Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 19.01.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 19.01.1940, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR þús. kr., og tilbúinn áburður 12,6 þús. kr. Sú verðhækkun, sem orðið hefir, fyrst vegna gengisbreytingar og síðan vegna Evrópustríðsins, hlaut að hafa í för með sér liaekkaðan reksturkostnað ýmissa opinberra stofnana og fyrirtækja. Og af sömu ástæðum hefir Alþingi horfið að þvf ráði að draga úr framlög- um til nýbygginga og annars, er krafðist erlends byggingarefnis, en í þess stað varið meira fé til vega- gerða en áður. Prátt fyrir að íslenzka krónan hefir fallið um 33%" síðastliðið ár, hafa fjárlögin ekki hækkað meira nú hlutfalislega en þau hafa áður gert f venjulegu ári. Má af því sjá, að allmikil átök hefir orðið að gera við niðurskurð útgjaldaliðanna. Virtist samkomulag all-gott um það milli Sjálfstæðis- og Famsókn- arþingmanna, en Alþýðuflokksmenn spyrntu þar nokkuð við fótum, eins og þeirra er vandi, Hin góða sala e. s. Gullfoss í Pýzkalandi, meðan á þingi stóð, hefir e. t. v. glætt vonir manna um batnandi hag, og haft nokkur áhrif á afstöðu einstakra þingmanna til fjárlaga- frumvarpsins. En jafnvel þótt Ijár- lögin yrðu endanlega afgreidd með sæmilegum rekstrarafgangi, ber á það að líta, að á slíkum tímum sem þessum er allt í óvissu, verð- sveiflur snöggar o s frv., og er því mjög vonlítið að nokkur fjár- lög geti nákvæmlega staðist. Konsert Ungfrú Sigríðar Guðmundsdóttur (frá Lómatjörn) og Róberts Abra- ham s. 1, sunnudag var mjög vel sóttur og undirtektir áheyrenda mjög góðar. — Viðfangsefni voru eftir: Haendel, Gluck, Mozart, Brahms, Wolf, Mendelssohn, Schubert, Pál ísólfsson og Árna Thorsteinsson, Alls söng ungfrúin 14 lög með und- irleik kennara síns R. Abraham, en auk þess [lék hann sérstaklega Fantasíu í c moll eftir Mozart og sorgargöngulag eftir Mendelssobn. A undan hverju sönglagi las hann texta þess á íslenzku, Hin unga söngkona hefir bjarta rödd og yfir- lætislausa. og mun mega vænta mikils af henni, ef hún heldur á- fram á þessari braut. Var konsert- inn þeim báðum til sóma er að honum stóðu. Nýir embættismenn; Á nýafstöðnu Alþingi voru sam- þykkt ný lög um dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík. Samkvæmt þeim lögum er sakadómara- og lögreglustjóra- embættinu skipt milli tveggja manna. Gengu lögin í gildi um áramótin. 6 þ. m -Setti Dóms- og kirkjumála- ráöuneytið Jónatan Hallvarðsson í sakadómaraembættið, en hann baféi áður farið með bæði, í lögreglu- stjóraembættið setti það sama dag Agnar Kofoed Hansen flugmálaráðu- naut. Sk/pst/órafél Norðlendinga heldur aðalfund sinn n. k. sunnud. (21. jan) kl. 1 e. h á Hótel Gullfoss. Minni áburður — minni framleiðsla Nú að undanförnu og þó einkum síðan að ófriðurinn skall á, hafa bæði í ræðu og riti veriö gerðar miður sanngjarnar kröfur til íslenzku bændastétttarinnar um aukna fram- leiðslu á búsnfurðum. En aftur á móti er engu loíaö um hækkaö verð á framleiðsluvörum bændanna. Kröfur þessar eru í hæsta máta ómaklegar og eiga engan rétt á sér á þessum erfiöu tfmum. Kjör bændanna hafa nú til margra ára verið svo bágborin, aö fjöldinn allur af þeim hefir orðið að hrökal- ast frá jörðum sínum út í óvis.s- una. En nú þegar eríiðleika-tímar hafa skollið yfir þjóðina og þá ekki sízt bændastéttina, er ekki minnsta við- leftni sýnd á því að bæta hennar hag, en aftur á móti hefir mikið veriö gert til að bæta hag sjávarút- vegsins, Allar nauðsynjavörur hækka nú óðum f verði, en þrátt fyrir það eiga bændurnir að selja sínar fram- leiðsluvörur með nær sama verði og veriö hefir, og jafnframt eru þeir óspart eggjaðir á að auka fram- leiðsluna. Feir eiga að framleiða meira feitmeti, meiri mjólk, meiri garðávexti og auka kornrækt að miklum mun, En jafnframt þessu var því haldið fram| aö bændur fengju engan útlendan áburð í vor. Lengi hefir það veriö predikaö fyrir bændum að auka kartöfluræktina og enn er því haldið áfram og það eins, þó aö nú séu til svo miklar birgðir af þessari vöru í landinu, að óvíst er hvort markaður fæst fyrir hana alla. Það er því auðséð, að það stendur ekki á bændunum að framleiða vöruna, heldur er það sumarveðráttan sem ræður mestu um uppskerumagniö, eins og sást bezt sumarið 1938. Feir sem hæst hafa galað um aukna kartöflurækt, ættu því hér efttr að beina kröítum sínum til náttúruaflanna og krefjast hagstæðr- ar sumarveðráttu. Það ætti að vera öllum ljóst, að ef hægt ætti að vera að framleiða svipað vörumagn og verið hefir, hvað þá auka það, verða bændur að fá útlendan áburö svipað og að undanförnu. En enn er það dregið f efa, að nokkuð fáist af honum, en ekki er nóg með það, heldur mun nú á nýafstöðnu þingi hafa verið fellt úr fjárlögunum allt framlag ríkisins til áburðarkaupa, Fað er auðskilið mál, að ef inn- flutningur útlendra áburðarefna stöðv- ast, hlýtur öll framleiösla að minnka að miklum mun og þá einkum mjólkurframleiðslan, því að ómögu- legt verður að halda túnunum í sæmilegri rækt. Það heiir líka verið reynt að aftra bændum fiá því að nota fóö urbæti nú í vetur, bæði með því að halda honum í okurverðt og að telja þeim trú um aö heyin séu svo góð nú eftir þetta góða sumar, aö engan fóðurbæti þurfi að gefa. En þeir góðu menn, sem þessu halda fram, athuga það kannske ekki að þaö eru ekki þeir, sem fóðra búpeninginn í vetur, heldur eru þaö bændurnir sjálfir sem það gera, og það eru þeir, sem bezt geta dæmt um, hvort þörf er á fóöurbætisgjöf eða ekki, og þeir munu ekki kaupa meiri fóðurbæti en þeir nauðsynlega þurfa. En sannleikurinn er sá, að heyin eru vlða fremur létt og reynast ekki eins vel og við lieföi mátt búast. Síðastliðið ár var selt fyrir- fram út úr landinu svo mikið af síldarméli, að injög var óvfst, hvort framleiðslan yrði svo mikil. Fað gat a. m. k. farið svo, að ekkert hefði orðið eftir til sölu inn- anlands, llvernig hefði t. d farið, ef sumarið hefði oröið úrkomusamt og hey hrakist, eða þá að gras- brestur heföi orðið, en viðskipta- möguleikar út á við haldist ótrufl- aðir og því orðið að láta allan lof- aðan fóöurbæti? Hvar hefðu bænd- ur þá verið staddir? Hver hefðu þá orðið úrræði stjórnarvalda? Slík ráðsmennska er ófyrirgefan- leg og getur ekki verið gerö af mönnum, sem hugsa um hag land- búnaðarins. Það er skylda stjórnarvalda að sjá urn, að til séu á hausti hverju nægar birgðir af innlenduin fóður- bæti til sölu innanlands og með sanngjörnu verði. Margra ára reynsla bænda á síld- armélsgjöf með beit handa sauðfé, hefir sýnt þeim, að hún er nauð- synleg til þess að hægt sé að búast við sæmilegum afuröum. Reynslan hefir líka sýnt þeím, að fóðurbætis- gjöf handa hámjólkakúm er bráð- nauðsynleg, og það eins þó að tað- an sé góö. Góðar mjólkurkýr sem komast í 15 — 20 merkur og bafa aligóða fitu geta alls ekki umsett svo mikið af tómu heyi, að þær geti haldið svo hárri nyt nema því aðeins, að þær leggi stórkostlega af, og að lokum minnkar snögglega í þeim að miklum mun. Minni áburður og minni fóð- urbætir þýðir minni framleiðslu á búsafurðum. Ég hef nú í þessum línum leit- ast viö aö sýna fram á, að allar Leiktél Akureyrar tilkynnir. Vegna veikindaforfalla eins leikand- ans falla sýningar niður um helgina, Frumsýning væutanlega í næstu viku Mjólk og riómi hækkuöu í verði 15. þ. m, hjá Mjólkursamlagi K. E. A. mjólkin í 34 aura lítrinn (úr 30 aurum) og rjómi í 240 aura (úr 220 aurum), Verð á skj’ri hefzt óbreytt, 64 aurar. kröfur um aukna framleiðslu eru ekki einu sinni ósanngjarnar, held- ur líka hreint og beint heimsku- legar. Bændur I Standið öflugan vörð um hagsmunamál ykkar og vinnið ötullega að því, að þær opinberu stöður sem ykkar málefni eru sér- staklega háð, séu skipaðar hæfum mönnum, sem hafa þekkingu og á- huga á íslenzkum landbúnaði. Þá fyrst er hægt að vænta þess, að unnið verði að bættum hag ykk- ar og þið viðurkenndir jafn réttháir og aðrar stéttir þjóöfélagsins. Hranastööum 12. janúar 1940 Helgi Pe'tursson. FundargerO Fiamh. 18. liajnarbœtur. 10. dagskrármál. A-nefnd lagði fram eftii farandi tillögu. »Fjórðungsþing fiskideildar Norð- lendingafjórðungs, skorar á Fiski-4 þingiö að beita sér fyrir því að hið háa Alþingi taki upp á fjárlög sín, svo lljótt sem kringumstæður leyfa, framlag til byggingar hafnargarðs á Húsavík, sem verkfræðinyur ríkisins hefir mælt fyrir og gert kostnaöar- áætlun um. Fingið telur þetta nauð- synlegt vegna vaxandi útgerðar á staðnum. Tillagan var samþykkt með öl'um greiddum atkvæðum Frá fulltrúa Hríseyjar, Jóni Sig- urðssyni, kom svohljóðandi tillaga: »Hríseyingar fara þess á leit við Fiskifélag íslands, að þaö hlutist til um að hafnarverkfræðingur Ríkisins gjöri teikningar og kostnaðaráællun yfir væntanlegar hafnarbætur í Hrísey*. Tillagan var samþykkt. 19 Námsskeið. Málið var áður rætt, en atkvæðagreiðslu var frestað. Jón Sigurösson reifaði málið aö nýju og gaf ýmsar upplýsingar um hið meira próf vélstjóra. Fá var tillaga nefndarinnar (sbr. 10. mál) borin upp { 4 liðum og samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum, Viðbótartillaga kom frá Helga Pálssyri, svohljóðandi: • Fjórðungsþing Norðlendingafjórð- ungs samþykkir að koma upp á þess- um vetri námsskeiði fyrir matsveina (séu nokkur tök á því) og heimilar greiðslu úr sambandssjóði til þess. Ennfremur skorar þingið á Fiskifé- Sparið kaffið! Notið Ludvig^David Kaffibæti.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.