Íslendingur

Issue

Íslendingur - 02.02.1940, Page 1

Íslendingur - 02.02.1940, Page 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthóif 118. XXVI. árgangur. Akureyrí, 2. febrúar 1940 tölubl. Stjórnmála- og tnælskunámsskeiði ungra Sjálfstæðismanna, sem und- anfarna daga hefir staðið hér í bænum, lauk í fyrrakvöld. Fór kennarinn, Jóhann Hafstein erind- reki Sjálfstæðisflokksins heimleiðis með Esju. Námsskeiðið var, sem kunnugt er, haldið að tilhlutun »Varðar«, fél. ungra Sjálfstæðis manna hér í bæ, og sóttu það 19 nemendur. Var námsskeiðið jafnan haldið að kvöldinu, frá kl. 8,30 til 11,30 og hófst venjulega með þvf, að kennarinn flutti erindi um eitl- hveit mál, en síðan fóru fram um ræður meðal nemenda um eitt- hvert annað mál, er þeim var gefið til meðferðar. Varð hver einasti nemandi að taka til máls í því, Margir þeirra höfðu aldrei tekið til máls í ræðustóli áður, og voru sem vænta málfi slirðir í fyrstu. En flestir tóku mjög skjótum fram förum, eins og heyra mátti á skemmti kvöldi »Varðar« 27. f. m. þar sem 7 nemendur námsskeiðsins fluttu slutt rninni, sem gerður var að góður rómur. Höfðu þeir þá að- eins verið 8 kvöld á námsskeið- inu. — Pau erindi, er Jóhann Hafstein erindreki flutti á námsskeiðinu, voru um þessi efni: Stjórnskipun ís- lands, Fjármál, Sjávarútvegsmál, Lar.dbúnaðarmál, Lýðræði, Sjálf- stæðisstefnuna, Sjálfstæðismálið, Verklýðsmálin og Kommúnismann. En mál þau, er nemendur ræddu sérstaklega voru: Lýðræði, einræði, Ríkisrekstur eða einkarekstur, Bann málið, Sveitalíf og kaupstaða-. kven- réttindamál. Pá flutti þingmaður bæjarins eitt erindi á námsskeiðinu um ástand og horfur í stjórnmálunum. Þessir nemendur sóttu náms- skeiðið: 1. Árni Sigurðsson (Ak ) 2. Bjarni Sigurðsson (Gullbr.) 3. Bjartmar Kristjánsson (Eyjaf) 4. Bolli Eggertsson (Ak) 5. Brjánn Jónasson (Ak) 6. Eymundur Sigurðsson (A.Sk) 7. Frímann Frímannsson (Ak) 8. Guðm. Magnússon (Ak) 9. Gustav Andersen (Ak.) 10. Jakob Pétursson (Ak.) 11. Jón Solnes (Ak.) 12. Kristján Eiríksson (Ak ) 13. Leó Árnason (Ak.) 14. Sigurður Eiríksson (Ak ) 15. Sigurður Guðlaugsson (Ak.) 16- Sigurður O. Sigurðsson (Ak.) 17. Theodór Laxdal (S- Þing.) 18 Valves Kárason (Eyjaf,) T9. Porvaldur Stefánsson (Ak.) Pað sná telja fullvíst, að náms- skeið þetta verði til að hieypa auknu lífi í félaga- og flokksstarf- semi Sjálfsfæðismanna hér á Akur- eyri og í grennd. Paðan koma nú nær tveir tugir ungra manna fullir af áhuga fyrir þjóðmálunum. Hafa þeir að loknu löngu dagsverki, margir hverjir, setið fram á nætur við að afla sér fræðslu um þau og æfingar í því, að klæða hugs- anir sínar í búning orðsins fyrir opnum tjöldum. Stundvíslega kl. 8,30 á kvöldin hafa þeir verið komnir saman í fundarsalnum til að fræðast og þjálfast. Áhugi þeirra fyrir vexti Sjálfstæðisflokks- ins hefir létt þeim nám og síarf og flýtt fyrir framförum þeirra í meðferó málanna. Og allir hafa þeir löngun til að halda áfram þar sern byrjað var og byggja ofan á. Er í táði að »Vörður« gangist fyr- ir málfundakvöldum í framhaldi af námsskeiðinu eitthvað fyrst um sinn, — Skörulepr konur. Laxdæla segir svo frá Porgerð' Egilsdóttur, að hún tæki við búsfor- ráðum í Hjarðarholti og bætir þessu við : »Hún hlutaðist til um fátt, en fiað varð fram að ganga, er hún vildic. Mér kom þessi frásögn f hug, þegar ég heyrði í útvarpi, að stúlk- ur í dönskum kvennaskóla heiðu nýlega látið greipar sópa um bækur Maitins Nexö »öreigaskálds«, þær sem risu á rönd í hillum skólans, og borið þœr á bál. Þessi höíund- ur, sem hefir verið merkisberi jafn- aðarmanna og kommúnismans á Norðurlöndum, hefir^undanfarna tið kropið að fótskör Stalins og bótmælt herferð Rússa til Finnlands. Pessu endemi vildu stúlkurnar í skólanum mótmæla og létu verkin tala með aðstoð heilagrar reiði. Pessar stúlkur mættu eigi verða piparmeyjar, því að þær viiðast til þess fallnar, að fæða syni með »hjörtum sem duga«, Pessar hugumstóru meyjar hafa ef til vill verið í aðra röndina að reka hefndir fyrir kynsvstur sína, sem var vinnukoua hjá Martin Nexö í fyrravetur eða hittiðfyrra. Sú þerna kom fyrir lögreglurétt fyrir tilstuðlan konu Martins sagnaskálds, sem kennir sig við Nexö. Kona skáldsins ákærði þernuna fyrir að hafa hlaupið á brott úr vistinni og fyrir stuld á kápu húsfreyjunnar, sem vera mundi úr tæfuskinnum. Pei nart játaði þessu með þeim for- sendum, að hún hefði verið SVelt við úrgang matar, roð og ugga, soð og syrju og svikin um kaup. Ressari viðbúð fylgdi illt atlæti og híbýlakuldí. Eigi gat danska fréttin um dóm- inn, — hefir sennilega verið skil orðsbundinn, En Nexö, jafnréttisskáld, er kunn- ur fyrir sögur, sem svo eru gerðar, að í þeim eru efnamenn soramark- aðir fyrir illa aðbúð við lítilmagna, — og óhófslíf. Sjálíur er þessi blekbyttuháseti svo í skinn kominn, að undirhakan nær niður undir ó.st og kinnfyllurn- ar eru eins og ny^rmörvar á úr- valsdilk að fyrirferð og fitumagni. Hann hefir bersýnilega etið ann- að en roð og ugga, Pessi náungi virðist vera inn- rættur svipað því sem alþýðusnápar í einu ógæfulandi, sem æsa fólk upp til verkfalla til þess að sprengja upp kaup, en sitja sjálfir um tæki- færi til að fá fólkið til að vinna hjá þeim sjálfum fyrir lægra kaup en taxtinn ákveður t. d. við húsabygg- ingar hjá forkólfunum. Þessar dönsku meyjar eru sýni- lega gæddar hæfileika til þess að geta reiðst á þann hátt, setn svarar nokkurnvegjnn til þéirrar vandlæt- ingar, sem Meistarinn hafði til brunns að bera, þegar hann rak okrarana út úr helgidóminum -— með reiðisvip. Pess væri þöi f, að þessar meyjar kæmu allar til landsins sem vér byggjum og ílendust hér, til þess að verða mæður drengja, sem bera mundu í brjósti hjörtu, sem duga mundu. Þessi bálför úti þar í Danmörk minnir mig á atvik eitt í skrifstofu Einars Benediktssonar skálds. Pá var nýútkomin klámsaga ein, sera kölluð var skáldsaga, svo gróf, að íurðu sætti, að nokkur stúlka skyldi hafa hana undir svæfli sínum. Ein- ar mælti þá, og var rödd hans sem lúðurhljómur: »Alstaðar þar, sem menning er til að dreifa, myndi þessi bók vera gerð upptæk og borin á bál, - nema her á landi. Hér má bjóða fólki allan óþverra, án þess að nokkuð sé að gert«. NÝJA-BÍÓ Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Marie Antoinette Heirasfræg stórmynd að nokkru leyti gerð samkvæmt æfisögu drottningarinnar eftir Stefan Zweig. Aðalhlutverkin: Marie Anfoinette Norma Shearer. Axel Fersen greiti Tyrone Power. Ludvik XV John Barrymore. Ludvik XVI. Rpbert Marley. — Kvikmynd þessi segir brot úr æíisögu hinnar ógæíusömu aust urrísku prinsessu, sem giftist Ludvik XVI., og var að lokum leidd undir fallöxina. En eink- um bregður hún upp Ijósi um ástaræfintý.ri Mariu Aritoinettu og sænska greifans Axel Fer- sen. Æfi Mariu var viðburða- rík svo að æfintýralegt mátti kallast og tímabilið, sem bún lifði, stórbrotið og oft óheílað. Mvndin er eins, hrífandi, skraut- leg, glæsilega leikin og í fullu samræmi við tíðarandann. Sunnudaginn kl. 5: Hann hún og ieópardinn (Bringino up Bahj). I.O.O.F, — 121229 ~ Pess er enn að geta, að þing- maður einn í Danmörku bar upp á þinginu tillögu þess efnis, að Martín Nexö yrði sviftur skáldstyrk, serii bann hefir haft. Sá þingmaður hef- ir eigi viljað þola það, að blekfisk- urinn sortulitaði sundin blá, á kostn- að fjárveitingavaldsins. Pessi þingmaöur hefir tekið sig fram um það, sem vorir þingmenn láta undir höfuð leggjast. Hér eru, að tilstuð'an alþingis- manna, klámskáldin höfð í hávegum og veiðlaunuð, um skör fram, ef þau æsa til verkfalla og róa undir

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.