Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.02.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.02.1940, Blaðsíða 2
ISLENDINGUR Yerkam. unflir strikar lýgina. í Veikam. síðasta er þess getið með breyttu letri, að erindreki Sjálfstæðisflokksins (Jóh. Hafstein) hafi fyrrum %verið »yfirlýslur fas- isti«. Erindreki Sjálfstæðisflokksins er aðeins 24 ára gamall, svo að stjórn- málaferill hans er eigi langur. Af- skipti hans af stjórnmálum hefjast fyrst fyrir þremur árum. Pá er hann framarlega í fylkingu þeirra stúdenta, er mynda með sér félags- skapinn >Vöku«, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta. En markmið Vöku var »að efla lýðræðið í fé- lagsmálum og útbreiða þjóðfélags- legar lýðræðishugsjónir, en vinna feegn hverskonar áhrifum frá bylt- ingarsinnuðutn ofbeldis og öfga- stefnum*, eins og segir í stefnu- skrá félagsins. Félagið gaf út rit vorið 1Q37, þar sem ýmsir félagar rita þungar ádeilugreinar á komm- únista og þjóðernissinna, en báðir þeir öfgaflokkar höfðu sinn félags- skap innan Háskólans. Meðal þeirra, er skrifa í rit þetta, er Jóh. Hafsfein. Pá ritar hann fyrir rétt- um 3 árum, á afmælisdegi Heim- dallar, félags ungra Sjálfstæðis- manna, grein í afmælisrit félagsins um »afstöðuna til lýðræðisins*. Farast honum þar svo orð: »Reynslan hefir sýnt okkur, að þegar frelsið var mest. reyndist framtakið bezt. Hin stórstígu spor mikilla uppeötvana og knýjandi at- orku voru ekki að baki lögð sam kvæmt yfirvaldsboði eða ráðherra- úrskurði. Hinn skapandi máttur var hugvit og þróttur í skjóli frels- isins. Þegnamir eru ekki til vegna þjóðfélagsjiis, heldur þjóðfélagið vegna þegnanna*. Og síðar í sömu grein, »Það er líka e. t. v. engin tilvilj- un, að helztu einvaldar og einræð- isherrar álfunnar eru allir sprottnir udd úr socialismanum. Fascistinn Mussolini byrjaði sitt æfiskeið sem socialisti. og um tíma var hann stuðningsmaður kommúnista, sem hann aftur síðar bannaði og út- rýmdi . . .« Það kann að vera, að Steingrími Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í gær í Varðarhúsinu í Reykjavík. Svo fjölmennt var, að þótt sætum væri bætt við í húsið urðu margir að standa og komust ekki allir inn úr dyrum: Fulltiúar eru á fjóiða hundrað, þar af nál. 200 utan af landi. Fundurinn hófst með því, að formaður flokksins, Ól. Thors ráðherra, hélt langa og skörulega ræðu um stjórnmálin. í dag verða 7 mál til umræðu. Vefkamannsritstióra finnist facista- þefur að framangreindum ummæl- um, en siíkt bendlr þá aðeins til þess, að hann kunni engin skil á stjórnmálastefnum. En hingað til hafa menn getað haft uppi á lyginni í málgagni hans, þótt hann • spandéraði* ekki breyttu letri upp á hana, eins og hann gerir í um- mælunum um erindreka Sjálfstæðis- flokksins s. I. laugardag. Merkileg bókaútgáfa. Sjö bækur á ári fyrir 10 krónur Undanfarna mánuði hefir Mennta- málaráð undirbúið merkilega og allmikla bókaútgáfu, sem verða á ódýrari en venja hefir verið til áð- ur. Á Menningarsjóður að standa að baki útgáfunni, en hann hefir slegið nokkuð slöku við bókaút- gáfu síðustú árin. Pær bækur, er út komu á vegum hans hér á ár- unum voru yfírleitt dýrar og átti alþýða manna því örðugt með að eignast þær. En nú hafa Mennta- málaráð og Hið íslenzka Þjóðvina- félag myndai) með sér félagsskap um útgáfu bóka, er seldar verða svo vægu verði, að flest heimili ættu að geta eignast þær og kom- ið sér upp veglegu og góðu bóka- safni á fám árum. Verður árlegt gjald áskrifenda að útgáfunni aðeins 10 krónur, og fá þeir fyrir þá upp- hæð 7 bækur á þessu ári og jafn- vel búist við, að ef öll heimili á landinu geta tekið þátt í því, muni verða unnt að gefa út fleiri bækur fyrir sama gjald síðar. Menningarsjóður gefur út 4 af þessum 7 bókum. En það eru bækurnar: »Markmið og leiðir*, »Mannslíkaminn og störf hans«, »Victoria drottning* og >Sultur« (sjá auglýsingu um bækurnar á 4. síðu). Þjóðvinafélagið gefur út bókina: »Uppreisnin í eyðimörk- inni<, ársritið »Andvara«, sem nú verður meira sniðið við hæfi al- mennings en áður, og loks »Alma- nakið*, sem verða mun í sama formi og áður. Menntamálaráð hefir í huga að fylgja föstu skipulagi um útgáfu sinna bóka, þannig að ein verði jafnan um náttúrufræðilegt efni, önn- ur um félagsmál, þriðja sagnfræðileg og hin fjórða frægt skáldrit. Að val bókanna hafi að þessu sinni vel tekist, sýna nöfn höfundanna bezt og þýðenda þeirra bóka, sem erlendar eru Verðið á þessum 7 bókum er ekki hærra en á einni miðlungsbók með venjulegu bókhlöðuverði. — Aldrei rrafa slík kostakjör verið boðin. Áskrifendasöfnun fer nú fram um allt land og gengur með atburðum. Alþingi var sett í gær. Hófst athöfnin cins og venjulega með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Sr. Friörik Rafnar vígslubiskup predik- aði. Konan mín, lngilína Jónasdóttir, verður jarðsungin þriðjudaginn 20. þ. m. Húskveðja hefst á heimili okkar, Aðalstræti 21, kl. 1 e. h. Guðlaugiir Pálssou. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður Kristlnar Jónsdóttur frá Sigtúnum. Börn og tengdabörn. „Vörður" félag ungra Sjálfstæðismanna hélt fund að Hótel Gullfoss s. 1. sunnu- dag. 6 félagar gengu inn á fundin- um. Aðalumræðuefni fundarins var þegnskylduvinna. Voru fjörugar um- ræður um málið. Meiri hluti fundar- ins virtist hallast eindregið að þegn- skylduvinnu, en *ðrir tötdu ýms tor- merki á henni. Aftur á móti var fundurinn einhuga með þvf, að starf- ræktir væru vinnuskólar fyrir ung- Hnga og var svohljóöandi ályktun samþykkt einróma að umræðum loknum: Fundur í »Verðt«, félagi ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri, haldinu 11. febrúar 1940, lýsir sig samþykk- an frumvarpi til laga um almennan vinnuskóla ríkisins sem lagt var fyrir síðasta Alþingi. Telur hann, að ..rneð tilliti til hins öra vaxtar bæj- anna og síaukna atvinnuleysis ungra manna sé stefnt í rétta átt með frumvarpinu. Frá stríðinu: Finnar verjast enn árásum Rússa af frábærri hreysti, þrátt fyrir að Rússar hafa aukið sókn sína á öll- um vígstöðvum. Þá hafa Rússar haldið uppi látlausum loftárásum í Finnlandi, jafnt á óvíggirtar borg- ir sem víggirtar og ekkert hirt um, að hús þau. er þeir varpa sprengj- um á hafi hernaðarlega þýðingu. Þannig hafa þeir varpað spren^j- um á sjúkrahús, sem greinilega hafa verið merkt Rauða krossinum og þannig gert sig bera að villi- mannlegri grimmd en áður hefir viðgengist f lofthernaði. Finnum berast nú hvaðanæfa hergögn og sjálfboðaliðar. M a. er mælt, að um 700 árásarflugvéiar séu væntarlegar til Finnlands um þessar mundir frá Englandi, Frakk- landi, ítalfu, Spáni o. fl. löndum. Sfötllgur varð 14, þ m. bakara meistari Axel Schiöth, riddari af Fálkaoröunni. Erhanneinn af elztuog kunnustn borgurum bæjarins, vinsæll og vel metinn af öllum, er honum hafa kynnst. Heíir hann og heimili hans átt drjtígan þátt í að móta svip bæjarins undanfarna áratugi. Kommúnisminn í Svííjuð S. I. laugardag var gerð húsrann- sókn hjá kommúnisturn um alla Svíþjóð. Var löghald lagt á s-k.öl og önnur gögn á skrifstnfu komm- únistabUðsins Ny D3g í Stokk- hólmi og ritstjóri þess tekinn fast- ur auk íjölda margra annara komm- únista. Við rannsókn skjalanna kom í Ijós, að sænskir kommúnist- ar Þiggja fé frá Rússum til starf- semi sinnar og vinna að undir- búningi byltingar í landinu. Hefir þeim nú verið vikið úr öllum bæj arstjórnum í Svfþjóð og úr nefnd- urn sænska þingsins- Landalt.it. Föstudaginn 9. fe- brúar fór lögreglan út í Arnarnes- hrepp og gerði húsrannsókn á 3 byi um: Hvammi, Hvammkoti og Ás- byrgi. Var viðurkennt á Ollum þess- um byium, að fengist hefði verið við bruggun áfengis, og á einu þeirra, Hvammkoti, fannst nokkuð af áfengi í gerjun. Yörður F. U. S. Aðalfundur verður haldinn að Hótel Gull- foss n. k. sunnudag kl. 1,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. f Önnur mál. Stfórnin. Sparið kaffið! Notid Ludvig-Daviil Kaffibæti.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.