Íslendingur

Issue

Íslendingur - 19.01.1940, Page 3

Íslendingur - 19.01.1940, Page 3
ISLENDINGUR 3 Skíðabindingar fást hjá Tómasi Björnssyni, Akureyri. D, F. D. S. Skip frá Sameinaða gufuskipa- félaginu hleður i Kaupmanna- höfn 25.-27. þ. m. AFGREIÐSLAN. lagið og Akureyrarbæ, aö veita styrk til þessa námsskeiðs. f*ingið felur stjórn sambandsins allar framkvæmdir í þessu máli*. Tillagan var samþykkt f einu hljóði. 20. Landhelgisgæzla og björgun- arstarfsemi. 16. dagskrármál. B- nefnd hafði haft málið til athugunar. Framsögumaður var Páll Halldórsson. Eftir ýtarlega frumræðu lagöi hann fram eftirfarandi tillögur: I. »Fjórðungsþingið setur fram þá ákveðnu kröfu, að hin háttvirta Ríkisstjórn efni lofoið, sem hún gaf, er varðskipiö »Óðinn* var seldur úr landi, að láta byggja eða kaupa í hans stað, varðbáta til landhelgis- gæzlu fyrir andvirði hins selda skip. Telur Fjórðungsþingið æskilegt að þessir bátar verði búnir björgunar- tækjum, þannig, að þeir geti, ef þörf krefur,annast hjálparstarfsemi á sjó, jafnframt landhelgisgæzlunni*. II. »Fjórðungsþingið álftur að beztum árangri í björgunarmálum á sjó, verði náö með því, að öllum íslenzkum veiðiskipum verði gert kleyft að hafa móttöku- og taltæki um borð, í framhaldi af þessu telur Fjórðungsþingið óhjákvæmilegt, að hið opinbera færi aínotagjaldið niöur í kr. 50.00 á ári og að skipa- eigendur geti fengið móttökutæki i skip sín með jöfnum afborgunum á allt aö 6 árum. III. „Fjórðungsþingið telur vá- tryggingarupphæð talstöðva, sem lánaðar eru í skip, óeðlilega háa með tilliti til sannvirðis og fer þvi ákveðið fram á, að þessu verði breytt í samræmi við hið rétta verð stöðvanna“. Tillögurnar voru bornar upp í einni heild og samþykktar ein- róma. 21, Fræðslustarfsemi í Útvarpi. 14. dagskrármál. B-nefnd. Fram- sögumaður Jón Sigurðsson, lagði fram svohljóðandi tillögu: „Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir fræðslustarfsemi Fiski- félagsins í útvarpi, en saknar þess hins vegar, að vélfræðingur fé- lagsins lætur ekki til sín heyra á þeim vettvangi, sem þó má telja sérstaklega æskilegt“. Tillagan var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum. 22. Hlutatrygging sjómanna. 15. dágskrármál. C-nefnd hafði málið til meðferðar. Eftir ýtarlega fram- söguræðu Guðmundar Pétursson- ar lagði hann fram svohljóðandi tillögu: „Fjórðungsþing Norðlendinga- fjórðungs, haldið á Akureyri dag- ana 18. til 20. nóv. 1939, lýsir ein- huga ánægju sinni yfir frumvarpi til laga nr. 83, um jöfnunarsjóði aflahluta og mælir eindregið með því að það verði samþykkt á yfir- standandi Alþingi. Þingið sér ekki ástæðu til að bera fram breytingartillögu við frumvarpið að svo stöddu, þar eð það, í aðaldráttum, er algjörlega í samræmi við vilja þingsins, en vill hins vegar benda á, að ákvæði 6. gr. ættu að vera ennþá víðtæk- ari, þannig, að kaupstaðir og hreppar gætu verið algjörlega út af fyrir sig með sína sjóði. Einnig þyrfti að vera ákvæði um það, að þegar sjóðirnir hafa náð einhverju vissu lágmarki, miðað við starfsvið þeirra á ein- hvern hátt, megi lækka tillagið. Ennfremur telur þingið, að ein- stöku héruð eða verstöðvar væru undanþegin þátttöku, ef þau ósk- uðu þess. Að sjálfsögðu verður að taka ýmislegt fram með reglugerð s.s.: Um að hver vertíð verði gerð upp út af fyrir sig, en ekki sé slengt saman vertíðum með mismunandi veiðitækjum, eins og t. d. snurpu- nót og þorskanetum. Um stærð skipa og útgerðartíma. Um eftir- litsmenn í verstöðvum o. fl.“. Eftir allmiklar umræður voru tillögurnar bornar upp í 4 liðum. 3 fyrstu liðirnir voru samþykktir í einu hljóði, en 4. liður með 8 atkv. gegn 2. 23. Tímaritið „Ægir“. 17. dag- skrármál. Jóhannes Jónasson, sem hafði framsögu í málinu fyrir hönd D-nefndar, lagði fram eftir- farandi tillögu: „Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélagið, að hafna tilboði frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands um kaup á tímarit- inu „Ægir“, en skorar hins vegar á stjórn Fiskifélagsins, að efla tímaritið að fjölbreytni um efnis- val þeirra mála, er sjávarútveginn varða og beita sér kröftuglega fyrir útbreiðslu þess“. Tillaga nefndarinnar var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. 24. Breytingar á starfssviði Fiskifélagsins. 1. dagskrármál. D-nefnd hafði haft mál þetta til athugunar. Eftir að Jóhannes Jón- asson hafði flutt framsöguræðu og lýst aðgerðum milliþinganefndar Fiskiþingsins, lagði hann fram svohljóðand tillögu: „Þar sem milliþinganefnd Fiski- þingsins, í þessu máli, hefur byggt störf sín á allt öðrum grundvelli en síðasta Fjórðungsþing Norð- lendinga ætlaðist til, telur þingið ekki ástæðu til að gera tillögu í málinu að svo stöddu“. Tillagan var samþykkt. 25. Síldarútvegsnefnd. 11. dag- skrármál. Otto Tulinius, sem hafði framsögu í málinu, lagði fram eft- irfarandi ályktun: Framh. KIRKJAN: Messað i Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 12 á liádegi. BÆKUR OG RIT Frfáls verzlun desember 1939. Með þessu hefti er lokið fyrsta. árgangi hins myndarlega mánaðar- rits, er Verzlunarmannaíélag Reykja- víkur gefur út. Hefir það eins og jafnan áöur margar skemmtilegar og fróðlegar greinar aö færa, Má þar til nefna: Hólmurinn, gamall verzlunarstaður, eftir Vilhj. Þ. Gísla- son. Nýjar leiðir skíðafólks, eftir Guöm. Einarsson frá Miödal. báðar greinarnar með mörgum myndum. Fá er þar uppdráttur af íslandi, er sjlnir hernaðaraðgerðir við ísland sept — nóv. 1939, og nær yfir heila opnu í ritinu, og einnig er þar heil- síðumynd af íslenzkri flugvél. Auk þessa er íjöldi greina, er verzlunar- stéttina varða, fróðleiksmolar o. fi. Þjóbin \. hefti 2 árg. kom út í sl. mánuði. Efni hennar er. Urn þegnskapar eða þegnskyldu- vinnu eftir Sig. Bjarnason frá Vigur, Kolviöarhóll, eftir Jon Kaldal, Á- hugamál kvenna, eftir Guðiúnu Guð- laugsdóttir, Um lýðræði eftir Jóh G. Möller, Fréttabálkur frá útlöndum, í fylkingarbrjósti, ágrip af æfi og starfssögu ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, framhaldssaga, kvæði, smælki o. fl. Allt með Eimskip! Auglýsið í Isl. Eioar Benediktsson I skáld lézt að heimili sínu, Herdfsarvík í Selvogi, 12 þ. m. fullra 75 ára að aldri. Er þar horíinn af sviðinu einn hinn stærsti andi, er setið hefir á skáldabekk þjóðar vorrar. Björn Ólafsson stórkaupmaður, sem verið hefir í Gjaldeyris- og innflutningsnefnd síðan í okt. 1931, hefir sagt sig úr nefndinni frá 15. þ. m. — Telur hann tvær ástæður fyrir úrsögninni: annarsvegar óviðunandi skipulag á gjaldeyris- og innfluín- ingsmálum, en hins vegar mikil önnur skyldustörf, Heiöursmerki. Nýlega hafa milli 20 og 30 íslendingar verið sæmdir Fálka orðunni. Meöal þeirra var einn Akureyringur, Steingrfmur Jónsson fv. bæjarfógeti. Hlaut hann stórriddarakross (án stjörnu). Aðeins einn hlaut stórriddarakross meö stjörnu. Var það Gunnar Gunnars- son skáld, Sijórnmálanámskeiöið hófst í fyrrakvöld. Sækja þaö 20 ungir menn af Akureyri og úr Eyjafjarðar- og Fiugeyjarsýslu. Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands heldur saumanámskeiö, er hefst 5. febr. n.k, Einnig verður kendur vefnaður um lengri eða skemmri tfma. Upp- lýsingar hjá formanni félagsins, Elísabetu Friöriksdóttur. Eyrarlandsveg 19. — Sfmi 224. Nýlegor vetrarfrakki (með belti) til sölu. Tækifærisverð. Gutupressun Akureyrar. íbúð (2—3 herbergi og eld- hús) vantar mig frá 14. maí n. k. Jón Norðfjörð Kvenkkpur Karlmannatrakkar Ka rlmanna ta ta etni Kjólvesti (hvít) Skíðabuxur Skíða legghlífar Nýjung! Kventrakkar með lausum hettum, sem nota má jafnt vetur og sumar, koma tram næstu daga. — Bernharð Laxdal Saumastofan. Sími 396.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.