Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.02.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 16.02.1940, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Steingrímur tapar sér. Einn af þeim mörgu bæjarbúum, er sóttu hinn opinbera fund Sjálf- stæðisféi. á dögunum, var ábyrgðar- maður Rússablaösins hér í bæ. Meöan ræöan um starfsemi islenzkra kommúnista var flutt, skrifaði Stein- grímur án afláts í vasakompu sína. Var almennt búist víð, að í blaði hans næsta laugardag kæmu athuga- semdir við ræðuna, en svo var ekki. Er Alþj’ðumaöurinn kom næst úi, var þar lítil klausa um þögn Stein- gríms meö nokkrum ertnistón. Þetta reyndist nóg til þess, að Steingrímur missti allt valdá skapsmunum sínum og settist viö aö skrifa, — ekki þó svar við áminnstri ræðu, heldur »æfisögubrot* ræðuflytjanda í sama tón og Hriílu }ónas skrifaði æfisögur pólitískra fjandmanna sinna um eitt skeiö, þar sem skiptast á sögulegar villur og miölungi skáldlegar staö- hæfingar, er ímyndunaraflið eða ósannindahneigöin skapa. SKk er vörn þessa álitsrúna kommúnistapilts við þeim þungu og rökföstu ásökunum, er fólust í áður áminnstri ræðu og má segja að þar hæfi hvort öðru: vörnin og málstaðurinn. ?aö er m. a. hin innri meðvitund hans sjálfs um vaxandi íyrirlitningu alls almenn- ings á honum og trúbræðrum hans, sem hefir sviít hann allri stillingu og komið honum til að æpa að þeim, er staðið hafa fremst í að fletta sauðargærunni ofan af rússneska úlfinum. Tilkynninö: Að gefnu tilefni skal þess getið, að hundurinn okkar, Oais, var drepinn í síðastliðinni viku. Pað er sárt til þess að vita, að þeir fáu dýravinir, sem hér virðast búa, fái ekki að njóta þeirrar gleði, er góður og tryggur hundur veitir þeim. Eftirmælin um Gais skulu vera stutt. Hann gerði í fyrstu engu mannsbarni eða skepnu mein, var allra hugljúfi. Pegar hann stækkaði fór að bera á því, að hann glefsaði f börn og hjólreiða- menn og orsökin var aðeins ein. Skólabörnin höfðu þann ljóta sið að slá til hans með töskum sínum og gerðu hann þannig illan og hvefsinn. Oreyið Oais var friðlaus, allir kvörtuðu yfir honum, hann varð að deyja. Skólabörnin halda uppteknum hætti, slá í hunda og hesta, sem ekkert gera þeim, að fyrra bragði og enginn segir þeim, að þetta sé ódrengilegt. Börnin góð! Munið þið öll eft- ir honum Gais, og mitinist þess að vera góð við alla málleysingja. Akureyri, þ. 16. febr. 1940. Brynja fllíðar, SkíðafóJk. Farið verður á sunnudag kl. 11 upp á Steinsskarð. Kaupið farmiða í síöasta lagi annað kvöld. á B. S, O. Verðhækkun á blöðum. Vegna hækkunar á flutningskostnaði og ýmsu öðru í sambandi við vörusendingar hingaö til lands, höfura við neyðst til að hækka verð á útlendum blöðum og er það nú sem hér segir: Hjemmet, Famillie Journal, Dansk Familie Blad, 55 aura blaðið í lausasölu, árgangurinn kr. 26,50. Nordisk Mönstertidende, árgangurinn kr. 13,50. BilledBladet og Tempo 45 au. blaðið, árg. 23,00 Áskrifendur greiði fyrri helming árgangs fyrir 1. aprfl, seinni helming fyrir 1. september. Bókaverzlun Gnnnl. Tr. Jónssonar. Bókaverzlun Þorst. Þ. Thorlacius. Fiytjum á morgun á Ráðhústorg 9, þar sem áður var Bifreiðastöð Norðurlands Bifreiðastöð Oddeyrar. Happdrœtti íþróttahúss Akur- eyrar. Vinningar í happdrætti í- þróttahússins eru til sýnis í glugga hjá Balduin Ryel. Þar get- ur að líta margt ágætra muna og þar sem miðar eru ekki nema tíu þúsund talsins, má búast við að þeir seljist allir á mjög skömmum tíma. Síðastliðið vor hafði Skíða- nefnd í. R. A. lítið happdrætti og var því lokið á þremur dögum. Þetta happdrætti ætti því ekki að standa yfir nema í mánuð. Ákveð- ið hefir verið að draga í happ- drætti íþróttahússins 17. júní í sumar og verður drættinum alls ekki frestað, þó svo færi að eitt- hvað yrði þá óselt af miðum. Salan hefir gehgið prýðilega, þessa fyrstu daga, enda er vax- andi áhugi fyrir því að byggt verði fullkomið íþróttahús á Ak- ureyri. Skhkþing Akureyrar hefst n. k. sunnudag kl. 2 e. h, í Skjaldborg. Fátttakendur gefi sig fram við skák- stjórann Snæbjörn Porleifsson hið fyrsta. Aðgangseyrir er 50 au. í hvert skipti, — Trúlotun. Fyrir skömmu birtu trúlofun sína úti 1 Svíþjóð ungfrú María Jónsdóttir (Kristjánssonar útgm.) og Gilbert Ström magister, Stiórn Sjómannatélags Ak- ureyrar hefir beðið blaðið fyrir eft- irfarandi; Samkvæmt gildandi samn- ingi milli Sjomannafélags Ak, og Útgerðarmannafélags Ak. skuli bæjarmenn sitja fyiir skiprúmum á Akureyrar skipunum við síldveiðar á komandi sumri, en þó því aðeins að þeir sæki um skiprúmin íyrir 1. mars. Eru því allir þeir bæjar.m. sem hug hafa á að vera við síld- veiðar, hvattir til að nota sér for- gangsrétt sinn, og sækja um skip- rúm íyrir 1 mars. St. Brynja heldur fund miðvikud. 21. þ. m. á venjulegum stað og tíma. Auk venjul fundastarfa skýrsl- ur og innsetning embættismanna. — Fjölmennið. Allt með Eimskip! Samábyrgðin úr sögunni. Hinn 3. f, m. birtist á öftustu siðu Lögbirtingarblaðsins tilkynning til samvinnufélagaskrárinnar frá skrif- stofu lögreglustjórans í Reykjavík, undirrituð af S. Kristinssyni fyrir hönd Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, Upphaf þessarar tilkynningar hljóðar svo: Á aðalíundi 3,- 6. júlí 1938 breytti Samband ísl. samvinnufélaga sam- þykktum slnum. Meðal annais var ábyrgð félaganna breytt á þann veg, aö eftirlpifti c VtirA-é- «-- lag aðeins ábyrgð á skuldbindingum sambandsins með kr, 200,00 — tvö hundruð krónum — fyrir hvern skráðan félagsmann. Fellur því niður samábyrgð sambandsfélaganna á skuldbindingum sambandsins, sbr. 2, mgr. 13. gr, samvinnulaganna nr. 46 frá 13. júní 1937. Eins og kunnugt er gagnrýndi Björn heitinn Kristjánsson samá- byrgðarákvæði sambandslaganna mjög skilmerkilega og hlaut fyrir það heiftarlegar árásir í »Tímanurn«. Rá var Tímamönnum slíkt ákvæði mjög heilagt. En nú hafa þeir varpað þvf fyrir borð. Svo lengi lærir sem ltfir. Spellvirki í fyrri nótt var brotin rúða í Nýja söluturninum og stolið súkkulaöi og öðru sælgæti úr glugg- anum. Hafði þjófurinn fyrst brotið rúðuna í hurðinni, sjáanlega til þess að geta opnað smekklásinn innanfrá, en þar sem hurðin var einnig lokuð með venjulegri skrá, varð hann frá að hvería. Málið er í rannsókn. S. 1. nótt var dansleikur hjá Apol’o-klúbbnum í Verkalýðshúsinu. Fangað kom ölvaður maður (Árni Árnason, Gránufél g. 57 B.) braut rúðu í útihurð með hnefahöggi, en skarst við það allmikið á hendi, svo að læknis varð að vitja. Einnig var þessa nótt brotin rúða í glugga á skóverkstæði J. M. Jónatanssonar við Strandgötu. (Heimild lögreglunnar). Þankabrot /óns í Grófinní. TÍMINN geíur í skyn undanfarna daga, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji |áta taka kjötbirgðirnar í landinu eignarnámi og gera bændur að ófrjálsum mönnum. Orsakirnar til þessarar niðurstöðu blaðsins eru þar, aðVísir og Mgbl. hafa gagnrýnt hina miklu verðhækkun er gerð var á kjöti á innlendum markaði. En þessi staðhæfing Tímans er mjög heimskuleg. Fað eru skipulagningar- postular Framsóknar- og Alþýðu- flokksins, sem gengið hafa haröast fram í að gera bændur ófrjálsa að því, hvar og hverju verði þeir selja sínar afurðir. Ef bóndi vildi selja einhverjum bæjarbúa lambskropp að hausti fyrir hærra verð en hann fær hjá sfnu kaupfélagi á hann á hættu að veröa meðhöndlaður líkt og Hólmfastur á Brunnastöðum. Og ef einhver verkamaður vildi kaupa mjólk af bónda, sem mjólkursölu- skjpulagið hefir náð til, fyrir 28-30 aura lítrann, má bóndinn ekki selja honum, þótt hann með því fengi 50jú hærra verð fyrir mjólkina, Rað er broslegt, þegar málgö^n skipulagn- ingarpostulanna taka að saka Sjálf- stæðismenn um að vilja beita bændur >þrælatökum* við sölu afurða frá buum sínum. Dvöl 7 trg. 3. hefti heíir biaðinu verið send. Er hún íjölbreytt að efni eins og jafnan fyrr, sögur, kvæði, ritgerðir, ritdómar, kímni og smælki. Kvæði eru eítir ouom. inga.tjuOm. Böðvarsson, Kára Tryggvason, Ríchard Beck o. fl. nokkrar þýddar sögur, m. a, eftir Maupassant, O. Iienry og W. VV. Jak- obs (höf Apaloppunnar). Fór. Guð- mundsson ritar um sveitastúlkuna og Karl Stiand um Ný tengsl yfir hafið. Rá er þar útvarpserindi Bjarna Ás- geirssonar um tækifærisvísur o. m. m. fl. Mynd fylgir af 'ninum íslenzku höfundum. Yfirleitt virðtst Dvöl vera hið ákjósanlegasta alþýöutímarit, fjölbreytt að efni og skemmtileg í senn, og málvöndun hennar til fyrir- myndar Mig vantar íbúð 3 herbetgi og eldhús frá 14. maí n. k. Einar Sigurðsson. — Sími 97. íbúð óskast, 2 herbergi og eldhús með nýlízku þæg- indum. Uppl. síma 309. Grasbýli í grennd við Akureyri óskast til kaups eða leigu í vor. R. v. á. Nýkomið Laukur, Hrísgrjón, Baunir, W. C. pappír. Verzl. ,, E S J A,“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.