Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 02.02.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 02.02.1940, Blaðsíða 1
NDINGUR XXVI. árgangur.l Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthóif 118. Akureyrí, 2. febrúar 1940 5. tölubl. Stjórnmála- og mælskunámsskeiði ungra Sjálfslæðismanna. sem und- anfarna daga hefir staðið hér í bænum, lauk í fyrrakvöld. Fór kennarinn, Jóhann Hafstein erind- reki Sjálfstfleöisflokksins heimleiðis með Esju. Námsskeiðið vai, sem kunnugt er, haldið að tilhlutun »Varðar«, fél. ungra Sjálfstæðis manna hér í bæ, og sóttu það 19 nemendur. Var námsskeiðið jafnan haldið að kvöldinu, Uá kl. 8,30 til 11,30 og hófst venjulega með því, að kennarinn flutti erindi um eitl- hveit mál, en síðan fóru fram um ræður meðal nemenda um eitt- hvert annað mál, er þeim var gefið til meðferðar. Varð hver einasti nemandi að taka til máls í því, Margir þeirra höfðu aldrei tekið til máls í ræðustóli áður, og voru sem vænta mátfi slirðir í fyrstu. En flestir tóku mjög skjótum fram'- förum, eins og heyra mátti á skemmti kvöldi »Varðar« 27. f. m. þar sem 7 nemendur námsskeiðsins fluttu stutt minni, sem gerður var að góðnr rómur. Höfðu þeir þá að- eins verið 8 kvöld á námsskeið- inu. — Pau erindi, er Jóhann Hafstein erindreki flutli á námsskeiðinu, voru um þessi efni; Stjórnskipun fs- lands, Fjármál, Sjávaiútvegsmál. Landbúnaðarmál, Lýðræði, Sjálf- stæðisstefnuna, Sjálfstæðismálið, Verklýðsmálin og Kommúnismann. En mál þau, er nemendur ræddu sérstaklega voru: Lýðræði, einræði, Ríkisrekstur eða einkarekstur, Bann málið, Sveitalíf og kaupstaða-, kven- réttindamál. Pá flutti þingmaður baejirins eitt erindi á námsskeiðinu um ástand og horfur í stjórnmálunum. Þessir nemendur sóttu náms- skeiðið: 1. Árni Sigurðsson (Ak ) 2. Bjarni Signrðsson (Gullbr.) 3. Bjartmar Kristjánsson (Eyjaf) 4. Bolli Eggertsson (Ak) 5. Brjánn Jónasson (Ak) 6. Eymundur Sigurðsson (A.Sk) 7. Frfmann Frímannsson (Ak) _ 8. Guðm. Magnússon (Ak) Q. Gustav Andersen (Ak.) 10. Jakob Pétursson (Ak ) 11. Jón Solnes (Ak.) 12. Kristján Eiríksson (Ak) 13. Leó Árnason (AW.) 14. Sigurður Eiríksson (Ak ) 15. Sigurður Guðlaugsson (Ak.) 16. Sigurður O. Sigurðsson (Ak.) 17. Theodðr Laxdal (S« Ping.) 18 Valves Kárason (Eyjaf.) 19. Porvaldur Stefánsson (Ak.) Pað sná telja fullvíst, að náms- skeið þetta verði til að hleypa auknu lífi í félaga- og flokksstarf- semi Sjálfstæðismanna hér á Akur- eyri og í grennd. Paðan koma nú nær tveir tugir ungra manna fullir af áhuga fyrir þjóðmálunum. Hafa þeir að loknu löngu dagsverki, margir hverjir, setið fram á nætur við að afla sér fræðslu um þau og æfingar í því, að klæða hugs- anir sínar í búning orðsins fyrir opnum tjöldum. Stundvíslega kl. 8,30 á kvöldin hafa þeir verið komnir saman í fundarsalnum til að fræðast og þjálfast. Áhugi þeirra fyrir vexti Sjálfstæðisflokks- ins hefir létt þeim nám og starf og flýtt fyrir framförum þeirra í meðferó málanna. Og allir hafa þeir löngun til að haida áfram þar sern byrjað var og byggja ofan á. Er í táði að »Vörður« gangist fyr- ir málfundakvöldum í framhaldi af námsskeiðinu eitthvað fyrst um sinn. — Sköruienar konur. Laxdæla segir svo frá Þorgerö5 Egilsdóttur, að hún tæki við búsfor- ráðum í Hjarðarholti og bætir þessu víð : »Hún hlutaðist til um fátt. en t>að varð fram að ganga, er hún vildic Mér kom þessi frásögn í hug, þegar ég heyrði í útvarpi, að stúlk- ur i dönskum kvennaskóla heiðu nýlega látið greipar sópa um bækur Maitins Nexö »öreigaskálds«, þær sem risu á rönd í hillum skólans, og boríð þær á bál. Þessi höfund- ur, sem hefir verið merkisberi jafn- aðarmanna og kommúnismans á Norðurlöndum, hefir undanfarna tíö kropið að fótskör Stalins og bótmælt herferð Rússa til Finnlands. Þessu endemi vildu stúlkurnar í skólanum mótmæla og létu verkin tala með aðstoð heilagrar reiði. Þessar stúlkur mættu eigi verða piparmeyjar, því að þær viiðast til þess fallnar, að fæða syni . með »hjörtum sem duga«. Þessar hugumstóru meyjar hafa ef til vill verið í aðra röndina að reka hefndir fyrir kynsystur sína, sem var vinnukona hjá Martin Nexö í fyrravetur eða hittiðfyrra. Sú þerna kom fyrir lögreglurétt fyrir tilstuðlan konu Martins sagnaskálds, sem kennir sig við Nexö. Kona skáldsins ákærði þernuna fyrir að haia hlanpið á brott úr vistinni og fyrir stold á kápu húsfrej'junnar, sem vera mundi úr tæfuskinnum. Peinari játaði þessu með ^eim for- sendum, að hún hefði verið SVelt við úrgang matar, roð og ugga, soð og syrju og svikin um kaup. Pessari viðbúð fylgdi illt atlæti og híbýlakuldi. Eigi gat danska fréttin um dóm- inn, — hefir sennilega verið skil orðsbundinn. En Nexö, jafnréttisskáld, er kunn- ur fyrir sögur, sem svo eru gerðar, að í þeim eru efnamenn soramark- aðir fyrir illa aðbúð við litilmagna, — og óhófslíf. , Sjálfur er þessi blekbyttuháseti svo í skinn kominn, að undirhakan nær niður undir óst og kinnfyUurn- ar eru eins og nýrmörvar á úr- valsdilk að fyrirferð og fitumagni. Hann hefir bersýnilega etið ann- að en roð og ugga. t?essi náungi viröist vera inn- rættur svipað því sem alþýðusnápar í einu ógæfulandi, sem æsa fólk upp til verkfalla til þess að sprengja upp kaup, en sitja sj.llfir um tæki- færi til að fá fólkið til að vinna hjá þeim sjálfum fyrir lægra kaup en taxtinn ákveður t. d. við húsiabygg- ingar hjá forkólfunum. Pessar dönsku meyjar eru sýni- lega gæddar hæfileika til þess að geta reiðst á þann hátt, sem svarar nokkurnvegjnn til þeirrar vandlæt- ingar, sem Meistarinn hafði til brunns að bera, þegar hann rak okrarana út úr helgidóminum — með reiðisvip. Pess væri þöif, að þessar meyjar kæmu allar til landsins sem vér byggjum og ílendust hér, til þess aö verða mæður drengja, sem bera murdu í brjósti hjörtu, sem duga mundu. Þessi bálför úti þar í Danmörk minnir mig á atvik eitt í skrif.tofu Einars Benediktssonar skálds. Þá var nýútkomin klAmsaga ein, sem kölluð var skáldsaga, svo gróf, að furðu sætti, að nokkur stúlka skyldi hafa hana undir svæm' sínum. Ein- ar mælti þá, og var rödd hans sem lúðurhljómur: »Alátaðar þar, sem menning er til að dreifa, myndi þessi bók vera gerð upptæk og borin á bál, - nema her á landi. Hér má bjóða fólki allan óþverra, án þess að nokkuð sé að gert«. NÝJA-BÍÓ Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Marie Antoinette Heimsfræg stórmynd að nokkru leyti gerð samkvæmt æíisögu drottningarinnar eítir Stefan Zweig. Aðaihlutverkin: Marie Antoinetfe Norma Shearer. Axel Fersen greifi Tyroae Power. Ludvik XV. John Barrymore. Ludvik XVI. Robert Marley. — Kvikmynd þessi segir brot úr æiisögu hinnar ógæfusömu aust urrísku prinsessu, sem giítist Ludvik XVI., og var að lokum leidd undir fallöxina. En eink- um bregður hún upp ljósi um ástaræíintýri Mariu Aritoinettu og sænska greifans Axel Fer- sen. Æfi Mariu var viðburða- rík svo að æfintyralegt mátti kallast og tímabilið, sem. hún lifði, stórbrotið og oft óheflað. Myndin er eins, hrífandi, skraut- leg, glæsilega leikin og í fullu samræmi við tíðarandann. I Sunnudaginn kl. 5: Haim tiiin og ieópardmn (Bringing up Baliy). l.O.O.F, = 121229 g Þess er enn að geta, að þing- maður einn í Danmörku bar upp á þinginu tillögu þess efnis, að Martín Nexö yrði sviftur skáldstyrk, serfi hann hefir baft. Sá þingmaður hef- ir eigi viljað þola það, að blekfisk- uiinn sortulitaði sundin blá, á kostn- að fjárveitingavaldsins. Þessi þingmaöur hefir tekið sig fram um það, sem vorir þingmenn láta undir höfuð leggjast. Hér eru, að tilstuðlan alþingis- manna, klámskáldin höfð í hávegum og verðlaunuð, um skör fram, ef þau æsa til verkfalla og róa undir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.