopnleysi vort og hlutleysi er ör- uggasta vörn vor, — sú vörn, sem gagnvart siðuðnm þjóðum er bezta vörn hvers ríkis, hvort sem það er stórt eða smátt. Og með þeirri vissu að enn er fjarlægðin svo mikil milli fslands og þeirrar villimennsku, er níðist A hinum smáa, hvenær sem hagsvon er, — getum vér jafn rólegir og um önnur liðin ára- mót boðið hverjir öðrum Q íediíegt áv. NYJA-BIO ! Steingr. Matthíasson: Annað líf í hessu lífi Enn má heita að allt sé í lagi hér úti í hólma. Sjómennirnir geta fiskaö, þvi hér eru engin tundur- duíi. Þau eru bara sunnan til í Eyrarsundi og heiðarlegur, þyzkur lós fer með skipin gegnum þann voða, ,svo engum hlekkist á. En margir eru samt hræddir og sitja heldur heima. Kolin, gasið og raf- magnið hafa stigið lítillega. Margir bjuggust við því verra og fárast því ekki yfir þessu. Eiginlega hef ég ekki heyrt neina kvárta sáran, nema nokkra feita, m'akraða gróss- era og séntilmenn, sem fá ekki benzín á bílana sína og verða að kaupa scr far 1 almenuingsbílum' eða »ota gönguteinum« uppágamla móðinn, —veskú! Þeir öfunda okk- ur læknana, sem njótum náðar guðs og manna og megum fara gandreið um sveitirnar, eins og okkur synist (þó aðeins til sjúkJinga, en ekki í neitt snatt). Fiskimennirnir fengu ríkisstyrk (200—300 kr. hver), þeir sem síldin sveik í sumar, og urðu glaöir, og enn glaðari fyrir það, i\þ nú kemur hún viljug í netin, eins og væri HENNI borgað fyrir það. Yfirleitt mega Danir enn dásama FAGRA VERÖLD. En ýmsa dreym- ir illa drauma, að Surtur fari sunn- an, eða Hræsvelgur, úr hálofti, að austan. Veraldarsagan sýnist farin að fiýta sínum klyfjagangi og ýmíst brokka eða stökkva. Eg er að upplagi bjartsýnn og held að skáni veðrið fyrr en varir, svo að aftur skíni sólin á FAGRA VERÖLD. í öllu falli held ég, að við hér í Nexö gjörum ekki neitt til að verja okkar hlutleysi nema rétta upp hendurnar. En aðrir segja, að margt geti skeð, þegar heimurinn er að verða sjóðandi vitlaus. Grön- dal lætur Flosa vera ugglausan íyr- ir Rimmugýgi, hún muni' aðeiris -------------- Nexö 3. nóv. 1939 stytta hina félagana um eina haus- lengd. »Laus eru höfuð á herðum yðar«, segir hann, meðan greyin sofa vært uppi í Þríhyrningi eftir brennuna. Sannara mun, að Flosi hafi tekið sinn haus með í reikn- inginn, og svo mun flestum farið, þó þeir beri sig vel. Öll Norður- lönd, og ísland ekki sízt, mega alofsælum leyfa ljóöstöfum« »iagra veröld« síðustu áratogina. Aldrei hefir frelsisröðull skinið skærar frá því löndin voru byggð. Gjöri Bols- ar það betur! Ég lærði í skóla vísu eftir Ovidius og þyl hana oft í huganum, Óbund- in er hún svona: >ADRIR LOFA GAMLA DAGA. ÉG LOFA NÚ- TÍMANN, OG HRÓSA PVÍ, AD HAFA. FENGIÐ AÐ LIFA EIN- MITT NÚ*. Ovidius var uppi á dögum Ágústús- ar, þegar Rómaveldi stóð með allra mestum blóma. Hann skemmti sér vel í Róm og orti mikið. Ég hef æu'ð síðan ég lærði vísuna, tekið undir með Ovidiusi og sagt af hjarta eins og hann: — >Gratulor, hæc ætas moribus apta meis!« Því mér hefir liðið vel og séð mörgum líða vel. Veröldin hefir verið fögur og lííið skemmtilegt, Nókkuð veldur, ef til vill, að ég er stálminnugur á gott, en gleymion á illt. Ég finn mig knúðan til þessarar játningar meðan ég er ungur í anda og ekki orðinn gleyminn á golt, og áður en, ef ske skyldi, að fjandinn yrði laus, svo að veröldin Ijókki og við hættum að mega »treysta þeim norðan við sundið* (eins og faðir minn sagði). Þegar aörir hafa, í viðtali v\ð mig, bötsótast yfir síðustu og verstu tímum, jafnvel þó væri dúnalogn um víða veróld, nema í Kína, hef ég ætíð tekið málstað nútímans, sér- Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Olympínleik- arnir 1936 Hin heimsfræga kvikmynd, sem tekin var undir stjórn þýzku leikkonunnar LENI RIEFENSTAHL. Fyrri hlutinn: Kátíb {.jóðanna. I Pessi dásamlega kvikmynd var ekki eingöngu tekin til minn- ingar Olympíuleikana í Berlín 1936, þar sem flestar þjóðir heimsins þ. á. m. íslendingar leiddu saman sína beztu íþrótta- menn, heldur átti myndin að vera hvöt til allrar íþróttaæsku heimsins um að keppa að enn- þá meiri líkamlegri og sálar- legri fullkomnun og fegrun. Myndin er fagurt og stórbrotið listaverk. Sunnudaginn kl. 5: Ástmey ræn ingjans. I.O.O.F. = 121159 = staklega síðustu áratugi. PVÍ ÉG VEIT, AD VERÖLDIN HEFIR ALDREI VERID SKÁRRI. Aldrei hefir verið minni sultur, minni sjúk- dómar og minni hjátrú. Aldrei betri aðbúð manna, aldrei meiri varnir gegn sóttum, aldrei meiri samúð, samhjálp og skynsamlegt vit, friður og fagnaður. Við, sem erum eldri höfum upp- lifað bæði gaiala og nyja tímann, PANN GAMLA, sem að vísu gat verið bráðskemmtilegur, en sem yiirleitt var harðréttis og horfellis- tími, og PANN NÝ/A, sem í 'mörg- um löndum og "EKKI SÍZT Á ÍS- LANDI hefir skapað nýja >FAGRA VKR0LD«. Við höfum LIFAD ANNAD LÍF í ÞESSU LÍFI, miklu mildara og mannúðlegra en nokkru sinni fara sögur af áður, og svo þægilega skemmtilegt, að ég hef aldrei heyrt neiun klerk (sem varla var von) lysa lifinu, í eilífa friðinum, hinu megin, að það syndist skemmti- legra (ekki má þó skilja mig svo, sera ég ætlist til bardaga í guð-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.