Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 02.02.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.02.1940, Blaðsíða 2
TSLENDINGUR »Dagsbrúnar«- kosningin. — Síðasti »Verkam.* er meö orða- gjálfur um »samsæri« »Alþyðu- flokkst-broddanna og »íhaldsins« — gegn verklýðssamtökunum, Eftir nokkur »vel valin* orö, kemur svo- felld klausa um svik St. fóhanns við verkaiyðinn: — — — og þegar hefir leitt til þess aö stjóm stærsta og þýðingar- mesta rerklýðsfélags landsins er komin í hendur andstæðinga verk- Iýðsstéttarinnar — má segja, að Al- þýðuflokkurinn sem verklýðsflokkur, háfi drukkið. bikar andstyggðarinnar til botns, Heldur »Verkam.« að verkamenn þeir, er komnir eru í stjórn »Dags- brúnar* séu andstœðir verkalýðnum, andstæðir sjálfum sér? Eða verka- mennirnir sem kusu þá, heldur »Verkam.« að þeir hafi ekki vitað hverja þeir voru að kjósa, eða held- ur hann því fram, að meiri hluti »Dagsbrúnar«-verkamanna, séu and- stæðingar verklýðsstéttarinnar ? f*á hefir »Verkam,« miklar »á- hyggjur* af því að meiri hluti Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksins í »Dags- brún« hefir lækkað niður í 93 atkv. úr 176. »Verkam.« láðist alveg í þessu sambandi að geta »hreinsun- arinnar* er fór fram í félaginu fyrir kosninguna. Var tekin kosningar- rétturinn af þeim er ekki voru lengur taldir verkamenn, og sá er þessa »hreinsun« framkvæmdi, var »toppíígúran« á lista þeirra komm- únista, »verkamaðurinn« Héðinn Valdimarsson!!! »Verkam.« er með heilabrot um það hvers vegna verkalyðurinn sjálf- ur skuli geta »sætt sig við« shkar aðfarir — sætt sig við sínar eigin aðfarir. »Dagsbrúnar«-verkamenn ætla þeirri bölvun og smán, sem runnin er undan rússneskum rifjum. M. ö.o. landráðamenn eru aldir hérlendis á kraftfóðri. Gamburmosar gefa af sér töðu, gnóg er í mærðarhlöðu. — Svo kvaö Bólu Hjálmar. Hve langt mundi skitin skör þurfa aö fara upp í bekkinn hér hjá oss, til þess aö heilög reiði hæfist handa og léti til skarar skríða með atbeina manndóms, sem þorir og nennir aö láta hendur standa fram úr erm- um? Ouðmundur Friðjónsson. sér ekki að gerast galeiðuþræl- ar frelsisböðulsins í austri, þeir óska ekki hinnar blóðiroðnu dagsbrúnar rússneskrar löður- mennsku. Takmark þeirra eins og allra annara sannra Islend- inga er: Island tyrir Islendinga! _______________________K „Tíminn" sver og sárt við leggur. Út af fillögu 5 »Framsóknar«- manna á síðasta þingi, um verðlag á innlendum framleiðsluvörum til samræmis við laun embættis- og starfsmanna ríkisins og annað kaupgjald í landinu, segir í grein- argerð flutningsmanna: Að undanförnu hefir oft verið rætt og ritað um nauðsyn þess, að miða laun starfs- manna ríkisins og önnur starfs- laun í iandinu m. a. við aí' komu framleiðendan'na, en hins- vegar hefir ekki enn verið fundinn grundvöllur til að byggja á útreikninga á verð- breytingum á íslenzkum fram- leiðsluvörum, er nota mætti í þessu skyn:. Við þetta bætir svo »Tíminn«;ð »Tillaga þessi er í fullu sámræmi við stefnu Framsóknarflokksins í þessum málum og hefir iðulega verið skrifað um þetta í blöð flokksins*. Engum ætti að vera kunnara um það en okkur bændum að »Tím- inn« undir stjórn Jónasar frá Hriflu — sveik stefnuskrá bænda, og ekki er langt síðan að Tíminn vann öt- ullega að því að hækka kaup, laun og skatta en lækka framleiðsluvör- ur bænda í verði. Pegar við bænd- Ur kvörtuðum yfir því að fá aðeins 7—8 krónur fyrir dilkinn — og framleiðslukostnaður hans var 20— 24 krónur - atyrti Jónas frá Hriflu okkur fyrir barlóm. í bændablaðið »Framsókn« hefir undanfarin ár verið ritað mjög greinilega um innlent verðlag, eink- um í sambandi við landbúnaðar- fr<*mleiðslu. Lítur nú jafnvel út fyrir að »Tíminn* sé eitthvað að sannfærast — út af skrifum »Framsóknar« í þessu máii. Annars vill nú Jónas frá Hriflu vera »ætur grautur* fyrir alla — nema gömlu samherja sína »komm- ana« — í von um forsetafignina. 20. janúar 1940. Jðn H. Þorbergsson. Verzlnnarmannalél. á Akureyri Fundur verður haldinn n. k. mánu- dag kl. 8,30 á venjulegum stað. — Húsmálið til umræðu. Félagar, fjölmennið á fundinn. STJÓRNIN. BOTXUDAGURINN er á mánudaginn. Akureyringar kannast við hinar ágætu bollur vorar. — Eins og að undaníornu verða þær nú fyllilega samkeppnífærar. Höfum ýmsar tegundir. Sendum heim ef óskað er. — Brauðgerð Kr. Jónssonar. Sími 74. BÆKUR OG RIT Charlotte Buhler Hagnýt barnasá/ar- træði. — Þýdd af Ár- manni Halldórssyni, — Utg. Ólafur Erlingsson Reykjavík 1939. Eins. og nafn bókarinnar bendir til' er hér á ferðinni bók, sem fyrst og fremst á erindi til allra þeirra, er viö barnauppeldiö íást. Höfund- urinn var ;'iður prófessor í barna- sálarfræði við háskólann í Wien, en síðar hefir hún veitt forstöðu barna- sálfræðilegri stofnun í London. Ailar niðurstöður í bókinni um sérhvert atriði uppeldisins eru byggðar á margra ára sálfræðilegum rannsókn- um, sem gerðar hafa verið a mikl- um fjölda barna og unglinga, mis- munandi aö eðli og upplagi. í bók- inni er fjöldi línurita og annara skýringarmynda sem sýna glöggt hinar ýmsu niðurstöður. Efni bókarinnar er skipt í tvo aðalkafla: Ungbarnið og Skólaald- urinn. Fyrri kafiinn fjallar um barnið og meðböndlun þess frá fæðingu og' fram að hinum raunverulega nánjs- aldri. 1?ar er að finna glöggar skýringar á ýmsum þeim göllum og leiðu venjum, sem finnast hjá fjölda barna og skapa margháttuð óþæg- indi lífi barnsins sjálfs og aðstand- endum þess, Og við lestur þessa kafla hlýtur öllum að skiljast, að hver óvarkár athöfn gugnvart ung- barni getur haft skaðleg áhrif á líf þess sfðar meir, sem aldrei verða bætt. Síðari kaflinn fjallar um barnið frá fyrstu námsárum þess og allt þangað til unglingurinn er orö- nri fullþroska, — fulltíða maður. Þar er hægt að finna skýringar á ýmsu því atferli barnsins eða ungl- ingsins, sem á einhvern hátt er sérkennilegt eða óvenjulegt. Geta því kennarar eða aðrir uppalendur mannsins á þessu skeiði fundið sér mikilsverðan stuðning í þessum kafla. Eftir lestur bókarinnar kemst mað- ur að þeirri niðurstöðu að hún muni tilvalin kennslubók í húsmæðra- og jafnvel alþyðuskólum, því sjáanlega er þörf A að veita fólki fræðslu í uppeldismalum, áður en það gerist uppalendur. Verðandi foreldrum ber skylda til að leita sér upplýsingar f svo vanda- miklu starfi sfem uppeldið er, og þessi bók hefir skilytöi til að koma í veg fyrir fjölmörg óþægindi og Kfsleiða manna, sem stafa af rangri meðhöndlun uppalendanna. A þýð- andinn þakkir skilið fyrir vel unnið starf. — K P. Islenzk tyndni VII. kom út fyrir jólin í vetur. Þetta er ein af þeim bókum, sem maöur bíð- ur með óþreyju, og er hún kemur, þá leggur maður bana ekki frá sér fyrri en hún er öll lesin, enda er hún ekki ógreið yfirferðar, í hefri þessu eru 150 skopsagnir og skop- vísur eins og áður, þar sem núlif- andi og nýliðnir menn eru leiddir fram í sambandi við spaugileg atvik eða hnittileg svör, þar á meðal nokkir Akureyringar.Gunnar Sigurðs- son frá Selalæk heíir safnaö skrftl- unum og vísunum, en Þorst. M, Jónsson gefiö út. Nokkrar teikni- mjmdir eru í bokinni, sumar af þjóðkunnum mðnnum. Sem sj'nis- horn er hér ein skrítlan, tekin af handahófi: Bóndi einn á Norðurlandi tók þeirri nýbreytni með mestu tregðu að skjóta sláturfé. Pó lét hann aö lokum til leiðast fyrir áeggjan sona sinna. En þegar að því kom, að lóga átti gamalli forustuá, sem bóndi haíði mikið dálæti á, tok hann af skariö og sagði: — Nei, hún Forustu Móra verður ekki skotin. Ég held ég skeri nú hana. Sfálfstæðiskvennafél. Vörn hélt fund að Hótel Gullfoss á mánu- dagskvöldið. Tvö erindi voru flutt á fundinum, annað um heilsuvernd (lóh. Þorkelsson, héraðslæknir) en hitt um bindindismál (fón Gunnlaugs- son, stúdent). Kosnar voru sem fulltrúar á landsíund Sjálfstæðis- manna frú Gunnhildur Ryel og frú Jónheiður Eggerz. lijónaband: S. 1. sunnudag voru gefin saman í hjónaband Ungfrú Hrefna Sigurjónsdóttir Hafnarstr. 37 hér í bæ og. Þorsteinn Þorleifsson vélstjóri frá Dalvík. Sparið kaffið! Notið Ludvi^David Kaffibæti. a

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.