Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 09.02.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.02.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur.j Ritstjóri og afgreiðsium.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyrí, 9. febrúar 1940 6. tölubl. Þorparar Kafli úr erindi------ Þau orð eru höfö eHir Lenin hinum rússneska, að af hverjurn 100 áhangendum bolsévismans sé aðeins einn sannur bolsévikki, 60 fávitar og 39 þorparar. Pað sé ekki vandi eftir þessa athugun að sjá, hverjir fara muni með völdin. Pað verði hvorki þessi eini hug- sjónamaður né hinir 60 fábjánar, beldur hinir 3Q þorparar. Pessi orð Lenins koma mjög vel heim við hið ríkjandi stjórnarfar í Rússlandi. Pessi eini hugsjóna- maður var drepinn í »hreingerning- unum«, távitunum er att fram á blóðvöllinn í Póllandi eða Finnlandi, og þeir eru látnir smyrja vélar verksmiðjanna, er framleiða gervi- vörur og drápstæk'. En þorpararn- ir semja við erlenda einræðisherra á meðan um þaö, hvar hinar nýju línur eigi að liggja á landa- biéfinu. Þegar Rússar sýndu hýenueðli sitt í haust með því að koma vopnaðir aftan að Pólverjum með- an þeir háðu sína úrsiifaorustu við þýzka herinn, segir íslenzki kommúnistinn, að verið sé »þegj- andi og hljóðalaust* að innlima miljónir manna undir kommúnism ann. Þegar, sama þjóð kúgar smá- ríkin við Eystrasalí til aö leyfa henni að setja upp flugvéla- og flotastöðvar innan landamæra þeirra, segir íslenzki kommúnistinn, að um hernaðarbandalag sé að ræða gegn yfirvofandi áleitni Bretans. Og loks þegar Rússar hefja árásar- stríð á Fhna, hina litlu, hugprúðu menningarþjóð, er byggir »þúsund vatna landið*, segir íslenzki komm- únistinn, að »rauði herinn* sé að hjálpa finnsku alþýðunni til að ná frelsi sínu. Þetta rússneska viðhorf íslenzka kommúnistans hefir leitt það af sér að menn hafa meira en áður hugs- að um það, hverskonar mannteg- und hann muni vera. Og niður- staðan verður hjá öllum hin sama, — að þar sé landráðamaður, — föðurlandssvikari, sem með glöðu geði mundi veita etiendum þorp- urum stuðnirtg og hjálp við innrás í þetta land, kæmu þeir í nafni Stalins. Þess vegna hefir Alþingi lýst því yfir, að þáð telji mikla óvirð- ingu að þingsetu kommúnista. Þess vegna hafa þingmenrr þeirra verið reknir úr Þingmannasambandi Norðurlanda, þess vegna hafa lýð- ræðisflokkarnir komið sér sarnan um að útiloka áhrif kommúnisfa f verklýðsféögum landsins, eins og landssamband verkamanna í Svíþjóð hefir þegar gert. Og þess vegna hefir hvert félagið af öðru gert margvíslegar ályktanir viövíkjandi útrýmingu kommúnismans hér á landi. Þessi alda má ekki fjara út- Þótt flokkur kommúnista hafi mjög riðlast vegna afstöðunnar til þess, sem nú er að gerast í Evrópu, þá munu áhrif þeivra ekki þurrkast út sjálfkrafa. Enn sitja þeir í bæjar- stjórnum, sveitastjóinum og á Al- þingi. Enn fást þeir við uppeldis- störf í barnaskólum víðsvegar um land. Enn reka þeir víðtæka áróð- ursstarfsemi með blaða- og bóka- útgáfu. Enn munu þeir standa í skeyta- og bréíaviðskiptum við kommúnista erlendis. Enn fá þeir að sá fræjum efnishyggju, haturs og sundrungar í íslenzkt þjóðlíf, En hærra og hærra verður sú alda að rfsa, sem nú er vakin gegn starfsemi þeirra, þangað til almenn- ingsálitið hefir vikið þeim af lög- gjafarþinginu, úr bæjarstjórnunum og úr barnaskólunum. Hættum ekki fyrri en hvorttveggja er land- rækt: Tiúin á réttlæti stólfótanna og trúin á stjóm þorparanrta. fakob Ó. Pétursson. sannindi og rangfærslur að ræða. að furðulegt verður að teljast, að Þjóðviljinn skyldi ekki þegar vera gerður upptækur. Má nærri geta, hvort öryggi íslenzku sjómannanna mundi aukast, ef slíkar lygafregnir bærust til Pýzkalands. og lagður yrði á þær trúnaður. Finnst þeim mönnum, er að skrifum þessum standa, vera bæt- andi á þá hættu, er siglingar ís- lenzkra skipa eru »undirlagðar« á tundurduflasvæðum Atlanzhafs? — Eru þeir með þessu vitandi vits að reyna að koma þeiiri hugmynd á framfæri hjá öðrum ófriðaraðilan- um, að honum sé vissara að lála kalbáta sína forvitnast um sigting- ar íslenzkra skipa? Og halda menn að kommúnistar sjálfir trúi á þessa samninga eins og blöð þeirra lýsa þeim, þegar það er jafnframt látið fylgja, að þingrnenn flokksins mundu hafa þagað um þá, ef þeim hefði verið skýri frá þeim á þing- fundi?. En, — svo að haldið sé áfram að spyrja,— hve langt eiga skrif þessara kommúnistasnepla að ganga landi og lýð til tjóns og van- sæmdar, áður en hið opinbera ckerst í leik og tekur í tauma? Hve langt mep þeir fara? Vetkamaðurinn s. I. laugatdag bittir langa grein með fjögurra dálka aðalfyrirsógn og 5 undirfyrir- sögnum um einhvem leynisamning er eigi að hafa verið gerður við brezku n'kisstjórnina um utanríkis- verzlun fslands. Segir í grein þessari, að sendinefnd sú, er fór til Englands til viðræðna um viðskipti milli landanna, hafi samið um það. að ís'andi skyldi framvegis stjórn- að eftir leynilegum fyrirskipunum frá London. Þessi sendinefnd sé nú orðin æðri ríkisstjórninni og sé hlutverk hennar að hir.dra ailan útllutning, sem Pýzkalandi , gæti komið að gagni. Grein þessi er að mestu levti tekin upp úr ^Þióðviljanum*, og hefir Verkam- það eftir homim, að blaðið hefði talið sér skylt að þegja yfir þessu, ef þingmönnum kommúnista hefði verið sagt frá þessu á lokuðum þingfundi. Hér væri um landráð að 'tæ'ða og brot á hlutleysi landsins o. s. frv. En um »landráðin« ætiaði blaðið að þegja, ef þingmenn kommún- ista hefðu fengið að vera með í þeim! Skrifum Þjóðviljans um þetta mál hefir verið svarað í sunnanblöðun- uin. Er hér um svo dólgsleg ó- NÝJA-BÍÓ Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Ásí og iieyð- arlending Tal og hljómtnynd í 10 þ;ittum, Aðalhlutverkin leika hin heims- fræga skautadrottning: Sonja Henie, Don Ameche og Jean Hersholt. Ungt dægurlagatónskáld, sem 'orðið er mjög frægt í Ameríku og ærið kvenhollt ákveður að fljúga frá New-York til Parísar en verður að nauölenda í Nor- egi. — Þar hittir hanih unga sveitastúiku, sem dreymir ura æfintýraprinsinn, sem á að nema hana á burt. — Rekur nú hvert æfintýrið annað, unga stúlkan íer" til U. S. A, og verður þar fræg skautadrötUiing, — Mynd in er mjög skerr.mtiieg og gamansöm, með ágætri músik og Eögrum skautasyningum. Leikfélag Akureyrar sýndi s. 1. laugardagskvöld sjónleikinn »Apa- loppan« og »Hin hvíta skelfing*. Báðir leikirnir eru einþðttungar en þó er sá fyrri í 3 sýningum og hinn siðari í 5 sýningum með hröð- Uin leiksviðt-breytingum. »Apaloppan« er þyddur úr ensku og leika þar 5 persónur. Aðalhlut- verkin, Mr. og Mrs. White leika Gunnar Magnússon og Svafa jons- dóttir. Er meðferð þeirra becgja á hlutverkunum góð Smáhíutverkin leika Guðmundur Gunnarsson, Þórir Guðjónsson og Vigfús Þ. )ónsson. »Hin hvíta skfelíing* er all nýstár- legur leikur. Hann hefst í verka- mannaskýli við brúargerö a Norður- landi. Það er illviðrisdagur og menn sitja inni og láta sér leiðast. Einn mannanna er dulur og fámáll, en fyrir þrábeiðni félaga sinna )æt- ur hann til leiðast 'að segja þeim sögu. Sagan, sem hann segir, er þáttur úr æfisögu hans sjálfs. S(ð- asti sólarhringurinn ( tilhugalífi hans, er rennur skeið sitt á enda í skafli uþpi í heiði eina skammdegisnótt yfir líki unnustunnar, meðan stór- hríðin ymur graíljóð sín yfir höfð- um þeirra. Þau komu frá prestin- um, ætluðu að láta gifta sig, en presturinn hafði þá dáið um nóttiha. Þau brjótast til baka samdægurs yfir heiðina, en stórhríð og náttmyrkur Laugardagskvöld kl. 9: Konungurlnn skeminíir sér Sunnudaginn kl. 5: Marie Antoineííe I í O.O.F. =~ 121299 = skellur yfir þau á leiðinni. Hann vill gjarnan bíða morguns, fyrst A prestselrinu, síðar í sæluhúsinu, en hún yill óvæg halda áíram. Það er eins og íeigðin kalli á liaua og knýi hana til að halda áíram. Sviðin eru fjögur; . Verkamanna- skýlið, þar sem sagan" er sögð, — prestsetrið, sæluhúsið og skaílinn, þar sem þessi raunasaga gerist 27 árum áður. Höfundur þeSSa dramatíska leik- þátlar er Árni Jónsson bæjarstjóra- ritari. Sjálfur leikur hann aðalhlut- verkið: Sögumanninn Finn, en unn- ustu hans leikur unghu Valgerður

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.